flugfréttir

Uppfærslan tilbúin: Þetta er breytingarnar á MCAS-kerfinu

- „Boeing 737 MAX er tilbúin til að fara aftur í loftið og er örugg flugvél“

29. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

Boeing segir að uppfærslan á MCAS-kerfinu sé tilbúin fyrir flugfélög

Boeing hefur formlega kynnt nýju uppfærsluna á MCAS-kerfinu á Boeing 737 MAX þotunni fyrir fjölmiðlum og flugmönnum við kynningarathöfn sem fram fór í verksmiðjunum í Renton í Washington-fylki sl. miðvikudag.

Boeing ítrekað að Boeing 737 MAX sé örugg flugvél og útskýrðu yfirmenn og verkfræðingar þær lagfæringar og uppfærslur sem gerðar voru á MCAS-kerfinu. Yfirmenn framleiðandans vildi ekki fara út í þá sálma að ræða atriði sem snerta flugslysin tvö í Indónesíu og Eþíópíu og vildi eingöngu ræða og kynna nýju uppfærsluna á kerfinu.

MCAS-kerfið tengist hæðarstýri vélarinnar sem er hönnun sem innleidd var upphaflega er breyting var gerð stélfleti á Boeing 737NG út frá fyrstu Boeing 737 Classic þotunni en MCAS-kerfið var þróað við hönnunina á Boeing 737 MAX.

MCAS-kerfinu var komið fyrir til að leiðrétta loftflæðilegar breytingar sem urðu á Boeing 737 MAX þotunni þar sem hreyflar hennar eru bæði þyngri og staðsettir framar á vængnum samanborið við Boeing 737NG sem hefur áhrif á massamiðju vélarinnar og er ætlað að forða flugvélinni frá ofrisi við aukið áfallshorn en áfallshorn eykst á öllum flugvélum til að mynda í flugtaki.

Útskýring á því hvernig MCAS-kerfið virkar. Um er að ræða upprunalegt kerfi

MCAS-kerfið fer í gang þegar sjálfstýring vélarinnar er ekki virk og flapar eru uppi og reiðir MCAS-kerfið sig á upplýsingar sem koma frá áfallshornsskynjurum. Ef skynjararnir greina að nef vélarinnar sé farið að vísa óeðlilega mikið upp á við þá senda þeir boð til MCAS-kerfisins um að leiðrétta með því að ýta hæðarstýrinu niður sem dregur úr halla vélarinnar um þverásinn.

Tveir AoA-skynjarar og tölva fylgist með misræmi milli þeirra

Nýja uppfærslan á MCAS-kerfinu mun reiða sig á upplýsingar frá tveimur áfallshornsskynjurum og mun tölva fylgjast með ef meira en 5,5° misræmi verður á áfallshorninu („angle of attack“) á upplýsingum frá sitthvorum skynjurunum en ef svo er þá mun MCAS-kerfið aftengja sig sjálfkrafa.

Þá mun kerfið með nýju uppfærslunni ekki kveikja á sér ítrekað aftur og aftur og mun kerfið sjá til þess að flugmenn geti sjálfir brugðist við með því að grípa inn í.

Tekur um eina klukkstund að koma uppfærslunni fyrir í hverja þotu

Þá hefur Boeing þróað uppfærslu með „AoA-disagree“ viðvörunarljósi í „Primary Flight Display“ skjánum (PFD) fyrir þá viðskiptavini sem kjósa þá viðbót án endurgjalds.

Michel Merluzeau, yfirmaður hjá flugmarkaðs- og ráðgjafarfyrirtækinu AIR, segist vera mjög ánægður með það sem Boeing hafði að segja um nýju uppfærsluna á kynningarfundinum og telur að þeir hafi náð að koma með mjög góða lausn á málinu.

Stjórnklefinn á Boeing 737 MAX

Boeing hefur einnig lokið við að þróa þjálfunarverkefni sem flugmenn á Boeing 737 MAX munu þurfa að kynna sér varðandi uppfærsluna áður en þeir snúa aftur í stjórnklefann.

Boeing segir að það muni taka um einn dag að koma nýju uppfærslunni til hvers flugfélags og mun það taka flugvirkja hjá flugfélögum um eina klukkustund að uppfæra kerfið í hverja flugvél.

Þróunin á uppfærslunni hófst strax í kjölfar Lion Air slyssins

„Þróunin á uppfærslunni hófst strax í kjölfar fyrra slyssins hjá Lion Air þann 29. október. Við þróuðum kerfið fyrst, breyttum því, prófuðum það, gerðum aftur breytingar og bættum það enn frekar og framkvæmdum aðrar prófanir. Þessvegna hefur þetta tekið svona langan tíma“, segir starfsmaður hjá Boeing sem vill ekki koma fram undir nafni. - „Við vildum ekki flýta okkur of mikið þar sem það er ekki rétta leiðin þegar kemur að svona hlutum“.

Næsta verkefni sem Boeing stendur frammi fyrir er að vinna traust viðskiptavina á ný og fá vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) fyrir uppfærslunni en flugmálayfirvöld meðal margra landa ætla hinsvegar að framkvæma sína eigin úttekt áður en vottun verður gefin út og er ekki vitað hvað það mun taka langan tíma.

Gert er ráð fyrir að Boeing 737 MAX muni hefja sig á loft að nýju um leið og flugmálayfirvöld hjá hverju landi fyrir sig gefa út nýja vottun en Boeing segir að tæknilega séð sé MAX-þotan tilbúin til að hefja sig á loft að nýju.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga