flugfréttir

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

- Stefna á að klára að steypa flugbrautina upp á nýtt á þremur mánuðum

19. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:14

Flugbrautin á eyjunni Catalina

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Flugbrautin hefur verið í niðurníslu í þónokkurn tíma en nýlega ákvað fyrirtækið ACE Clearwater Enterprises að styrkja verkefni um endurgerð flugbrautarinnar um 179 milljónir króna og hófust framkvæmdir í janúar við að koma brautinni í fyrra horf en kostnaður við framkvæmdirnar eru um 597 milljónir króna.

Yfir 100 hermenn úr bandaríska sjóhernum hafa frá því í janúar unnið hörðum höndum að því að laga flugbrautina sex daga vikunnar sem var öll orðin í holum auk þess brautin var hulin grjóti og steinum.

Búið er að koma upp sérstökum vinnubúðum á Catalina-eyjunni fyrir hermennina á meðan framkvæmdirnar standa yfir en verklok eru áætluð í lok mars.

Um 100 hermenn úr bandaríska sjóhernum vinna nú hörðum höndum að því að leggja nýja flugbraut á eyjunni

Samtökin Catalina Conservancy hafa ákveði að breyta nafni flugvallarins í ACE Clearwater Airfield til þess að heiðra fyrirtækið sem ákvað að styrkja verkefnið.

Flugvöllurinn á eyjunni Catalina, sem þekktur er sem „Airport in the Sky“, opnaði fyrst árið 1941 sem Buffalo Springs Airport og hefur flugvöllurinn verið opinn einkaflugi en eina skilyrðið er að flugmenn tilkynni erindi þeirra til eyjunnar og greiði lendingargjald upp á 2.900 krónur við komuna.

Douglas DC-3 flugvél hefur reglulega komið til eyjunnar með vistir fyrir bæjarbúa í bænum Avalon en í bænum búa um 3.700 manns.

Fleiri myndir:













  fréttir af handahófi

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

Boeing 797 verður ekki kynnt á flugsýningunni í París

17. júní 2019

|

Boeing hefur tilkynnt að framleiðandinn muni ekki kynna nýja farþegaþotu til leiks á flugsýningunni í París sem kennd hefur verið við Boeing 797.

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00