flugfréttir

Boeing 767 fraktþota fórst suður af Houston í kvöld

- Hvarf af ratsjá í aðflugi að George Bush International (IAH) eftir flug frá Miami

24. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 01:17

Boeing 767-300 frakþotan sem fórst (N1217A)

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 767-300ER frá flugfélaginu Atlas Air fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Texas í kvöld.

Þotan, sem flaug fyrir flugfélagið Prime Air, sem er í eigu netsölurisans Amazon, var í fraktflugi frá Miami til Houston og átti flugvélin að lenda á George Bush flugvellinum klukkan 12:53 að staðartíma eða klukkan 18:53 að íslenskum tíma.

Flugvélin hvarf af ratsjá þegar hún var í um 50 kílómetra fjarlægð suðaustur af Houston-flugvelli og kemur fram að hún hafi brotlent ofan í Trinity Bay flóann suður af borginni klukkan 18:45 UTC.

Rannsóknaraðilar á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) eru á leiðinni á slysstað en um borð voru þrír í áhöfn og kemur fram að enginn hafi komist lífs af. Þyrlur og björgunarbátar eru nú á slysstað í flóanum.

Þotan hvarf af ratsjá í um 50 kílómetra fjarlægð suðaustur af flugvellinum í Houston

Þotan, sem bar skráninguna N1217A, var 27 ára gömul og var hún afhent ný til Canadian Airlines International árið 1992 en hún hefur á sl. árum flogið fyrir China Southern, LAN og fleiri flugfélög.

Árið 2016 var flugvélinni breytt í fraktþotu fyrir Atlas Air og hefur hún flogið fyrir Prime Air frá því í apríl 2017.

Fram kemur að þotan hafi flogið seinast í gær frá Honolulu til Ontario í Kanada og því næst flaug hún næturflug frá Ontario til Miami áður en hún lagði af stað til Houston í dag.

Uppfært kl. 02:09

Jarðneskar leyfar þeirra þriggja sem voru um borð, sem var áhöfn flugvélarinnar, hafa fundist í Trinity-flóanum.

Ljósmynd af flugvélinni sem tekin var skömmu fyrir brottför frá flugvellinum í Miami

Atlas Air hefur gefið frá sér yfirlýsingu og staðfest slysið og er flugfélagið búið að setja sig í samband bæði við bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og rannsóknarnefnd samgönguslysa (NTSB).

Fram kemur að rannsóknarstarf gæti reynst erfiðlega þar sem flóinn er grunnur og mikið af aur og leðju í botninum en flóinn er hulinn braki og er mikið af varningi á floti sem var um borð í flugvélinni sem flýgur með vörur fyrir Amazon.com.

Björgunarlið og bátar á vettvangi við brak flugvélarinnar í dag í Trinity-flóanum  fréttir af handahófi

Framtíð Airbus nánast í húfi vegna COVID-19

28. apríl 2020

|

Airbus segir að framtíð flugvélarisans evrópska gæti verið í húfi vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft á starfsemi fyrirtæksins en þetta kemur fram í skilaboðum frá Guillaume

Búast við að met verði sett í fraktflugi í dag á Heathrow

21. apríl 2020

|

Met verður sett á Heathrow-flugvellinum í London er kemur að fjölda fraktflugferða um völlinn en gert er ráð fyrir að 70 fraktflugvélar muni lenda á Heathrow í dag.

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00