flugfréttir

Örlög Jet Airways gætu ráðist á næstu dögum

- Flugvélaleigur fara fram á kyrrsetningu og vilja þotur félagsins í sínar hendur

8. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:27

Airbus A330 breiðþotur Jet Airways

Jet Airways, næststærsta flugfélag Indlands, er sagt vera á barmi gjaldþrots eftir að alls sex flugvélaleigur hafa farið formlega fram á kyrrsetningu á farþegaþotum félagsins.

Rekstur Jet Airways hefur gengið mjög erfiðlega upp á síðkastið og hefur staða félagsins hríðversnað með hverjum mánuðinum og hafa fleiri og fleiri þotur félagsins verið kyrrsettar.

Hópur indverskra banka, sem eiga stærstan hlut í Jet Airways, reynir nú allt sem hægt er til þess að bjarga rekstri Jet Airways sem skuldar á annað hundrað milljarða króna í ógreidda eldsneytisreikninga, vangoldinna lendingargjalda auk leigugjalda af flugvélunum.

Jet Airways þarf 17 milljarða króna til þess að geta haldið áfram rekstri og hefur stjórn félagsins frest fram til 10. apríl til þess að ná að selja 75% hlut í félaginu en áhugasamir og fjársterkir aðilar hafa enn ekki fundist.

Skulda 142 miilljarða króna og starfsmenn hafa ekki fengið laun í mánuð

Naresh Goyal, stofnandi Jet Airways, hefur vikið úr forstjórastólnum en hann hefur minnkað eignarhlut sinn niður í 25 prósent en fyrirtækin KKR, Blackstone og TPG Capital eiga 50% í félaginu auk Etihad Airways sem á 12 prósent.

Starfsmaður á Chhatrapati Shivaji Maharaj flugvellinum í Mumbai hylur glugga flugstjórnarklefans á Boeing 737 þotu Jet Airways sem hefur verið kyrrsett

Um 100 flugvélar af þeim 119 sem eru í flota félagsins eru í eigu fyrirtækja á borð við MC Aviation Partners, Avolon, GE Capital Aviation Services og AerCap Holdings sem hafa farið fram á kyrrsetningu á 3/4 hluta flugflotans og hefur verið send beiðni um að stór hluti flugvélanna verði afskráðar og þær settar á erlenda skráningu svo hægt sé að ferja þær frá Indlandi.

Heildarskuldir Jet Airways nálgast nú 142 milljarða króna og hefur enginn starfsmaður hjá félaginu fengið greidd laun síðan í mars og á það einnig við áhafnir.

Fram kemur að ríkisstjórn Indlands sé tilbúin að grípa inn í ef allt fer á versta veg og slaka á þeim kröfum er kemur að greiðslu til indverska ríkisins þar sem þúsundir starfa er í húfi.

Jet Airways er annað stærsta flugfélag Indlands á eftir IndiGo og hefur félagið 119 flugvélar í flota sínum sem fljúga til 52 áfangastaða á Indlandi og í Asíu en félagið flýgur einnig til borga í Evrópu, Afríku og til fjögurra áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada.  fréttir af handahófi

208.000 farþegar flugu með Icelandair í febrúar

7. mars 2019

|

Rúmlega 208.000 farþegar flugu með Icelandair í síðastliðnum febrúarmánuði sem er níu prósenta aukning frá því í febrúar 2018 þegar 190.000 farþegar flugu með félaginu.

Uppfærslan tilbúin: Þetta er breytingarnar á MCAS-kerfinu

29. mars 2019

|

Boeing hefur formlega kynnt nýju uppfærsluna á MCAS-kerfinu á Boeing 737 MAX þotunni fyrir fjölmiðlum og flugmönnum við kynningarathöfn sem fram fór í verksmiðjunum í Renton í Washington-fylki sl. mi

Styttist í að ákvörðun verður tekin um Boeing 797

31. janúar 2019

|

Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

  Nýjustu flugfréttirnar

United Airlines kynnir nýtt útlit

24. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines kynnti í dag nýtt útlit og var fyrsta flugvélin, sem máluð hefur verið í nýjum búningi, frumsýnd við hátíðlega athöfn á flugvellinum í Chicago.

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Tveir flugmenn hjá Cathay Pacific hlutu sjóntruflanir í flugi

24. apríl 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong rannsaka nú tvö atvik sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þar sem tveir flugmenn hjá Cathay Pacific, í sitthvoru fluginu, hlutu sjóntruflanir í miðju flugi með mánaðar mil

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

23. apríl 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með

Icelandair til Bergen tímabundið með Bombardier Q400

22. apríl 2019

|

Icelandair mun nota Bombardier Dash 8 Q400 flugvél fyrir áætlunarflug til Bergen Í Noregi tímabundið í næsta mánuði.

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00