flugfréttir

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

- JATR-nefndin samanstendur af flugmálayfirvöldum frá mörgum löndum

15. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:49

Meira en mánuður er liðinn frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett um allan heim

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottunar áður en flugvélin fær grænt ljós til að hefja sig á loft á ný.

Nefndin, sem kallast Joint Authorities Technical Review (JATR), samanstendur af aðilum frá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA), Kína, Eþíópíu og Indónesíu en þá hafa flugmálayfirvöld í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Singapore og frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum slegist í hópinn.

JATR var stofnað þann 2. apríl sl. af bandarískum flugmálayfirvöldum og segir í tilkynningu að nefndin muni framkvæma alhliða endurskoðun á sjálfstýrðum stjórnkerfum Boeing 737 MAX þotunnar auk þess sem nefndin mun meta þær breytingar sem gerðar hafa verið en Boeing segist hafa unnið að breytingum á MCAS-kerfinu frá því í haust í kjölfar fyrra flugslyssins hjá Lion Air og voru þær breytingar langt á veg komnar er seinna slysið átti sér stað í Eþíópíu þann 10. mars sl.

Í marsmánuði tilkynnti Boeing um að uppfærslan á MCAS-kerfinu væri tilbúin en á síðustu vikum hafa farið fram um 100 prófanir á flugvélinni eftir breytingarnar en JATR-nefndin ætlar einnig að fylgjast með þjálfunarhlutanum og meta viðbrögð og árangur flugmanna sem eiga eftir að prófa uppfærða kerfið.

Um 100 prófanir hafa farið fram með Boeing 737 MAX með nýju uppfærslunni sem Boeing segir að sé tilbúið

Nefndin mun vega og meta framhaldið og hið flókna vottunarferli sem tekur við og reyna koma auga á hvaða atriði mætti betur fara sem gæti krafist frekari breytingar síðar meir.

Yfirmaður JATR er Christopher Hart, fyrrum yfirmaður samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB), en hann segir að mikil þörf var á því að koma á sameiginlegu eftirliti og einróma viðbragðsaðgerum er kemur að rannsókninni á Boeing 737 MAX málinu þar sem sem flugvélin hefur verið að fljúga út um allan heim og snertir allar þær þjóðir sem hafa þessa flugvélategund í flota sínum.

„Að stofna slíka alþjóðlega nefnd út af einu sérstöku tilviki kann að hljóma undarlega þar sem fyrrum rannsóknir hafa aðeins farið fram undir handleiðslu bandarískra flugmálayfirvalda“, segir Hart en starfshættir bandarískra flugmálayfirvalda hafa verið gagnrýndir í kjölfar málsins og er talið að samvinna FAA og Boeing hafi verið of náin og hafi haft áhrif á eftirlit með öryggismálum í vottunarferli vélarinnar.

JATR-nefndin mun koma saman í fyrsta sinn á fundi síðar í þessum mánuði og er talið að sú rannsóknarvinna sem framundan er muni taka um 3 mánuði sem lýkur með birtingu á mati vegna Boeing 737 MAX.  fréttir af handahófi

Etihad tilbúið í að endurfjárfesta í Jet Airways

10. maí 2019

|

Etihad Airways hefur gefið í skyn að félagið sé reiðubúið í að fjárfesta enn frekar í indverska flugfélaginu Jet Airways og setja ferskt rekstrarfé inn í rekstur félagins en Jet Airways hætti öllu áæ

Cubana kaupir tvær nýjar ATR 72-600 flugvélar

5. júlí 2019

|

Kúberska flugfélagið Cubana hefur fest kaup á tveimur ATR skrúfuþotum af gerðinni ATR 72-600.

Fór út af í lendingu í Rússlandi og hafnaði á byggingu

27. júní 2019

|

Tveir létu lífið er rússnesk farþegaflugvél af gerðinni Antonov An-24RV klessti á byggingu eftir að vélin fór út af flugbraut í lendingu í borginni Nizhneangarsk við Baikal-vatn í austurhluta Rússla

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair í stórt samstarf við flugskóla í Póllandi

22. júlí 2019

|

Ryanair hefur tilkynnt um samning um umfangsmikið flugnámsverkefni í Mið-Evrópu þar sem til stendur að þjálfa upp nýja flugmenn fyrir félagið í samstarfi við flugskólann Bartolini Air í Póllandi.

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs

SAS sendir „ljóta andarungann“ í niðurrif

22. júlí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur sent fyrstu Airbus A340 breiðþotuna í brotajárn en þotan sem félagið hefur losað sig við er LN-RKP sem flogið hefur undir nafninu „Torfinn Viking“.

Kyrrsettar í kjölfar flugslyss í Svíðþjóð

22. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld nokkurra ríkja og landa hafa farið fram á kyrrsetningu á flugvélartegund af gerðinni GippsAero GA8 Skyvan, sömu gerðar og sú sem fórst í Svíðþjóð þann
14. júlí sl. með þeim afle

Airbus á von á pöntun í yfir 100 þotur frá Air France

21. júlí 2019

|

Airbus er sagt vera á lokasprettinum með að ná samningi við Air France um stóra pöntun í allt að sjötíu Airbus A220 þotur (CSeries) auk tugi þotna af gerðinni Airbus A320neo.

Disney stefnir á stofnun flugfélags

21. júlí 2019

|

Orðrómur er í gangi um að Walt Disney fyrirtækið ætli að stofna sitt eigið flugfélag en samkvæmt vefsíðunni Justdisney.com þá segir að Disney ætli að festa kaup á nokkrum litlum farþegaflugvélum á n

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00