flugfréttir

Flugvél föst upp í tré í Hollandi

- Voru að æfa viðbrögð við mótormissi og misstu mótor

8. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:06

Flugvélin var enn föst í trénu nú undir kvöld en slökkvilið náð að bjarga tveimur mönnum úr flugvélinni

Óvenjulegt atvik átti sér stað nálægt Hilversum-flugvellinum í Hollandi í dag er lítil flugvél missti mótor yfir skógi og kom niður í tré og endaði föst í trjágreinum í 10 metra hæð.

Um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni TL Ultralight TL-3000 Sirius, var flugkennari og nemandi hans og voru þeir að æfa neyðarviðbrögð við mótormissi þegar hlutirnir fóru á annan veg en áætlað var.

Flugneminn og flugkennarinn ákváðu að hreyfa sig sem minnst eftir að flugvélin endaði í trénu af ótta við að trjágreinarnar myndu brotna og vélin falla til jarðar.

Slökkvilið mætti á staðinn með stigabíl auk sjúkraþyrlu og náðist að bjarga báðum úr flugvélinni en þeir voru hundvotir í flugvélabensíni þar sem tankur flugvélarinnar fór að leka eftir að vélin skall á trénu.

„Þetta er soldið mikið áfall. Þetta hefur aldrei áður gerst með neina flugvél frá okkur“, segir talsmaður flugklúbbsins Dwarf Powered Gliders í bænum Hilversum.

Slökkvilið að störfum við að ná flugkennaranum og nemanda hans úr flugvélinni

Fram kemur að flugvélin hafi verið tiltölulega nýfarin í loftið frá flugvellinum þegar upp komu gangtruflanir í mótornum þegar flugkennarinn undirbjó nemandann fyrir neyðarviðbrögð við mótormissi.

Bæði flugkennarinn og nemandi hans sluppu með skrekkinn en annar þeirra var útskrifaður af sjúkrahúsi skömmu eftir atvikið á meðan hinn var lengur í læknisskoðun.

Flugvélin var enn föst upp í trénu nú undir kvöld en nokkurn tíma tók að bjarga mönnunum úr flugvélinni þar sem erfitt var fyrir körfubíl að komast að vettvangi í miðjum skóginum.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Flugfélög í Víetnam fá að fljúga til Bandaríkjanna

18. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa uppfært öryggisstuðul er kemur að flugmálum í Víetnam upp í Category 1 sem þýðir að víetnömsk flugfélög geta hafið áætlunarflug til Bandaríkjanna.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Avianca hættir við pöntun í 17 þotur frá Airbus

16. mars 2019

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur hætt við pöntun í 17 þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni sem var hluti af pöntun í 100 þotur sem flugfélagið lagði inn til Airbus árið 2015.

  Nýjustu flugfréttirnar

United Airlines kynnir nýtt útlit

24. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines kynnti í dag nýtt útlit og var fyrsta flugvélin, sem máluð hefur verið í nýjum búningi, frumsýnd við hátíðlega athöfn á flugvellinum í Chicago.

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Tveir flugmenn hjá Cathay Pacific hlutu sjóntruflanir í flugi

24. apríl 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong rannsaka nú tvö atvik sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þar sem tveir flugmenn hjá Cathay Pacific, í sitthvoru fluginu, hlutu sjóntruflanir í miðju flugi með mánaðar mil

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

23. apríl 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með

Icelandair til Bergen tímabundið með Bombardier Q400

22. apríl 2019

|

Icelandair mun nota Bombardier Dash 8 Q400 flugvél fyrir áætlunarflug til Bergen Í Noregi tímabundið í næsta mánuði.

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00