flugfréttir

Flaug fjórum sinnum yfir Luton-flugvöll án leyfis á Cessnu

- Einkaflugmaður villtist af leið - Þarf að greiða 1.3 milljón í sektir

10. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:14

Atvikið átti sér stað í september í fyrra

Flugmaður í Bretlandi hefur verið sektaður fyrir að hafa flogið lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 nokkrum sinnum yfir Luton-flugvöllinn í Bretlandi án leyfis frá flugumferðarstjórum og það fjórum sinnum sama daginn.

Atvikið, sem átti sér stað þann 3. september í fyrra, varð til þess að loka þurfti fyrir brottfarir frá Luton-flugvelli og þá þurfti að vara áhafnir á fjórum farþegaþotum og einni einkaþotu sérstaklega við flugvélinni sem var á sveimi yfir vellinum.

Flugmaður Cessna 172 flugvélarinnar heitir Christopher Morrow og er 65 ára en hann hefur játað að hafa fjórum sinnum flogið í lágflugi yfir Luton-flugvöll og hefur hann verið dæmdur til þess að greiða 1,2 milljónir króna í sekt og einnig 118.000 króna bætur til breskra flugmálayfirvalda.

Í dómsmáli kemur fram að Morrow hafi flogið Cessna 172 flugvélinni frá Wellesbourne til Duxford og til baka með tvo farþega. Þótt að flugvélin hafi verið velútbúin GPS staðsetningartækjum þá kaus hann frekar að notast við hefðbundna leiðsöguaðferðir með flugkortum og sýnilegum kennileitum í sjónflugi.

Á einhverjum tímapunkti missti hann sjónar af þeim kennileitum og kemur fram að hann hafi óvart flogið inn í stjórnað loftrými Luton-flugvallar og það tvisvar á meðan hann var að reyna að komast að því hvar hann væri nákvæmlega staddur.

Morrow sagði við réttarhöld að hann hafi ekki vitað af því að hann hefði flogið beint inn í stjórnað loftrými og það yfir einn stærsta lágfargjaldaflugvöll Lundúna. Það sama gerðist síðar um daginn er hann flaug til baka frá Duxford.

Atvikið hafði mikil áhrif á starfsemi flugvallarins og voru flugumferðarstjórar undir miklu álagi þar sem þeir þurftu að leiðbeina flugvélum annað vegna atviksins og þrisvar sinnum þurfti að loka fyrir brottfarir í stuttan tíma en flugumferðarstjórarnir gátu ekki haft samband við Morrow þar sem hann var stilltur inn á aðra tíðni.

„Þetta sýnir enn og aftur hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér þegar flugmaður er illa undirbúinn fyrir flug sitt. Atvikið, sem Morrow varð valdur af, hafði áhrif á hundruðir farþega um borð“, segir Alison Slater, yfirmaður hjá breskum flugmálayfirvöldum.  fréttir af handahófi

Rolls-Royce hættir við tillögu um hreyfil fyrir Boeing 797

1. mars 2019

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce hefur ákveðið að draga sig til hlés varðandi tillögu að nýjum hreyfli fyrir Boeing 797 sem sagt er að Boeing muni kynna formlega til leiks á flugsýningunni í París í

FAA varar við því að fljúga í gegnum lofthelgi Venesúela

23. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

Etihad tilbúið í að endurfjárfesta í Jet Airways

10. maí 2019

|

Etihad Airways hefur gefið í skyn að félagið sé reiðubúið í að fjárfesta enn frekar í indverska flugfélaginu Jet Airways og setja ferskt rekstrarfé inn í rekstur félagins en Jet Airways hætti öllu áæ

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00