flugfréttir
Segir nafnið HOP! vera ruglandi fyrir farþega
- Dótturfélag Air France gæti skipt um nafn

Canadair-þota HOP!
Air France mun mögulega breyta nafni dótturfélagsins HOP! þar sem félagið telur nafnið vera ruglandi gagnvart tengifarþegum.
Fram kemur að Ben Smith, nýr framkvæmdarstjóri Air France-KLM, sé óánægður með nafnið HOP!
þar sem hann telur það rugla farþega í rýminu svipað og nafn flugfélagsins Joon sem einnig
er dótturfélag Air France.
HOP! var stofnað árið 2013 og var félaginu ætlað að fljúga með farþega frá minni bæjum í Frakklandi
og litlum áfangastöðum í Evrópu til Parísar þar sem þeir flugu áfram út í heim með Air France.
Ben Smith segir að í ljós hefur komið að HOP! hafi ekki notið þeirrar velgengni sem til var ætlast
á þessum sex árum en flugfloti félagsins samastendur af 77 flugvélum af gerðinni ATR, Canadair og
Embraer.


2. desember 2018
|
Boeing afhenti tvöþúsundustu farþegaþotuna sína til Kína á dögunum en það var flugfélagið Xiamen Airlines sem tók við þeirri þotu sem er af gerðinni Boeing 737 MAX.

25. desember 2018
|
Rússneski flugvélaframleiðandinn Irkut hefur lokið við samsetningu á þriðju eintakinu af MC-21 þotunni sem var færð yfir í tilraunarstöð á Jóladag þar sem vélin verður undirbúin fyrir flugprófanir.

9. febrúar 2019
|
Finnskir flugumferðarstjórar hafa boðað til eins og hálfs sólarhrings verkfallsaðgerða síðar í þessum mánuði en með því vonast þeir til þess að hægt verði að hefja viðræður að nýju.

16. febrúar 2019
|
Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.