flugfréttir

„Þurfa að lækka verðið á A380 ef þeir vilja selja fleiri eintök“

- Óvissa um framtíð risaþotunnar ef Emirates tekur ekki við fleiri þotum

2. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:23

Willie Walsh gagnrýnir Airbus fyrir of hátt verð á risaþotunni Airbus A380

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, móðurfélags British Airways, segir að Airbus ætti að lækka verðmiðann á Airbus A380 ef framleiðandinn vill ná að selja fleiri risaþotur.

Margir erlendir fréttamiðlar greindu frá því í gær að mikil óvissa ríkir um framtíð risaþotunnar eftir að fréttir bárust um að Emirates væri í viðræðum að hætta við að taka við þeim 54 Airbus A380 þotum sem félagið á eftir að fá afhentar til viðbótar og taka Airbus A350 í staðinn.

Einn aðili, sem kunnugur er málinu, segir að svo gæti farið að Airbus taki þá ákvörðun að hætta framleiðslu á risaþotunni ef Emirates ákveður að taka ekki við fleiri þotum, aðeins 11 árum eftir að hún kom á markað, en áhugi flugfélaga fyrir Airbus A380 hefur ekki staðist væntingar Airbus.

Airbus bjóst við að risaþotan myndi leysa plássleysi á stærstu flugvöllum heimsins og væri lausn fyrir flugfélög sem gætu flogið færri ferðir til stórra borga með risaþotunni.

Sú þróun hefur ekki gengið eftir og hafa aðeins stærstu flugfélög heims haft not fyrir Airbus A380 en sum flugfélög hafa viðurkennt að risaþotan sé stærri í umfangi fyrir reksturinn en þau bjuggust við í upphafi.

Emirates hefur 108 risaþotur í flota sínum

Airbus ætlaði sér að halda framleiðslu á Airbus A380 áfram svo lengi sem að Emirates hefur enn þörf fyrir risaþotuna en ef félagið ákveður að það þurfi ekki fleiri risaþotur þá gæti það markað upphafið að endinum fyrir A380.

„Ég hef verið mjög hreinskilinn við Airbus og sagt að ef þeir vilja selja fleiri risaþotur þá verða þeir að gefa aðeins eftir varðandi verðið á þeim“, sagði Walsh á oneworld samkomu sem fram fór í London á dögunum.

Walsh segir að IAG eigi í viðræðum bæði við Boeing og Airbus um nýja pöntun í þotur sem gætu leyst af hólmi júmbó-þotuna sem fer að hverfa úr flota British Airways á næstu árum.

British Airways hefur nú þegar tólf Airbus A380 risaþotur en Walsh segir að til greina komi að taka fleiri risaþotur ef verðið væri ekki svona hátt.

„Airbus A380 hefur reynst okkur mjög vel og er frábær flugvél. Við höfum verið mjög skýrmæltir við Airbus. Við erum til í að taka fleiri þotur en verðið á henni í dag hefur ekki verið beint freistandi.“, segir Walsh.  fréttir af handahófi

Fyrstir til að fljúga milli Evrópu og Suður-Ameríku með A321LR

8. júlí 2019

|

Portúgalska flugfélagið TAP Air Portugal verður fyrsta flugfélagið til að hefja áætlunarflug með Airbus A321LR yfir Suður-Atlantshafið en félagið mun í haust hefja flug með þessari flugvélategund á

Sviffluga rakst á flugvél sem var með hana í togi í Kanada

29. júlí 2019

|

Tveir létust er svifflugvél rakst á flugvél sem var að toga hana á loft skammt frá flugklúbbi nálægt bænum Black Diamond í Alberta-ríki í Kanada fyrir helgi.

Qantas hefur fulla trú á Boeing 737 MAX og íhuga stóra pöntun

11. júní 2019

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri ástralska flugfélagsins Qantas, segir að félagið sé að íhuga að velja Boeing 737 MAX þotur fyrir innanlandsflugið í Ástralíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í