flugfréttir

Flaug fjórum sinnum yfir Luton-flugvöll án leyfis á Cessnu

- Einkaflugmaður villtist af leið - Þarf að greiða 1.3 milljón í sektir

10. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:14

Atvikið átti sér stað í september í fyrra

Flugmaður í Bretlandi hefur verið sektaður fyrir að hafa flogið lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 nokkrum sinnum yfir Luton-flugvöllinn í Bretlandi án leyfis frá flugumferðarstjórum og það fjórum sinnum sama daginn.

Atvikið, sem átti sér stað þann 3. september í fyrra, varð til þess að loka þurfti fyrir brottfarir frá Luton-flugvelli og þá þurfti að vara áhafnir á fjórum farþegaþotum og einni einkaþotu sérstaklega við flugvélinni sem var á sveimi yfir vellinum.

Flugmaður Cessna 172 flugvélarinnar heitir Christopher Morrow og er 65 ára en hann hefur játað að hafa fjórum sinnum flogið í lágflugi yfir Luton-flugvöll og hefur hann verið dæmdur til þess að greiða 1,2 milljónir króna í sekt og einnig 118.000 króna bætur til breskra flugmálayfirvalda.

Í dómsmáli kemur fram að Morrow hafi flogið Cessna 172 flugvélinni frá Wellesbourne til Duxford og til baka með tvo farþega. Þótt að flugvélin hafi verið velútbúin GPS staðsetningartækjum þá kaus hann frekar að notast við hefðbundna leiðsöguaðferðir með flugkortum og sýnilegum kennileitum í sjónflugi.

Á einhverjum tímapunkti missti hann sjónar af þeim kennileitum og kemur fram að hann hafi óvart flogið inn í stjórnað loftrými Luton-flugvallar og það tvisvar á meðan hann var að reyna að komast að því hvar hann væri nákvæmlega staddur.

Morrow sagði við réttarhöld að hann hafi ekki vitað af því að hann hefði flogið beint inn í stjórnað loftrými og það yfir einn stærsta lágfargjaldaflugvöll Lundúna. Það sama gerðist síðar um daginn er hann flaug til baka frá Duxford.

Atvikið hafði mikil áhrif á starfsemi flugvallarins og voru flugumferðarstjórar undir miklu álagi þar sem þeir þurftu að leiðbeina flugvélum annað vegna atviksins og þrisvar sinnum þurfti að loka fyrir brottfarir í stuttan tíma en flugumferðarstjórarnir gátu ekki haft samband við Morrow þar sem hann var stilltur inn á aðra tíðni.

„Þetta sýnir enn og aftur hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér þegar flugmaður er illa undirbúinn fyrir flug sitt. Atvikið, sem Morrow varð valdur af, hafði áhrif á hundruðir farþega um borð“, segir Alison Slater, yfirmaður hjá breskum flugmálayfirvöldum.  fréttir af handahófi

Airbus staðfestir endalok A380

14. febrúar 2019

|

Airbus hefur staðfest að smíði risaþotunnar Airbus A380 mun líða undir lok og verður framleiðslu hennar hætt eftir tvö ár.

Turkmenistan Airlines bannað að fljúga til Evrópu

5. febrúar 2019

|

Turkmenistan Airlines hefur verið bannað að fljúga til Evrópu en evrópsk flugmálayfirvöld hafa bætt flugfélaginu við á bannlista yfir þau félög sem fá ekki að fljúga til Evrópu.

Nýtt flugfélag í Afríku pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

26. desember 2018

|

Nýtt flugfélag í Afríku, sem hefur enn ekki hafið starfsemi sína, hefur lagt inn til Boeing stærstu pöntun sem komið hefur á einu bretti frá Afríku í 100 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00