flugfréttir

Von á að farið verði fram á breytingar á sjálfvirku kerfi á Boeing 737 MAX

FAA segir að Boeing 737 MAX sé örygg flugvél og ekki von á kyrrsetningu

11. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 23:10

Boeing 737 MAX 8 tilraunarþota Boeing

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í gær þegar Boeing 737 MAX þota frá Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa.

Í nýuppfærðri tilkynningu sem var birt í kvöld segir m.a að á næstunni verði farið fram á að uppfærsla verði gerð á hugbúnaði á öllum Boeing 737 MAX þotum en FAA segist ekki sjá ástæðu þess að flugrekendur þurfi að kyrrsetja þær Boeing 737 MAX þotur sem þeir hafa í flota sínum enn sem komið er.

Samkvæmt nýjum fréttum í fjölmiðlum vestanhafs kemur fram að FAA á von á því að gerðar verði breytingar á hönnun á sjálfvirku kerfi á vélunum auk breytinga á viðvörunarmerkjum um borð án þess að umrætt kerfi sé tilgreint sérstaklega.

Vænta má að um sé að ræða MCAS kerfi sem sér um að bregðast við óeðlilegu áfallshorni og ofrisi út frá boðum sem koma frá skynjurum framan á skrokki vélarinnar.

Þá kemur fram að Boeing muni einnig uppfæra þjálfunarefni og handbækur í samræmi við þær breytingar sem gerðar verða.

Munu grípa til aðgerða um leið og ástæða þykir

FAA segist fylgjast náið með gangi mála í kjölfar slyssins í gær og sé stöðugt verið að skoða framgang rannsóknarinnar og þá er fylgst með frammistöðu Boeing 737 MAX véla í flota annarra flugfélaga sem eru á flugi í dag. - „Ef við komum auga á einhver atriði sem varðar öryggi vélanna þá mun FAA grípa til viðeigandi aðgerða og láta flugrekendur vita“, segir í yfirlýsingu.

Fram kemur að teymi sérfræðinga á vegum FAA sé komið á slysstaðinn í Eþíópíu ásamt rannsóknaraðilum frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) og sé verið að afla gagna á vettvangi.

Mörg flugfélög í Kína og víðar í Asíu hafa kyrrsett Boeing 737 MAX þotuna af ótta við að einhver tengsl séu á milli flugslyssins í gær og flugslyssins í október er þota sömu gerðar hjá indónesíska flugfélaginu Lion air fórst einnig skömmu eftir flugtak frá Jakarta.

Ekkert bandarískt flugfélag hefur ákveði að kyrrsetja sínar Boeing 737 MAX þotur en þau flugfélag vestanhafs sem hafa þotuna í flota sínum eru Southwest Airlines, American Airlines og United Airlines en einhverjar áhafnir hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi að starfa um borð í vélunum.

„Það eru einhverjar flugfreyjur og flugþjónar sem hafa lýst því yfir að þau séu smeik við að starfa um borð í 737 MAX vélunum“, segir Lori Bassani, yfirmaður hjá félagi flugfreyja hjá American Airlines en enn hefur engin í áhöfninni neitað að mæta í flug.

Um 100 Boeing 737 MAX þotur hafa verið kyrrsettar eftir slysið í gær sem nemur um þriðjungs allra þeirra þotna sem hafa verið smíðaðar af þessari gerð en Boeing gerir ráð fyrir að afhenda um 558 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar á næstu 12 mánuðum.  fréttir af handahófi

Spáð 8 prósent færri farþegum um Keflavíkurflugvöll í ár

30. janúar 2019

|

Í gær var kynnt ný farþegaspá um fjölda farþega sem fer um Keflavíkurflugvöll árið 2019 á morgunfundi Isavia á Hilton Reykjavík Nordica.

Delta hvetur Boeing til þess að koma með 797 á markað

5. mars 2019

|

Ed Bastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines, hvetur Boeing til þess að ýta úr vör nýju farþegaþotunni, Boeing 797, sem framleiðandinn stefnir á að koma með á markað árið 2025.

Rolls-Royce hættir við tillögu um hreyfil fyrir Boeing 797

1. mars 2019

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce hefur ákveðið að draga sig til hlés varðandi tillögu að nýjum hreyfli fyrir Boeing 797 sem sagt er að Boeing muni kynna formlega til leiks á flugsýningunni í París í

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00