flugfréttir

Öryggisleiðbeiningar í sætisvasa ruglaði farþega í ríminu

- Höfðu áhyggjur af því að þær væru að fljúga með Boeing 737 MAX

8. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:38

Southwest Airlines hefur beðið farþega sína afsökunar á því að öryggisleiðbeiningarnar hafi ruglað þá í rýminu

Einhverjir farþegar, sem voru að fljúga með Southwest Airlines um helgina, lýstu yfir áhyggjum sínum þar sem þeir héldu að þeir væru að fara að fljúga með Boeing 737 MAX þar sem spjöldin með öryggisleiðbeiningum um borð í sætisvösum voru merkt „Boeing 737 MAX“.

Farþegarnir voru hinsvegar að fljúga með Boeing 737-800 þotum og þurfti Southwest Airlines að senda frá sér tilkynningu þar sem fram kom að félagið notaði sömu spjöld fyrir öryggisatriði um borð í Boeing 737 MAX og Boeing 737-800.

Einn farþegi skrifaði ummæli á samfélagssíðu Southwest og spurði hvort að Boeing 737 MAX þotur félagsins væru ekki kyrrsettar eins og aðrar þotur sömu gerðar í heiminum.

Mynd af Twitter

Southwest svaraði farþegunum: „Þú varst ekki að fljúga með Boeing 737 MAX 8 þotu. Þú varst í Boeing 737-800“.

Southwest segir að spjöldin séu notuð fyrir fleiri en eina tegund af Boeing 737 og séu þær tegundir tilgreindar á spjaldinu en flugfélagið bandaríska hefur einungis Boeing 737 þotur í flotanum af gerðinni 737-800, 737-700 auk Boeing 737 MAX.

Fjarlægðu spjöldin og settu ný eingöngu fyrir Boeing 737-800

Flugfélagið tók þá ákvörðun að fjarlægja spjöldin og koma fyrir leiðbeiningum sem eru aðeins merktar Boeing 737-800 en ekki kemur fram hvort félagið þurfi að prenta spjöld fyrir allar vélarnar.

Ef svo er þá hefur félagið 207 Boeing 737-800 þotur í flotanum sem taka 175 farþegar og þyrfti þá að prenta 36.335 spjöld.

Southwest Airlines biður farþega sína afsökunar ef þetta hefur valdið einhverjum ruglingi en Southwest er ekki eina flugfélagið sem hefur valdið ruglingi með sameiginlegum leiðbeiningum fyrir Boeing 737 MAX og Boeing 737-800.

Að minnsta kosti einn farþegi, sem flaug með 737-800 þotu Norwegian, hafði einnig samband við flugfélagið vegna svipaðra efasemda þar sem Norwegian hafði einnig sömu spjöld með öryggisleiðbeningum fyrir 737 MAX og 737-800.  fréttir af handahófi

Fór út af braut í flugtaki í Nepal

14. apríl 2019

|

Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir flugslys í Nepal eftir að lítil farþegaflugvél af gerðinni Let L-410 Turboprop fór út af flugbraut í flugtaki frá flugvellinum í Lukla og hafnaði á kyrrstæðri þ

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

Verða fyrstir til að fljúga yfir Atlantshafið með A321LR

9. febrúar 2019

|

Aer Lingus ætlar að verða fyrsta flugfélagið til að hefja flug yfir Atlantshafið með Airbus A321LR þotunni en félagið stefnir á að hefja flug til Hartford í Connecticut í Bandaríkjunum í júlí í sumar

  Nýjustu flugfréttirnar

United Airlines kynnir nýtt útlit

24. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines kynnti í dag nýtt útlit og var fyrsta flugvélin, sem máluð hefur verið í nýjum búningi, frumsýnd við hátíðlega athöfn á flugvellinum í Chicago.

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Tveir flugmenn hjá Cathay Pacific hlutu sjóntruflanir í flugi

24. apríl 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong rannsaka nú tvö atvik sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þar sem tveir flugmenn hjá Cathay Pacific, í sitthvoru fluginu, hlutu sjóntruflanir í miðju flugi með mánaðar mil

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

23. apríl 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með

Icelandair til Bergen tímabundið með Bombardier Q400

22. apríl 2019

|

Icelandair mun nota Bombardier Dash 8 Q400 flugvél fyrir áætlunarflug til Bergen Í Noregi tímabundið í næsta mánuði.

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00