flugfréttir

Flugritarnir sendir til Frakklands

- Kyrrsetningin á Boeing 737 MAX gæti varið í mánuði

14. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:24

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi mun fá flugritana úr Boeing 737 MAX þotu Ethiopian Airlines í dag

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur verið valin til þess að taka að sér rannsókn á gögnum úr flugritum Boeing 737 MAX þotu Ethiopian Airlines sem fórst skömmu eftir flugtak þann 10. mars sl. og er verið að senda svörtu kassa þotunnar til Frakklands.

Franska rannsóknarnefndin lýsti því yfir í morgun að nefndin hefði orðið fyrir valinu til þess að sækja gögnin úr flugritunum og fara yfir niðurstöðurnar úr þeim og segir talsmaður nefndarinnar að sérfræðingar eiga von á því að svörtu kassarnir munu koma í þeirra hendur í dag.

Bæði hljóðriti þotunnar og flugritinn fundust skömmu eftir slysið þann 10. mars en upphaflega stóð til að senda svörtu kassana til Þýskalands en rannsóknarnefnd flugslysa í Þýskalandi segir að það sé ekki lengur í myndinni þar sem Þjóðverjar hafa ekki þann búnað sem til þarf til að ná gögnum úr flugritum Boeing 737 MAX.

Fjölmargir fjölmiðlar höfðu greint frá því í gær og í fyrradag að til stæði að senda flugritana í greiningu í landi innan Evrópu en ekki til Bandaríkjanna og hafa sumir greint frá því að ástæðan fyrir því sé vegna tengsla Bandaríkjanna við Boeing sem framleiðir Boeing 737 MAX þoturnar.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segir að það sé ekki ljóst hversu lengi kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvélanna mun standa yfir. Þótt að vonast sé til þess að flugvélarnar geti hafið sig til flugs eins fljótt og mögulegt er þá gæti verið einhverjir mánuðir í að þota af þessari gerð fljúgi á nýju í áætlunarflugi.

FAA hefur viðurkennt að mögulega sé galli í hugbúnaði sem þarf að laga og uppfæra en það gæti tekið „mánuði“ að ljúka við uppfærslu á næstum því 400 eintökum af Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 þotum víðsvegar um heim.  fréttir af handahófi

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Lion Air hættir leitinni að hljóðritanum

3. janúar 2019

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur hætt leitinni að hljóðrita Boeing 737 MAX þotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá Jakarta þann 29. október sl.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00