flugfréttir

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

- Stefna á að klára að steypa flugbrautina upp á nýtt á þremur mánuðum

19. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:14

Flugbrautin á eyjunni Catalina

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Flugbrautin hefur verið í niðurníslu í þónokkurn tíma en nýlega ákvað fyrirtækið ACE Clearwater Enterprises að styrkja verkefni um endurgerð flugbrautarinnar um 179 milljónir króna og hófust framkvæmdir í janúar við að koma brautinni í fyrra horf en kostnaður við framkvæmdirnar eru um 597 milljónir króna.

Yfir 100 hermenn úr bandaríska sjóhernum hafa frá því í janúar unnið hörðum höndum að því að laga flugbrautina sex daga vikunnar sem var öll orðin í holum auk þess brautin var hulin grjóti og steinum.

Búið er að koma upp sérstökum vinnubúðum á Catalina-eyjunni fyrir hermennina á meðan framkvæmdirnar standa yfir en verklok eru áætluð í lok mars.

Um 100 hermenn úr bandaríska sjóhernum vinna nú hörðum höndum að því að leggja nýja flugbraut á eyjunni

Samtökin Catalina Conservancy hafa ákveði að breyta nafni flugvallarins í ACE Clearwater Airfield til þess að heiðra fyrirtækið sem ákvað að styrkja verkefnið.

Flugvöllurinn á eyjunni Catalina, sem þekktur er sem „Airport in the Sky“, opnaði fyrst árið 1941 sem Buffalo Springs Airport og hefur flugvöllurinn verið opinn einkaflugi en eina skilyrðið er að flugmenn tilkynni erindi þeirra til eyjunnar og greiði lendingargjald upp á 2.900 krónur við komuna.

Douglas DC-3 flugvél hefur reglulega komið til eyjunnar með vistir fyrir bæjarbúa í bænum Avalon en í bænum búa um 3.700 manns.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Fyrsta MC-21 þotan verður afhent í nóvember árið 2021

6. júlí 2020

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Irkut áætlar að afhenda fyrsta eintakið af MC-21 farþegaþotunni í nóvember á næsta ári.

Flughátíðin Allt sem flýgur á áætlun í sumar

29. apríl 2020

|

Þrátt fyrir að búið sé að blása af fjölmörgum samkomum og hátíðum í sumar þá bendir flest til þess að flughátíðin „Allt sem flýgur“ á Hellu sé á áætlun.

GECAS hættir við pöntun í 69 Boeing 737 MAX þotur

17. apríl 2020

|

Flugvélaleigan GECAS hefur hætt við pöntun í 69 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og er ástæðan sögð vera vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft á flugiðnaðinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00