flugfréttir

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

- JATR-nefndin samanstendur af flugmálayfirvöldum frá mörgum löndum

15. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:49

Meira en mánuður er liðinn frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett um allan heim

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottunar áður en flugvélin fær grænt ljós til að hefja sig á loft á ný.

Nefndin, sem kallast Joint Authorities Technical Review (JATR), samanstendur af aðilum frá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA), Kína, Eþíópíu og Indónesíu en þá hafa flugmálayfirvöld í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Singapore og frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum slegist í hópinn.

JATR var stofnað þann 2. apríl sl. af bandarískum flugmálayfirvöldum og segir í tilkynningu að nefndin muni framkvæma alhliða endurskoðun á sjálfstýrðum stjórnkerfum Boeing 737 MAX þotunnar auk þess sem nefndin mun meta þær breytingar sem gerðar hafa verið en Boeing segist hafa unnið að breytingum á MCAS-kerfinu frá því í haust í kjölfar fyrra flugslyssins hjá Lion Air og voru þær breytingar langt á veg komnar er seinna slysið átti sér stað í Eþíópíu þann 10. mars sl.

Í marsmánuði tilkynnti Boeing um að uppfærslan á MCAS-kerfinu væri tilbúin en á síðustu vikum hafa farið fram um 100 prófanir á flugvélinni eftir breytingarnar en JATR-nefndin ætlar einnig að fylgjast með þjálfunarhlutanum og meta viðbrögð og árangur flugmanna sem eiga eftir að prófa uppfærða kerfið.

Um 100 prófanir hafa farið fram með Boeing 737 MAX með nýju uppfærslunni sem Boeing segir að sé tilbúið

Nefndin mun vega og meta framhaldið og hið flókna vottunarferli sem tekur við og reyna koma auga á hvaða atriði mætti betur fara sem gæti krafist frekari breytingar síðar meir.

Yfirmaður JATR er Christopher Hart, fyrrum yfirmaður samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB), en hann segir að mikil þörf var á því að koma á sameiginlegu eftirliti og einróma viðbragðsaðgerum er kemur að rannsókninni á Boeing 737 MAX málinu þar sem sem flugvélin hefur verið að fljúga út um allan heim og snertir allar þær þjóðir sem hafa þessa flugvélategund í flota sínum.

„Að stofna slíka alþjóðlega nefnd út af einu sérstöku tilviki kann að hljóma undarlega þar sem fyrrum rannsóknir hafa aðeins farið fram undir handleiðslu bandarískra flugmálayfirvalda“, segir Hart en starfshættir bandarískra flugmálayfirvalda hafa verið gagnrýndir í kjölfar málsins og er talið að samvinna FAA og Boeing hafi verið of náin og hafi haft áhrif á eftirlit með öryggismálum í vottunarferli vélarinnar.

JATR-nefndin mun koma saman í fyrsta sinn á fundi síðar í þessum mánuði og er talið að sú rannsóknarvinna sem framundan er muni taka um 3 mánuði sem lýkur með birtingu á mati vegna Boeing 737 MAX.  fréttir af handahófi

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvöllur til sölu á 257 milljónir

16. mars 2019

|

Fasteignasala ein í Bandaríkjunum hefur fengið umboð til þess að selja heilan flugvöll sem er nú til sölu fyrir 257 milljónir króna.

Júmbó-þotan mun lifa af risaþotuna

14. febrúar 2019

|

Allt stefnir í að júmbó-þotan, Boeing 747, muni lifa lengur í framleiðslunni heldur en A380, risaþota Airbus.

  Nýjustu flugfréttirnar

United Airlines kynnir nýtt útlit

24. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines kynnti í dag nýtt útlit og var fyrsta flugvélin, sem máluð hefur verið í nýjum búningi, frumsýnd við hátíðlega athöfn á flugvellinum í Chicago.

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Tveir flugmenn hjá Cathay Pacific hlutu sjóntruflanir í flugi

24. apríl 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong rannsaka nú tvö atvik sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þar sem tveir flugmenn hjá Cathay Pacific, í sitthvoru fluginu, hlutu sjóntruflanir í miðju flugi með mánaðar mil

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

23. apríl 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með

Icelandair til Bergen tímabundið með Bombardier Q400

22. apríl 2019

|

Icelandair mun nota Bombardier Dash 8 Q400 flugvél fyrir áætlunarflug til Bergen Í Noregi tímabundið í næsta mánuði.

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00