flugfréttir

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

- Stefna á að klára að steypa flugbrautina upp á nýtt á þremur mánuðum

19. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:14

Flugbrautin á eyjunni Catalina

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Flugbrautin hefur verið í niðurníslu í þónokkurn tíma en nýlega ákvað fyrirtækið ACE Clearwater Enterprises að styrkja verkefni um endurgerð flugbrautarinnar um 179 milljónir króna og hófust framkvæmdir í janúar við að koma brautinni í fyrra horf en kostnaður við framkvæmdirnar eru um 597 milljónir króna.

Yfir 100 hermenn úr bandaríska sjóhernum hafa frá því í janúar unnið hörðum höndum að því að laga flugbrautina sex daga vikunnar sem var öll orðin í holum auk þess brautin var hulin grjóti og steinum.

Búið er að koma upp sérstökum vinnubúðum á Catalina-eyjunni fyrir hermennina á meðan framkvæmdirnar standa yfir en verklok eru áætluð í lok mars.

Um 100 hermenn úr bandaríska sjóhernum vinna nú hörðum höndum að því að leggja nýja flugbraut á eyjunni

Samtökin Catalina Conservancy hafa ákveði að breyta nafni flugvallarins í ACE Clearwater Airfield til þess að heiðra fyrirtækið sem ákvað að styrkja verkefnið.

Flugvöllurinn á eyjunni Catalina, sem þekktur er sem „Airport in the Sky“, opnaði fyrst árið 1941 sem Buffalo Springs Airport og hefur flugvöllurinn verið opinn einkaflugi en eina skilyrðið er að flugmenn tilkynni erindi þeirra til eyjunnar og greiði lendingargjald upp á 2.900 krónur við komuna.

Douglas DC-3 flugvél hefur reglulega komið til eyjunnar með vistir fyrir bæjarbúa í bænum Avalon en í bænum búa um 3.700 manns.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Airbus fær pöntun í 50 A321XLR þotur frá Indigo Partners

19. júní 2019

|

Bandaríska fyrirtækið Indigo Partners hefur lagt inn pöntun til Airbus í fimmtíu Airbus A321XLR þotur sem munu fara í flota þriggja flugfélaga í eigu Indigo Partners.

Aldrei eins margir farþegar með Icelandair í einum mánuði

7. ágúst 2019

|

Icelandair sló farþegamet í seinasta mánuði þegar 564.000 farþegar flugu með félaginu og hefur farþegar aldrei verið eins margir í einum mánuði í sögu félagsins.

Airbus byrjar að smíða fyrstu A220 þotuna í Alabama

6. ágúst 2019

|

Airbus hefur hafið framleiðslu á Airbus A220 þotunni í Mobile í Alabama en tæp tvö ár eru liðin frá því Airbus tilkynnti fyrst um áform sín um að smíða CSeries-þotuna í Bandaríkjunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00