flugfréttir

Stöðvaðist í snjóskafli í lendingu í Ölpunum

- Fimm manns um borð sluppu með meiðsli

9. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:07

Flugvélin var að lenda á Courcevel-flugvelli eftir flug frá Toussus-le-Noble í Versölum

Eins hreyfils flugvél af gerðinni Piper PA-46 Malibu Mirage rann út af flugbraut í lendingu og endaði í snjóskafli á flugvellinum í skíðabænum Courchevel í Frakklandi í gær.

Flugvélin var að lenda eftir flug frá Toussus-le-Noble í Versölum, í nágrenni Parísar, en flugmaðurinn náði ekki að stöðva flugvélina af í lendingarbruninu og endaði hún með með nefið beint inn í snjóskafli við brautarendann á töluverðum hraða.

Skíðafólk í nágrenni vallarins urðu vitni að atvikinu og var einn sem náði því á meðfylgjandi myndband. Fimm manns voru um borð í flugvélinni og slösuðustu fjórir af þeim lítillega og voru þeir sendir á sjúkrahús en flugvélin er mikið skemmd.

Fjórir af þeim fimm sem voru í flugvélinni voru fluttir með minniháttar meiðsl á sjúkrahús

Courchevel-flugvöllurinn þjónar þekktri skíðaparadís í Frönsku Ölpunum og er völlurinn vel þekktur fyrir sérstakt aðflug að stuttri flugbraut sem liggur í töluverðum halla en margar einkaflugvélar fljúga daglega til vallarins auk auðmanna sem fljúga á einkaþotum til staðarins til að bregða sér á skíði.

Engir aðflugsvitar eru að flugbrautinni sem gerir flugvöllinn varasaman í erfiðu veðri á borð við þoku og lágri skýjahæð og þar að auki þá liggur flugvöllurinn þvert yfir dal með háar fjallshlíðar beggja megin við.

Myndband:  fréttir af handahófi

Cirrus SR22 brotlenti í Frakklandi

10. desember 2018

|

Enginn komst lífs af úr flugslysi í Frakklandi er lítil flugvél af gerðinni Cirrus SR22 fórst í skóglendi nálægt bænum Beaubery í austurhluta Frakklands í gær.

Hraðleið í starf atvinnuflugmanns hjá SunExpress

25. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis og SunExpress hafa gert með sér samkomulag um að nemendur skólans hafi greiðari aðgang að atvinnuflugmannsstarfi á Boeing 737 þotur flugfélagsins.

Handboltalandsliðið á HM í Þýskalandi með Icelandair

9. janúar 2019

|

Icelandair flaug í morgun beint frá Keflavíkurflugvelli til München í Þýskalandi með karlalandslið Íslands í handbolta.

  Nýjustu flugfréttirnar

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00