flugfréttir

Færri en 20 Boeing 737 MAX þotur á flugi

- Eftir kl. 22:33 verður ekki mikið af Boeing 737 MAX sjáanlegar í bili

13. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:54

Nokkrar Boeing 737 MAX þotur að klára flug frá Karíbahafinu til Bandaríkjanna í kvöld

Aðeins voru 23 flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX í loftinu í öllum heiminum í kvöld kl. 20:34 samkvæmt Flightradar24.com en kl. 20:50 hafði þeim fækkað niður í 18 þotur.

Allar þoturnar voru á flugi í Norður-Ameríku, 17 af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og sex af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Fjórar þotur eru á vegum American Airlines, 8 á vegum Southwest Airlines, þrjár frá Air Canada, tvær frá flugfélaginu WestJet, átta frá United Airlines og ein Boeing 737 MAX frá Copa Airlines.

Allar þoturnar eru að ljúka sínu síðasta áætlunarflugi í bili og verða þær kyrrsettar líkt og allar aðrar Boeing 737 MAX þotur í heiminum í kjölfar flugslyss Ethiopian Airlines.

Allt bendir til þess að síðasta Boeing 737 MAX flugið í háloftunum í bili sé flug Southwest Airlines, flug WN2569, frá Oakland í Kaliforníu til Newark-flugvallarins í New Jersey en kl. 20:28 var hún stödd yfir Kansas og á eftir 2 klukkustundir af fluginu.

Skjáskot af Flightradar24.com um 20:30 í kvöld með síu sem stillt var á Boeing 737 MAX 8

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að búið væri að fyrirskipa kyrrsetningu á öllum Boeing 737 MAX þotum í flota bandarískra flugfélaga og myndu þær klára síðustu áætlunarflugin áður en þær verða kyrrsettar.

Áætlað er að flug WN2569 muni lenda í Newark klukkan 22:33 í kvöld að íslenskum tíma en eftir það má ekki búast við að sjá mikið af Boeing 737 MAX þotum á Flightradar.

Síðustu Boeing 737 MAX flugin eru:

Boeing 737 MAX 8

American Airlines / Port of spain - Miami
American Airlines / St. Thomas - Miami
American Airlines / Bridgetown - Miami
Air Canada / West Palm Beach - Toronto
Southwest / Phoenix - Philadelphia
Air Canada / West Palm Beach - Toronto
Southwest / Las Vegas - Chicago
Southwest / Oakland - Newark
Southwest / Milwaukee - Phoenix
WestJet / Winnipeg - Kelowna
WestJet / Vancouver - Kelowna
Air Canada / Palm Springs - Vancouver

Boeing 737 MAX 9

Copa Airlines / Miami - Panama City
United Airlines / San Salvador - Houston
United Airlines / Houston - San Francisco
United Airlines / Houston - Los Angeles
United Airlines / Houston - San Francisco
United Airlines / Houston - Los Angeles
United Airlines / Los Angeles - Kailua Kona (Hawaii)
United Airlines / Los Angeles - Kahului  fréttir af handahófi

JetBlue stefnir á að hefja flug til Evrópu í sumar

4. mars 2019

|

Margt bendir til þess að jetBlue ætli sér að hefja flug yfir Atlantshafið til Evrópu og er sagt að flugfélagið bandaríska reyni nú með öllum ráðum að tryggja sér afgreiðslu- og lendingarpláss í Londo

Sukhoi gæti misst eina evrópska viðskiptavininn

28. desember 2018

|

Svo gæti farið að rússneski flugvélaframleiðandinn Sukhoi muni missa eina evrópska viðskiptavininn sem fyrirtækið hefur sem er írska flugfélagið Cityjet.

Nýtt flugfélag í Afríku pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

26. desember 2018

|

Nýtt flugfélag í Afríku, sem hefur enn ekki hafið starfsemi sína, hefur lagt inn til Boeing stærstu pöntun sem komið hefur á einu bretti frá Afríku í 100 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00