flugfréttir

Landor-þotan lendir í London

- Þriðja retró-flugvél British Airways lendir á Heathrow

9. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:28

Skjáskot af beinni útsendingu á Big Jet TV frá komu þotunnar í Landor-búningnum til Heathrow-flugvallarins

Júmbó-þota af gerðinni Boeing 747-400 frá British Airways lenti rétt fyrir klukkan 11 í morgun á Heathrow-flugvellinum sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að um var að ræða þotu sem var máluð í sérstökum „retró-litum“ sem kallast Landor.

Júmbó-þotan, sem máluð var í „Landor livery“, ber skráninguna G-BNLY og lenti hún á Heathrow kl. 10:45 að íslenskum tíma eftir stutt flug frá Dublin þar sem hún var sprautuð í þessum litum hjá fyrirtækinu IAC Paint Shop.

Landor-búningurinn einkenndi níunda og tíunda áratuginn hjá British Airways en litirnir voru hannaðir árið 1984 af markaðsfyrirtækinu Landor Associates sem stofnað var af Walter Landor árið 1941.

G-BNLY yfirgefur Dublin í morgun fyrir flug til London Heathrow

Landor-búningurinn réð ríkjum hjá British Airways í 13 ár eða frá árinu 1984 til 1997 sem spannaði að stórum hluta valdatíð Margaret Thatcher og síðustu ár kalda stríðsins.

Árið 1997 voru heimslitirnir kynntir til sögunnar, eða „World Tails“ þar sem hver flugvél í flota British Airways kom með sínu eigin stéli í þjóðlegum litum með mynstri frá ýmsum heimshornum en það útlit var ekki lengi í notkun því árið 2001 var allur flotinn málaður í núverandi litum sem nefnist Chatham Dockyard Union Jack.

Flugvélar British Airways í „Landor livery“ á Heathrow-flugvellinum árið 1993

G-BNLY er þriðja þota British Airways sem máluð hefur verið á skömmum tíma í retró-búning sem endurspeglar útlit flugflotans sl. áratugi en sú fyrsta sem var málið var júmbó-þota félagsins sem var sett í búning BOAC og þar á eftir var Airbus A319 þota félagsins máluð í litum BEA.

G-BNLY mun fljúga sitt fyrsta farþegaflug síðar í dag kl. 16:15 til Miami í Bandaríkjunum.

Myndir af G-BNLY í málningarskýlinu í Dublin í morgun  fréttir af handahófi

Samgönguráðuneyti ætlar að rannsaka vottun FAA á 737 MAX

19. mars 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna ætlar sér að hefja rannsókn á starfsemi bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) er kemur að vottunarferlinu sem fram fór á sínum tíma er Boeing 737 MAX þotan kom á markaði

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Þrisvar var drónum flogið nálægt Airbus A380 á Heathrow

23. janúar 2019

|

Þrisvar sinnum komu upp atvik á tveggja mánaðartímabili í fyrra þar sem dróna var flogið í veg fyrir Airbus A380 risaþotur í nágrenni við Heathrow-flugvöll.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00