flugfréttir

Boeing 767 fraktþota fórst suður af Houston í kvöld

- Hvarf af ratsjá í aðflugi að George Bush International (IAH) eftir flug frá Miami

24. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 01:17

Boeing 767-300 frakþotan sem fórst (N1217A)

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 767-300ER frá flugfélaginu Atlas Air fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Texas í kvöld.

Þotan, sem flaug fyrir flugfélagið Prime Air, sem er í eigu netsölurisans Amazon, var í fraktflugi frá Miami til Houston og átti flugvélin að lenda á George Bush flugvellinum klukkan 12:53 að staðartíma eða klukkan 18:53 að íslenskum tíma.

Flugvélin hvarf af ratsjá þegar hún var í um 50 kílómetra fjarlægð suðaustur af Houston-flugvelli og kemur fram að hún hafi brotlent ofan í Trinity Bay flóann suður af borginni klukkan 18:45 UTC.

Rannsóknaraðilar á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) eru á leiðinni á slysstað en um borð voru þrír í áhöfn og kemur fram að enginn hafi komist lífs af. Þyrlur og björgunarbátar eru nú á slysstað í flóanum.

Þotan hvarf af ratsjá í um 50 kílómetra fjarlægð suðaustur af flugvellinum í Houston

Þotan, sem bar skráninguna N1217A, var 27 ára gömul og var hún afhent ný til Canadian Airlines International árið 1992 en hún hefur á sl. árum flogið fyrir China Southern, LAN og fleiri flugfélög.

Árið 2016 var flugvélinni breytt í fraktþotu fyrir Atlas Air og hefur hún flogið fyrir Prime Air frá því í apríl 2017.

Fram kemur að þotan hafi flogið seinast í gær frá Honolulu til Ontario í Kanada og því næst flaug hún næturflug frá Ontario til Miami áður en hún lagði af stað til Houston í dag.

Uppfært kl. 02:09

Jarðneskar leyfar þeirra þriggja sem voru um borð, sem var áhöfn flugvélarinnar, hafa fundist í Trinity-flóanum.

Ljósmynd af flugvélinni sem tekin var skömmu fyrir brottför frá flugvellinum í Miami

Atlas Air hefur gefið frá sér yfirlýsingu og staðfest slysið og er flugfélagið búið að setja sig í samband bæði við bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og rannsóknarnefnd samgönguslysa (NTSB).

Fram kemur að rannsóknarstarf gæti reynst erfiðlega þar sem flóinn er grunnur og mikið af aur og leðju í botninum en flóinn er hulinn braki og er mikið af varningi á floti sem var um borð í flugvélinni sem flýgur með vörur fyrir Amazon.com.

Björgunarlið og bátar á vettvangi við brak flugvélarinnar í dag í Trinity-flóanum  fréttir af handahófi

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

Misheppnaður vatnsbogi virkjaði neyðarrennibraut

10. apríl 2019

|

Bilun í búnaði á slökkviliðsbíl er kom að því að gera vatnsboga til heiðurs jómfrúarflugi á flugvellinum í Dubai í fyrra varð til þess að hleri á neyðarútgang á Airbus A320 þotu skaust inn í farþegar

Ætla að taka 737 MAX 10 og Dreamliner í stað 737 MAX 8

30. apríl 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia segist ætla að skipta út þeim Boeing 737 MAX 8 þotum, sem félagið hafði pantað, fyrir aðrar tegundir af farþegaþotum frá Boeing.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00