flugfréttir

Örlög Jet Airways gætu ráðist á næstu dögum

- Flugvélaleigur fara fram á kyrrsetningu og vilja þotur félagsins í sínar hendur

8. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:27

Airbus A330 breiðþotur Jet Airways

Jet Airways, næststærsta flugfélag Indlands, er sagt vera á barmi gjaldþrots eftir að alls sex flugvélaleigur hafa farið formlega fram á kyrrsetningu á farþegaþotum félagsins.

Rekstur Jet Airways hefur gengið mjög erfiðlega upp á síðkastið og hefur staða félagsins hríðversnað með hverjum mánuðinum og hafa fleiri og fleiri þotur félagsins verið kyrrsettar.

Hópur indverskra banka, sem eiga stærstan hlut í Jet Airways, reynir nú allt sem hægt er til þess að bjarga rekstri Jet Airways sem skuldar á annað hundrað milljarða króna í ógreidda eldsneytisreikninga, vangoldinna lendingargjalda auk leigugjalda af flugvélunum.

Jet Airways þarf 17 milljarða króna til þess að geta haldið áfram rekstri og hefur stjórn félagsins frest fram til 10. apríl til þess að ná að selja 75% hlut í félaginu en áhugasamir og fjársterkir aðilar hafa enn ekki fundist.

Skulda 142 miilljarða króna og starfsmenn hafa ekki fengið laun í mánuð

Naresh Goyal, stofnandi Jet Airways, hefur vikið úr forstjórastólnum en hann hefur minnkað eignarhlut sinn niður í 25 prósent en fyrirtækin KKR, Blackstone og TPG Capital eiga 50% í félaginu auk Etihad Airways sem á 12 prósent.

Starfsmaður á Chhatrapati Shivaji Maharaj flugvellinum í Mumbai hylur glugga flugstjórnarklefans á Boeing 737 þotu Jet Airways sem hefur verið kyrrsett

Um 100 flugvélar af þeim 119 sem eru í flota félagsins eru í eigu fyrirtækja á borð við MC Aviation Partners, Avolon, GE Capital Aviation Services og AerCap Holdings sem hafa farið fram á kyrrsetningu á 3/4 hluta flugflotans og hefur verið send beiðni um að stór hluti flugvélanna verði afskráðar og þær settar á erlenda skráningu svo hægt sé að ferja þær frá Indlandi.

Heildarskuldir Jet Airways nálgast nú 142 milljarða króna og hefur enginn starfsmaður hjá félaginu fengið greidd laun síðan í mars og á það einnig við áhafnir.

Fram kemur að ríkisstjórn Indlands sé tilbúin að grípa inn í ef allt fer á versta veg og slaka á þeim kröfum er kemur að greiðslu til indverska ríkisins þar sem þúsundir starfa er í húfi.

Jet Airways er annað stærsta flugfélag Indlands á eftir IndiGo og hefur félagið 119 flugvélar í flota sínum sem fljúga til 52 áfangastaða á Indlandi og í Asíu en félagið flýgur einnig til borga í Evrópu, Afríku og til fjögurra áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada.  fréttir af handahófi

Vængendahvirflar talin möguleg orsök flugslyss í Dubai

28. maí 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi telja að orsök flugslyss, er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Diamond DA62 sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Dubai þann 16. maí sl., megi sennilega

AirBaltic fjölgar flugferðum til Íslands

28. maí 2019

|

AirBaltic hefur ákveðið að fjölga flugferðum til Íslands með því að bæta við þriðja vikulega fluginu til Keflavíkurflugvallar.

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair í stórt samstarf við flugskóla í Póllandi

22. júlí 2019

|

Ryanair hefur tilkynnt um samning um umfangsmikið flugnámsverkefni í Mið-Evrópu þar sem til stendur að þjálfa upp nýja flugmenn fyrir félagið í samstarfi við flugskólann Bartolini Air í Póllandi.

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs

SAS sendir „ljóta andarungann“ í niðurrif

22. júlí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur sent fyrstu Airbus A340 breiðþotuna í brotajárn en þotan sem félagið hefur losað sig við er LN-RKP sem flogið hefur undir nafninu „Torfinn Viking“.

Kyrrsettar í kjölfar flugslyss í Svíðþjóð

22. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld nokkurra ríkja og landa hafa farið fram á kyrrsetningu á flugvélartegund af gerðinni GippsAero GA8 Skyvan, sömu gerðar og sú sem fórst í Svíðþjóð þann
14. júlí sl. með þeim afle

Airbus á von á pöntun í yfir 100 þotur frá Air France

21. júlí 2019

|

Airbus er sagt vera á lokasprettinum með að ná samningi við Air France um stóra pöntun í allt að sjötíu Airbus A220 þotur (CSeries) auk tugi þotna af gerðinni Airbus A320neo.

Disney stefnir á stofnun flugfélags

21. júlí 2019

|

Orðrómur er í gangi um að Walt Disney fyrirtækið ætli að stofna sitt eigið flugfélag en samkvæmt vefsíðunni Justdisney.com þá segir að Disney ætli að festa kaup á nokkrum litlum farþegaflugvélum á n

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00