flugfréttir

„Þurfa að lækka verðið á A380 ef þeir vilja selja fleiri eintök“

- Óvissa um framtíð risaþotunnar ef Emirates tekur ekki við fleiri þotum

2. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:23

Willie Walsh gagnrýnir Airbus fyrir of hátt verð á risaþotunni Airbus A380

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, móðurfélags British Airways, segir að Airbus ætti að lækka verðmiðann á Airbus A380 ef framleiðandinn vill ná að selja fleiri risaþotur.

Margir erlendir fréttamiðlar greindu frá því í gær að mikil óvissa ríkir um framtíð risaþotunnar eftir að fréttir bárust um að Emirates væri í viðræðum að hætta við að taka við þeim 54 Airbus A380 þotum sem félagið á eftir að fá afhentar til viðbótar og taka Airbus A350 í staðinn.

Einn aðili, sem kunnugur er málinu, segir að svo gæti farið að Airbus taki þá ákvörðun að hætta framleiðslu á risaþotunni ef Emirates ákveður að taka ekki við fleiri þotum, aðeins 11 árum eftir að hún kom á markað, en áhugi flugfélaga fyrir Airbus A380 hefur ekki staðist væntingar Airbus.

Airbus bjóst við að risaþotan myndi leysa plássleysi á stærstu flugvöllum heimsins og væri lausn fyrir flugfélög sem gætu flogið færri ferðir til stórra borga með risaþotunni.

Sú þróun hefur ekki gengið eftir og hafa aðeins stærstu flugfélög heims haft not fyrir Airbus A380 en sum flugfélög hafa viðurkennt að risaþotan sé stærri í umfangi fyrir reksturinn en þau bjuggust við í upphafi.

Emirates hefur 108 risaþotur í flota sínum

Airbus ætlaði sér að halda framleiðslu á Airbus A380 áfram svo lengi sem að Emirates hefur enn þörf fyrir risaþotuna en ef félagið ákveður að það þurfi ekki fleiri risaþotur þá gæti það markað upphafið að endinum fyrir A380.

„Ég hef verið mjög hreinskilinn við Airbus og sagt að ef þeir vilja selja fleiri risaþotur þá verða þeir að gefa aðeins eftir varðandi verðið á þeim“, sagði Walsh á oneworld samkomu sem fram fór í London á dögunum.

Walsh segir að IAG eigi í viðræðum bæði við Boeing og Airbus um nýja pöntun í þotur sem gætu leyst af hólmi júmbó-þotuna sem fer að hverfa úr flota British Airways á næstu árum.

British Airways hefur nú þegar tólf Airbus A380 risaþotur en Walsh segir að til greina komi að taka fleiri risaþotur ef verðið væri ekki svona hátt.

„Airbus A380 hefur reynst okkur mjög vel og er frábær flugvél. Við höfum verið mjög skýrmæltir við Airbus. Við erum til í að taka fleiri þotur en verðið á henni í dag hefur ekki verið beint freistandi.“, segir Walsh.  fréttir af handahófi

Rússar tilbúnir að ræða við Hollendinga um flug MH17

9. febrúar 2019

|

Stjórnvöld í Rússlandi segjast vera tilbúin til þess að ræða við yfirvöld í Hollandi vegna flugs malasísku farþegaþotunnar, flug MH17, sem var skotin niður yfir Úkraínu fyrir fimm árum síðan, í júlí

Prófunum með MCAS-kerfið á Boeing 737 MAX lokið

18. apríl 2019

|

Síðasta tilraunaflugið með Boeing 737 MAX vegna uppfærslu á stjórnkerfi vélarinnar sem snýr að MCAS-kerfinu er lokið hjá Boeing og er þotan tilbúin í að gangast næst undir vottunarferli.

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

  Nýjustu flugfréttirnar

United Airlines kynnir nýtt útlit

24. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines kynnti í dag nýtt útlit og var fyrsta flugvélin, sem máluð hefur verið í nýjum búningi, frumsýnd við hátíðlega athöfn á flugvellinum í Chicago.

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Tveir flugmenn hjá Cathay Pacific hlutu sjóntruflanir í flugi

24. apríl 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong rannsaka nú tvö atvik sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þar sem tveir flugmenn hjá Cathay Pacific, í sitthvoru fluginu, hlutu sjóntruflanir í miðju flugi með mánaðar mil

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

23. apríl 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með

Icelandair til Bergen tímabundið með Bombardier Q400

22. apríl 2019

|

Icelandair mun nota Bombardier Dash 8 Q400 flugvél fyrir áætlunarflug til Bergen Í Noregi tímabundið í næsta mánuði.

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00