flugfréttir

„Þurfa að lækka verðið á A380 ef þeir vilja selja fleiri eintök“

- Óvissa um framtíð risaþotunnar ef Emirates tekur ekki við fleiri þotum

2. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:23

Willie Walsh gagnrýnir Airbus fyrir of hátt verð á risaþotunni Airbus A380

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, móðurfélags British Airways, segir að Airbus ætti að lækka verðmiðann á Airbus A380 ef framleiðandinn vill ná að selja fleiri risaþotur.

Margir erlendir fréttamiðlar greindu frá því í gær að mikil óvissa ríkir um framtíð risaþotunnar eftir að fréttir bárust um að Emirates væri í viðræðum að hætta við að taka við þeim 54 Airbus A380 þotum sem félagið á eftir að fá afhentar til viðbótar og taka Airbus A350 í staðinn.

Einn aðili, sem kunnugur er málinu, segir að svo gæti farið að Airbus taki þá ákvörðun að hætta framleiðslu á risaþotunni ef Emirates ákveður að taka ekki við fleiri þotum, aðeins 11 árum eftir að hún kom á markað, en áhugi flugfélaga fyrir Airbus A380 hefur ekki staðist væntingar Airbus.

Airbus bjóst við að risaþotan myndi leysa plássleysi á stærstu flugvöllum heimsins og væri lausn fyrir flugfélög sem gætu flogið færri ferðir til stórra borga með risaþotunni.

Sú þróun hefur ekki gengið eftir og hafa aðeins stærstu flugfélög heims haft not fyrir Airbus A380 en sum flugfélög hafa viðurkennt að risaþotan sé stærri í umfangi fyrir reksturinn en þau bjuggust við í upphafi.

Emirates hefur 108 risaþotur í flota sínum

Airbus ætlaði sér að halda framleiðslu á Airbus A380 áfram svo lengi sem að Emirates hefur enn þörf fyrir risaþotuna en ef félagið ákveður að það þurfi ekki fleiri risaþotur þá gæti það markað upphafið að endinum fyrir A380.

„Ég hef verið mjög hreinskilinn við Airbus og sagt að ef þeir vilja selja fleiri risaþotur þá verða þeir að gefa aðeins eftir varðandi verðið á þeim“, sagði Walsh á oneworld samkomu sem fram fór í London á dögunum.

Walsh segir að IAG eigi í viðræðum bæði við Boeing og Airbus um nýja pöntun í þotur sem gætu leyst af hólmi júmbó-þotuna sem fer að hverfa úr flota British Airways á næstu árum.

British Airways hefur nú þegar tólf Airbus A380 risaþotur en Walsh segir að til greina komi að taka fleiri risaþotur ef verðið væri ekki svona hátt.

„Airbus A380 hefur reynst okkur mjög vel og er frábær flugvél. Við höfum verið mjög skýrmæltir við Airbus. Við erum til í að taka fleiri þotur en verðið á henni í dag hefur ekki verið beint freistandi.“, segir Walsh.  fréttir af handahófi

Alitalia hættir við A321neo þoturnar þrjár frá Primera Air

21. janúar 2019

|

Ítalska flugfélagið Alitalia hefur hætt við að taka við þremur Airbus A321neo þotum sem áður voru í flota Primera Air.

Flugvöllur á Spáni leitar eiganda að yfirgefinni þotu

26. janúar 2019

|

Yfirvöld á Spáni reyna nú að hafa uppi á eiganda að farþegaþotu af gerðinni McDonnell Douglas MD-87 sem hefur verið yfirgefin á Barajas-flugvellinum í Madríd í 9 ár.

Fékk að skoða forsetaflugvél Pútíns á aðfangadag

26. desember 2018

|

Arslan Kaipkulov er 15 ára strákur frá Rússlandi sem hefur haft mikinn áhuga á flugvélum en draumur hans hefur þó lengi verið að fá að skoða og gera myndband um forsetaflugvél Rússlandsforseta sem e

  Nýjustu flugfréttirnar

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00