flugfréttir

Öryggisleiðbeiningar í sætisvasa ruglaði farþega í ríminu

- Höfðu áhyggjur af því að þær væru að fljúga með Boeing 737 MAX

8. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:38

Southwest Airlines hefur beðið farþega sína afsökunar á því að öryggisleiðbeiningarnar hafi ruglað þá í rýminu

Einhverjir farþegar, sem voru að fljúga með Southwest Airlines um helgina, lýstu yfir áhyggjum sínum þar sem þeir héldu að þeir væru að fara að fljúga með Boeing 737 MAX þar sem spjöldin með öryggisleiðbeiningum um borð í sætisvösum voru merkt „Boeing 737 MAX“.

Farþegarnir voru hinsvegar að fljúga með Boeing 737-800 þotum og þurfti Southwest Airlines að senda frá sér tilkynningu þar sem fram kom að félagið notaði sömu spjöld fyrir öryggisatriði um borð í Boeing 737 MAX og Boeing 737-800.

Einn farþegi skrifaði ummæli á samfélagssíðu Southwest og spurði hvort að Boeing 737 MAX þotur félagsins væru ekki kyrrsettar eins og aðrar þotur sömu gerðar í heiminum.

Mynd af Twitter

Southwest svaraði farþegunum: „Þú varst ekki að fljúga með Boeing 737 MAX 8 þotu. Þú varst í Boeing 737-800“.

Southwest segir að spjöldin séu notuð fyrir fleiri en eina tegund af Boeing 737 og séu þær tegundir tilgreindar á spjaldinu en flugfélagið bandaríska hefur einungis Boeing 737 þotur í flotanum af gerðinni 737-800, 737-700 auk Boeing 737 MAX.

Fjarlægðu spjöldin og settu ný eingöngu fyrir Boeing 737-800

Flugfélagið tók þá ákvörðun að fjarlægja spjöldin og koma fyrir leiðbeiningum sem eru aðeins merktar Boeing 737-800 en ekki kemur fram hvort félagið þurfi að prenta spjöld fyrir allar vélarnar.

Ef svo er þá hefur félagið 207 Boeing 737-800 þotur í flotanum sem taka 175 farþegar og þyrfti þá að prenta 36.335 spjöld.

Southwest Airlines biður farþega sína afsökunar ef þetta hefur valdið einhverjum ruglingi en Southwest er ekki eina flugfélagið sem hefur valdið ruglingi með sameiginlegum leiðbeiningum fyrir Boeing 737 MAX og Boeing 737-800.

Að minnsta kosti einn farþegi, sem flaug með 737-800 þotu Norwegian, hafði einnig samband við flugfélagið vegna svipaðra efasemda þar sem Norwegian hafði einnig sömu spjöld með öryggisleiðbeningum fyrir 737 MAX og 737-800.  fréttir af handahófi

Ákvörðun varðandi Boeing 797 verður tekin á þessu ári

27. maí 2019

|

Boeing hefur tilkynnt að ákvörðun um hvort að ný farþegaþota fari framleiðslu verði tekin á þessu ári og sennilega rétt fyrir lok ársins en um er að ræða þá þotu sem kemur til með að heita Boeing 79

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Hættir sem yfirmaður Boeing 737 MAX deildarinnar

12. júlí 2019

|

Eric Lindblad, yfirmaður yfir 737 MAX deildinni hjá Boeing, mun láta af störfum sem forsvarsmaður verkefnisins og er hann annar yfirmaðurinn sem hefur yfirgefið sæti formanns 737 MAX deildarinnar á að

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair í stórt samstarf við flugskóla í Póllandi

22. júlí 2019

|

Ryanair hefur tilkynnt um samning um umfangsmikið flugnámsverkefni í Mið-Evrópu þar sem til stendur að þjálfa upp nýja flugmenn fyrir félagið í samstarfi við flugskólann Bartolini Air í Póllandi.

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs

SAS sendir „ljóta andarungann“ í niðurrif

22. júlí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur sent fyrstu Airbus A340 breiðþotuna í brotajárn en þotan sem félagið hefur losað sig við er LN-RKP sem flogið hefur undir nafninu „Torfinn Viking“.

Kyrrsettar í kjölfar flugslyss í Svíðþjóð

22. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld nokkurra ríkja og landa hafa farið fram á kyrrsetningu á flugvélartegund af gerðinni GippsAero GA8 Skyvan, sömu gerðar og sú sem fórst í Svíðþjóð þann
14. júlí sl. með þeim afle

Airbus á von á pöntun í yfir 100 þotur frá Air France

21. júlí 2019

|

Airbus er sagt vera á lokasprettinum með að ná samningi við Air France um stóra pöntun í allt að sjötíu Airbus A220 þotur (CSeries) auk tugi þotna af gerðinni Airbus A320neo.

Disney stefnir á stofnun flugfélags

21. júlí 2019

|

Orðrómur er í gangi um að Walt Disney fyrirtækið ætli að stofna sitt eigið flugfélag en samkvæmt vefsíðunni Justdisney.com þá segir að Disney ætli að festa kaup á nokkrum litlum farþegaflugvélum á n

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00