flugfréttir

Einkaþota lendir á flugbraut á meðan framkvæmdir standa yfir

- Flugmálayfirvöld í Paraguay bregðast við atviki sem náðist á myndband

4. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:33

Talið er að atvikið á myndbandinu hafi átt sér stað fyrir 4 til 5 árum síðan á flugvellinum í Asunción, höfuðborg Paraguay

Athyglisvert myndband hefur breiðst út eins og eldur í sinu um helgina á samfélagsmiðlum í Paraguay sem sýnir hvar flugvallarstarfsmenn við framkvæmdir á flugbraut þurfa að forða sér í burtu þegar Gulfstream einkaþota kemur skyndilega inn til lendingar.

Á myndbandinu má sjá hvar einkaþotan rétt sleppur við það að rekast á pallbíl á miðri flugbrautinni en starfsmennirnir voru að moka malbiki af pallinum vegna viðgerðar á slitlaginu þegar þotan birtist.

Í athugasemdum á Twitter er meðal annars giskað á að myndbandið sé falsað en einn netverji segir að atvikið hafi gerst fyrir um u.þ.b. 4 til 5 árum síðan á flugvelli í Paraguay.

Starfsmennirnir eru merktir „Dirección Nacional de Aeronáutica Civil“ sem stendur fyrir DINAC sem eru flugmálayfirvöldin í Paraguay og þá greinir fjölmiðillinn Gatechecked.com frá því að þetta sé á Silvio Pettirossi flugvellinum í höfuðborginni Asunción.

Skjáskot úr myndbandinu sem má sjá hér að neðan

Fimm starfsmenn eru að vinna að framkvæmdunum og heyra má hvar sá sjötti varar þá við því að það sé flugvél að koma inn til lendingar.

Edgar Melgarejo, yfirmaður yfir flugmálastjórninni í Paraguay, segir að atvikið verði rannsakað og í kjölfarið hafa flugmálayfirvöld í landinu sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að atvikið sé til skoðunar.

Bent er á að undir venjulegum kringumstæðum hefði einkaþotan ekki átt að lenda þar sem tilkynning um framkvæmdirnar hefði átt að komið fram í NOTAM sem eru upplýsingar fyrir flugmenn.

Þá kemur fram að flugmönnunum, sem flugu einkaþotunni, hafi verið gert viðvart en ekki er hægt að segja til um hvort að einhverjir eftirmálar verða gagnvart þeim.

Myndband:  fréttir af handahófi

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

Landor-þotan lendir í London

9. mars 2019

|

Júmbó-þota af gerðinni Boeing 747-400 frá British Airways lenti rétt fyrir klukkan 11 í morgun á Heathrow-flugvellinum sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að um var að ræða þotu sem v

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00