flugfréttir
Finnskir flugumferðarstjórar boða til verkfalls

Verkfallsaðgerðir meðal finnskra flugumferðarstjóra munu hefjast þann 23. febrúar
Finnskir flugumferðarstjórar hafa boðað til eins og hálfs sólarhrings verkfallsaðgerða síðar í þessum mánuði en með því vonast þeir til þess að hægt verði að hefja viðræður að nýju.
Verkalýðsfélagið Palta segir að með aðgerðunum eigi að hraða viðræðum við flugumferðarstjórnina
í Finnlandi um nýjan kjarasamning en viðræður hafa farið fram með hléum frá því haustið 2017
án neinnar niðurstöðu.
Verkfallið mun skella á að kvöldi 23. febrúar og standa yfir fram til morguns þann 25. febrúar
en Palta lýsti því yfir í dag að það verði séð til þess að starfsmenn munu ekki geta mætt á vinnustaði
sína á meðan á verkfallinu stendur.
Frá því um áramótin hafa farið fram tveggja klukkustunda verkfallsaðgerðir meðal flugumferðarstjóra
í Finnlandi á hverjum fimmtudegi milli kl. 13:00 og 15:00.


27. desember 2018
|
Bombardier afhenti á dögunum fyrsta eintakið af hinni nýju Bombardier Global 7500 einkaþotu við hátíðlega athöfn sem fram fór í Dorval í Quebec þann 20. desember síðastliðinn.

20. nóvember 2018
|
Boeing segir að það sé af og frá að flugvélaframleiðandinn hafi vísvitandi leynt upplýsingum um MCAS-kerfið í Boeing 737 MAX þotunum.

2. desember 2018
|
Boeing afhenti tvöþúsundustu farþegaþotuna sína til Kína á dögunum en það var flugfélagið Xiamen Airlines sem tók við þeirri þotu sem er af gerðinni Boeing 737 MAX.

16. febrúar 2019
|
Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.