flugfréttir

Boeing 767 fraktþota fórst suður af Houston í kvöld

- Hvarf af ratsjá í aðflugi að George Bush International (IAH) eftir flug frá Miami

24. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 01:17

Boeing 767-300 frakþotan sem fórst (N1217A)

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 767-300ER frá flugfélaginu Atlas Air fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Texas í kvöld.

Þotan, sem flaug fyrir flugfélagið Prime Air, sem er í eigu netsölurisans Amazon, var í fraktflugi frá Miami til Houston og átti flugvélin að lenda á George Bush flugvellinum klukkan 12:53 að staðartíma eða klukkan 18:53 að íslenskum tíma.

Flugvélin hvarf af ratsjá þegar hún var í um 50 kílómetra fjarlægð suðaustur af Houston-flugvelli og kemur fram að hún hafi brotlent ofan í Trinity Bay flóann suður af borginni klukkan 18:45 UTC.

Rannsóknaraðilar á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) eru á leiðinni á slysstað en um borð voru þrír í áhöfn og kemur fram að enginn hafi komist lífs af. Þyrlur og björgunarbátar eru nú á slysstað í flóanum.

Þotan hvarf af ratsjá í um 50 kílómetra fjarlægð suðaustur af flugvellinum í Houston

Þotan, sem bar skráninguna N1217A, var 27 ára gömul og var hún afhent ný til Canadian Airlines International árið 1992 en hún hefur á sl. árum flogið fyrir China Southern, LAN og fleiri flugfélög.

Árið 2016 var flugvélinni breytt í fraktþotu fyrir Atlas Air og hefur hún flogið fyrir Prime Air frá því í apríl 2017.

Fram kemur að þotan hafi flogið seinast í gær frá Honolulu til Ontario í Kanada og því næst flaug hún næturflug frá Ontario til Miami áður en hún lagði af stað til Houston í dag.

Uppfært kl. 02:09

Jarðneskar leyfar þeirra þriggja sem voru um borð, sem var áhöfn flugvélarinnar, hafa fundist í Trinity-flóanum.

Ljósmynd af flugvélinni sem tekin var skömmu fyrir brottför frá flugvellinum í Miami

Atlas Air hefur gefið frá sér yfirlýsingu og staðfest slysið og er flugfélagið búið að setja sig í samband bæði við bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og rannsóknarnefnd samgönguslysa (NTSB).

Fram kemur að rannsóknarstarf gæti reynst erfiðlega þar sem flóinn er grunnur og mikið af aur og leðju í botninum en flóinn er hulinn braki og er mikið af varningi á floti sem var um borð í flugvélinni sem flýgur með vörur fyrir Amazon.com.

Björgunarlið og bátar á vettvangi við brak flugvélarinnar í dag í Trinity-flóanum  fréttir af handahófi

Uppsagnir á Keflavíkurflugvelli vegna samdráttar í flugi

28. maí 2019

|

Isavia hefur gripið til þess ráðs að segja upp starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli vegna samdráttar í millilandaflugi.

Nýr fjárfestir sýnir Alitalia áhuga

5. júlí 2019

|

Nýr aðili hefur sýnt ítalska flugfélaginu Alitalia áhuga og það á síðustu stundu rétt áður en tilboðsfrestur í félagið rennur út sem er ítalska fyrirtækið Toto Holdings.

Airbus vinnur að tækni sem gerir tvo flugmenn óþarfa

28. júní 2019

|

Airbus segir að verið sé að þróa tækni sem gæti leyst aðstoðarflugmanninn frá störfum í stjórnklefa á farþegaflugvélum framleiðandans í náinni framtíð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00