flugfréttir

Slæm staða fyrir Boeing ef tengsl eru á milli slysanna tveggja

- Boeing hefur staðið af sér sambærileg mál og náð að rétta úr kútnum

14. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:12

Fitch Ratings telur að ef það finnast einhver tengsl milli slysanna, sem verður rakið til galla í vélunum, að þá búumst við því að staðan versni tölvuvert

Alþjóða matsfyrirtækið Fitch Ratings segir að möguleg tengls milli flugslysanna tveggja í Eþíópíu í vikunni og flugslyssins hjá Lion Air í Indónesíu í fyrra gætu haft margvísleg áhrif á Boeing 737 MAX, bæði gagnvart Boeing, þeim fyrirtækjum sem framleiða íhluti í flugvélina auk afleiðinga á lánshæfismats gagnvar flugfélögum.

Fitch segir að einhverjar vísbendingar séu komnar fram sem benda til þess að það sé margt líkt með flugslysunum tveimur en eins og staðan er núna þá munu fyrstu áhrifin gæta er varðar hversu lengi Boeing 737 MAX flugvélarnar verða kyrrsettar.

„Ef það finnast einhver tengsl milli slysanna sem verður rakið til galla í vélunum þá búumst við því að staðan versni tölvuvert og í kjölfarið verða þoturnar kyrrsettar í þónokkurn tíma til viðbótar sem hefur áhrif á afhendingar“, segir í tilkynningu frá Fitch Ratings.

Matsfyrirtækið segir að eftirmálarnir muni ekki hafa tiltölulega mikil fjárhagsleg áhrif á Boeing þar sem fyrirtækið stendur mjög vel að vígi með sterka lausafjársstöðu en álit almennings á þotunum er svo annar handleggur sem gæti haft áhrif á starfsemi flugfélaga sem gætu þá farið fram á skaðabætur gagnvart framleiðandanum vegna þessa.

Boeing 737 MAX þotan

„Lagaleg ábyrgð vegna flugslysanna og skaðabótaréttur flugfélaganna, sem þurfa mögulega að taka aðrar flugvélar á leigu á meðan, er eitthvað sem þarf að fylgjast með en tjón vegna orðspors Boeing gæti haft meiri áhrif á framleiðandann“, kemur fram en Fitch Ratings segir að Boeing hafi náð að standa af sér sambærileg mál í kjölfar flugslysa og náð svo að rétta úr kútnum aftur með tímanum.

Fram kemur að mikil vinna sé framundan við að breyta hönnun Boeing 737 MAX flugvélanna ef farið verður fram á það og gæti Boeing þurft að færa til starfsmenn úr ýmsum deildum sem vinna nú að þróun og framleiðslu á öðrum sviðum.

Svo gæti farið að kalla þurfi til þá starfsmenn sem vinna að nýju farþegaþotunni, Boeing 797, og nýju Boeing 777X þotunni en frumsýningu hennar hefur verið slegið á frest í kjölfar slyssins.  fréttir af handahófi

Brotlenti á götu í miðborg Lima

6. febrúar 2019

|

Engan sakaði er lítil, eins hreyfils flugvél brotlenti á verslunargötu í miðborg Lima, höfuðborg Perú, sl. mánudag.

Leyfði flugmanni sem hafði ekki réttindi á þotu að taka flugtakið

26. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa lýst því yfir að óhæfur flugmaður, sem hafði ekki réttindi á þotu, hafi setið í sæti aðstoðarflugmannsins á Embraer ERJ-190 þotu flugfélagsins AeroMexico og verið við s

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00