flugfréttir

Einkaþota lendir á flugbraut á meðan framkvæmdir standa yfir

- Flugmálayfirvöld í Paraguay bregðast við atviki sem náðist á myndband

4. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:33

Talið er að atvikið á myndbandinu hafi átt sér stað fyrir 4 til 5 árum síðan á flugvellinum í Asunción, höfuðborg Paraguay

Athyglisvert myndband hefur breiðst út eins og eldur í sinu um helgina á samfélagsmiðlum í Paraguay sem sýnir hvar flugvallarstarfsmenn við framkvæmdir á flugbraut þurfa að forða sér í burtu þegar Gulfstream einkaþota kemur skyndilega inn til lendingar.

Á myndbandinu má sjá hvar einkaþotan rétt sleppur við það að rekast á pallbíl á miðri flugbrautinni en starfsmennirnir voru að moka malbiki af pallinum vegna viðgerðar á slitlaginu þegar þotan birtist.

Í athugasemdum á Twitter er meðal annars giskað á að myndbandið sé falsað en einn netverji segir að atvikið hafi gerst fyrir um u.þ.b. 4 til 5 árum síðan á flugvelli í Paraguay.

Starfsmennirnir eru merktir „Dirección Nacional de Aeronáutica Civil“ sem stendur fyrir DINAC sem eru flugmálayfirvöldin í Paraguay og þá greinir fjölmiðillinn Gatechecked.com frá því að þetta sé á Silvio Pettirossi flugvellinum í höfuðborginni Asunción.

Skjáskot úr myndbandinu sem má sjá hér að neðan

Fimm starfsmenn eru að vinna að framkvæmdunum og heyra má hvar sá sjötti varar þá við því að það sé flugvél að koma inn til lendingar.

Edgar Melgarejo, yfirmaður yfir flugmálastjórninni í Paraguay, segir að atvikið verði rannsakað og í kjölfarið hafa flugmálayfirvöld í landinu sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að atvikið sé til skoðunar.

Bent er á að undir venjulegum kringumstæðum hefði einkaþotan ekki átt að lenda þar sem tilkynning um framkvæmdirnar hefði átt að komið fram í NOTAM sem eru upplýsingar fyrir flugmenn.

Þá kemur fram að flugmönnunum, sem flugu einkaþotunni, hafi verið gert viðvart en ekki er hægt að segja til um hvort að einhverjir eftirmálar verða gagnvart þeim.

Myndband:  fréttir af handahófi

Lufthansa íhugar stóra pöntun í Boeing 737 MAX

27. mars 2019

|

Þýska risaflugfélagið Lufthansa er að íhuga að leggja inn stóra pöntun í annaðhvort Boeing 737 MAX eða Airbus A320neo en félagið ætlar að nota þoturnar til að stækka flugflotann og skipta út eldri fl

FAA gefur Southwest leyfi fyrir flugi til Hawaii

1. mars 2019

|

Southwest Airlines hefur fengið leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) til þess að hefja áætlunarflug til Hawaii.

Airbus hefur misst pantanir í 103 þotur frá áramótum

8. mars 2019

|

Mikill fjöldi afpantana í nýjar þotur hjá Airbus hefur haft mikil áhrif á heildarfjölda þeirra flugvéla sem búið var að panta hjá framleiðandanum og hefur pöntunarlistinn því dregist saman þónokkuð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00