flugfréttir
Southwest flýgur tilraunaflug til Hawaii

Boeing 737-700 þota Southwest Airlines
Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines flaug í dag sitt fyrsta flug til Hawaii-eyja en ekki er um áætlunarflug að ræða heldur sérstakt tilraunaflug og eru engir farþegar um borði í vélinni.
Meðal þeirra sem eru um borð í fugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-700, eru öryggisfulltrúar frá bandarískum flugmálayfirvöldum en þotan fór í loftið frá flugvellinum í Oakland í Kaliforníu áleiðis til Honolulu og er flugið hluti að því að fá
leyfi fyrir farþegaflugi til eyjaklasans.
Tilgangurinn er að gera prófanir með langflug með Boeing 737-800 þar sem fjarskiptabúnaður og drægi
ratsjárkerfis verður athugaður sem er hluti að fjarflugsleyfi (ETOPS) sem félagið mun fá úthlutað en slíkt er krafist
af flugfélögum sem fljúga langa flugleið yfir sjó.
Southwest Airlines tilkynnti fyrst í október árið 2017 að verið væri að undirbúa áætlunarflug til Hawaii
en meðal þeirra bandarísku flugfélaga sem fljúga í dag til Hawaii eru American Airlines, Alaska Airlines, Delta Air Lines,
United Airlines, Sun Country Airlines og Hawaiian Airlines.
Southwest Airlines á von á því að fá leyfi fyrir flugi til Hawaii síðar á þessu ári en vinnustöðvun meðal opinberra
stofnanna í Bandaríkjunum hefur seinkað áformum félagsins fyrir flugi til Hawaii.


6. febrúar 2019
|
Nokkur flugfélög í Evrópu hafa hlaupið undir bagga og boðið þeim farþegum, sem áttu bókað flug með Germania, sem varð gjaldþrota sl. mánudag, sérstök fargjöld til þess að komast aftur heim.

9. desember 2018
|
Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

24. janúar 2019
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu rannsaka atvik þar sem gleymdist að fjarlægja stélstand á fraktflugvél af gerðinni British Aerospace BAe 146-300 sem fór í loftið með standinn ennþá fastan við sté

16. febrúar 2019
|
Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.