flugfréttir

Slæm staða fyrir Boeing ef tengsl eru á milli slysanna tveggja

- Boeing hefur staðið af sér sambærileg mál og náð að rétta úr kútnum

14. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:12

Fitch Ratings telur að ef það finnast einhver tengsl milli slysanna, sem verður rakið til galla í vélunum, að þá búumst við því að staðan versni tölvuvert

Alþjóða matsfyrirtækið Fitch Ratings segir að möguleg tengls milli flugslysanna tveggja í Eþíópíu í vikunni og flugslyssins hjá Lion Air í Indónesíu í fyrra gætu haft margvísleg áhrif á Boeing 737 MAX, bæði gagnvart Boeing, þeim fyrirtækjum sem framleiða íhluti í flugvélina auk afleiðinga á lánshæfismats gagnvar flugfélögum.

Fitch segir að einhverjar vísbendingar séu komnar fram sem benda til þess að það sé margt líkt með flugslysunum tveimur en eins og staðan er núna þá munu fyrstu áhrifin gæta er varðar hversu lengi Boeing 737 MAX flugvélarnar verða kyrrsettar.

„Ef það finnast einhver tengsl milli slysanna sem verður rakið til galla í vélunum þá búumst við því að staðan versni tölvuvert og í kjölfarið verða þoturnar kyrrsettar í þónokkurn tíma til viðbótar sem hefur áhrif á afhendingar“, segir í tilkynningu frá Fitch Ratings.

Matsfyrirtækið segir að eftirmálarnir muni ekki hafa tiltölulega mikil fjárhagsleg áhrif á Boeing þar sem fyrirtækið stendur mjög vel að vígi með sterka lausafjársstöðu en álit almennings á þotunum er svo annar handleggur sem gæti haft áhrif á starfsemi flugfélaga sem gætu þá farið fram á skaðabætur gagnvart framleiðandanum vegna þessa.

Boeing 737 MAX þotan

„Lagaleg ábyrgð vegna flugslysanna og skaðabótaréttur flugfélaganna, sem þurfa mögulega að taka aðrar flugvélar á leigu á meðan, er eitthvað sem þarf að fylgjast með en tjón vegna orðspors Boeing gæti haft meiri áhrif á framleiðandann“, kemur fram en Fitch Ratings segir að Boeing hafi náð að standa af sér sambærileg mál í kjölfar flugslysa og náð svo að rétta úr kútnum aftur með tímanum.

Fram kemur að mikil vinna sé framundan við að breyta hönnun Boeing 737 MAX flugvélanna ef farið verður fram á það og gæti Boeing þurft að færa til starfsmenn úr ýmsum deildum sem vinna nú að þróun og framleiðslu á öðrum sviðum.

Svo gæti farið að kalla þurfi til þá starfsmenn sem vinna að nýju farþegaþotunni, Boeing 797, og nýju Boeing 777X þotunni en frumsýningu hennar hefur verið slegið á frest í kjölfar slyssins.  fréttir af handahófi

Aer Lingus hættir við A350

8. apríl 2019

|

Írska flugfélagið Aer Lingus hefur komist að þeirri niðurstöðu að Airbus A350 þotan sé of stór fyrir flugfélagið og hefur verið tekin sú ákvörðun að taka ekki við þeim þotum sem pantaðar voru fyrir f

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

Flugfélagið Insel Air gjaldþrota

26. febrúar 2019

|

Karabíska flugfélagið Insel Air hefur lýst yfir gjaldþroti en flugfélagið hafði höfuðstöðvar sínar í borginni Willemstad á eyjunni Curacao.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00