flugfréttir

Von á að farið verði fram á breytingar á sjálfvirku kerfi á Boeing 737 MAX

FAA segir að Boeing 737 MAX sé örygg flugvél og ekki von á kyrrsetningu

11. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 23:10

Boeing 737 MAX 8 tilraunarþota Boeing

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í gær þegar Boeing 737 MAX þota frá Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa.

Í nýuppfærðri tilkynningu sem var birt í kvöld segir m.a að á næstunni verði farið fram á að uppfærsla verði gerð á hugbúnaði á öllum Boeing 737 MAX þotum en FAA segist ekki sjá ástæðu þess að flugrekendur þurfi að kyrrsetja þær Boeing 737 MAX þotur sem þeir hafa í flota sínum enn sem komið er.

Samkvæmt nýjum fréttum í fjölmiðlum vestanhafs kemur fram að FAA á von á því að gerðar verði breytingar á hönnun á sjálfvirku kerfi á vélunum auk breytinga á viðvörunarmerkjum um borð án þess að umrætt kerfi sé tilgreint sérstaklega.

Vænta má að um sé að ræða MCAS kerfi sem sér um að bregðast við óeðlilegu áfallshorni og ofrisi út frá boðum sem koma frá skynjurum framan á skrokki vélarinnar.

Þá kemur fram að Boeing muni einnig uppfæra þjálfunarefni og handbækur í samræmi við þær breytingar sem gerðar verða.

Munu grípa til aðgerða um leið og ástæða þykir

FAA segist fylgjast náið með gangi mála í kjölfar slyssins í gær og sé stöðugt verið að skoða framgang rannsóknarinnar og þá er fylgst með frammistöðu Boeing 737 MAX véla í flota annarra flugfélaga sem eru á flugi í dag. - „Ef við komum auga á einhver atriði sem varðar öryggi vélanna þá mun FAA grípa til viðeigandi aðgerða og láta flugrekendur vita“, segir í yfirlýsingu.

Fram kemur að teymi sérfræðinga á vegum FAA sé komið á slysstaðinn í Eþíópíu ásamt rannsóknaraðilum frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) og sé verið að afla gagna á vettvangi.

Mörg flugfélög í Kína og víðar í Asíu hafa kyrrsett Boeing 737 MAX þotuna af ótta við að einhver tengsl séu á milli flugslyssins í gær og flugslyssins í október er þota sömu gerðar hjá indónesíska flugfélaginu Lion air fórst einnig skömmu eftir flugtak frá Jakarta.

Ekkert bandarískt flugfélag hefur ákveði að kyrrsetja sínar Boeing 737 MAX þotur en þau flugfélag vestanhafs sem hafa þotuna í flota sínum eru Southwest Airlines, American Airlines og United Airlines en einhverjar áhafnir hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi að starfa um borð í vélunum.

„Það eru einhverjar flugfreyjur og flugþjónar sem hafa lýst því yfir að þau séu smeik við að starfa um borð í 737 MAX vélunum“, segir Lori Bassani, yfirmaður hjá félagi flugfreyja hjá American Airlines en enn hefur engin í áhöfninni neitað að mæta í flug.

Um 100 Boeing 737 MAX þotur hafa verið kyrrsettar eftir slysið í gær sem nemur um þriðjungs allra þeirra þotna sem hafa verið smíðaðar af þessari gerð en Boeing gerir ráð fyrir að afhenda um 558 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar á næstu 12 mánuðum.  fréttir af handahófi

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Auglýsir eftir skrúfu af Pitts sem losnaði af í 7.500 fetum

30. apríl 2019

|

Flugmaður einn í Bandaríkjunum lenti í þeim óskemmtilega atviki sl. laugardag að loftskrúfan losnaði af mótor á listflugvél sem hann flaug er hann var á flugi rétt norður af Los Angeles.

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00