flugfréttir

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

- JATR-nefndin samanstendur af flugmálayfirvöldum frá mörgum löndum

15. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:49

Meira en mánuður er liðinn frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett um allan heim

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottunar áður en flugvélin fær grænt ljós til að hefja sig á loft á ný.

Nefndin, sem kallast Joint Authorities Technical Review (JATR), samanstendur af aðilum frá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA), Kína, Eþíópíu og Indónesíu en þá hafa flugmálayfirvöld í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Singapore og frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum slegist í hópinn.

JATR var stofnað þann 2. apríl sl. af bandarískum flugmálayfirvöldum og segir í tilkynningu að nefndin muni framkvæma alhliða endurskoðun á sjálfstýrðum stjórnkerfum Boeing 737 MAX þotunnar auk þess sem nefndin mun meta þær breytingar sem gerðar hafa verið en Boeing segist hafa unnið að breytingum á MCAS-kerfinu frá því í haust í kjölfar fyrra flugslyssins hjá Lion Air og voru þær breytingar langt á veg komnar er seinna slysið átti sér stað í Eþíópíu þann 10. mars sl.

Í marsmánuði tilkynnti Boeing um að uppfærslan á MCAS-kerfinu væri tilbúin en á síðustu vikum hafa farið fram um 100 prófanir á flugvélinni eftir breytingarnar en JATR-nefndin ætlar einnig að fylgjast með þjálfunarhlutanum og meta viðbrögð og árangur flugmanna sem eiga eftir að prófa uppfærða kerfið.

Um 100 prófanir hafa farið fram með Boeing 737 MAX með nýju uppfærslunni sem Boeing segir að sé tilbúið

Nefndin mun vega og meta framhaldið og hið flókna vottunarferli sem tekur við og reyna koma auga á hvaða atriði mætti betur fara sem gæti krafist frekari breytingar síðar meir.

Yfirmaður JATR er Christopher Hart, fyrrum yfirmaður samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB), en hann segir að mikil þörf var á því að koma á sameiginlegu eftirliti og einróma viðbragðsaðgerum er kemur að rannsókninni á Boeing 737 MAX málinu þar sem sem flugvélin hefur verið að fljúga út um allan heim og snertir allar þær þjóðir sem hafa þessa flugvélategund í flota sínum.

„Að stofna slíka alþjóðlega nefnd út af einu sérstöku tilviki kann að hljóma undarlega þar sem fyrrum rannsóknir hafa aðeins farið fram undir handleiðslu bandarískra flugmálayfirvalda“, segir Hart en starfshættir bandarískra flugmálayfirvalda hafa verið gagnrýndir í kjölfar málsins og er talið að samvinna FAA og Boeing hafi verið of náin og hafi haft áhrif á eftirlit með öryggismálum í vottunarferli vélarinnar.

JATR-nefndin mun koma saman í fyrsta sinn á fundi síðar í þessum mánuði og er talið að sú rannsóknarvinna sem framundan er muni taka um 3 mánuði sem lýkur með birtingu á mati vegna Boeing 737 MAX.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga