flugfréttir

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

- Stefna á að klára að steypa flugbrautina upp á nýtt á þremur mánuðum

19. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:14

Flugbrautin á eyjunni Catalina

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Flugbrautin hefur verið í niðurníslu í þónokkurn tíma en nýlega ákvað fyrirtækið ACE Clearwater Enterprises að styrkja verkefni um endurgerð flugbrautarinnar um 179 milljónir króna og hófust framkvæmdir í janúar við að koma brautinni í fyrra horf en kostnaður við framkvæmdirnar eru um 597 milljónir króna.

Yfir 100 hermenn úr bandaríska sjóhernum hafa frá því í janúar unnið hörðum höndum að því að laga flugbrautina sex daga vikunnar sem var öll orðin í holum auk þess brautin var hulin grjóti og steinum.

Búið er að koma upp sérstökum vinnubúðum á Catalina-eyjunni fyrir hermennina á meðan framkvæmdirnar standa yfir en verklok eru áætluð í lok mars.

Um 100 hermenn úr bandaríska sjóhernum vinna nú hörðum höndum að því að leggja nýja flugbraut á eyjunni

Samtökin Catalina Conservancy hafa ákveði að breyta nafni flugvallarins í ACE Clearwater Airfield til þess að heiðra fyrirtækið sem ákvað að styrkja verkefnið.

Flugvöllurinn á eyjunni Catalina, sem þekktur er sem „Airport in the Sky“, opnaði fyrst árið 1941 sem Buffalo Springs Airport og hefur flugvöllurinn verið opinn einkaflugi en eina skilyrðið er að flugmenn tilkynni erindi þeirra til eyjunnar og greiði lendingargjald upp á 2.900 krónur við komuna.

Douglas DC-3 flugvél hefur reglulega komið til eyjunnar með vistir fyrir bæjarbúa í bænum Avalon en í bænum búa um 3.700 manns.

Fleiri myndir:













  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga