flugfréttir

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hrannast upp á Seattle-svæðinu

- Um 12 nýjar þotur koma út úr verksmiðjunum í Renton vikulega

15. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:37

Mánuður er liðinn frá því að Boeing ákvað að gera hlé á afhendingum á nýjum Boeing 737 MAX þotum

Nýsmíðaðar Boeing 737 MAX þotur hrannast nú upp á nokkrum stöðum á Seattle-svæðinu og bíða þess að verða afhentar í kjölfar kyrrsetningu vegna flugslysanna tveggja í Eþíópíu og Indónesíu.

Í gær var mánuður liðinn frá því að Boeing stöðvaði afhendingar á nýjum Boeing 737 MAX þotum, daginn eftir að vélarnar voru kyrrsettar víða um heim.

Framleiðslulínan á Boeing 737 MAX hefur verið í gangi þrátt fyrir kyrrsetninguna og voru afköstin í verksmiðjunni í Renton upp á 52 þotur á mánuði en Boeing tilkynnti þann 5. apríl að framleiðandinn myndi draga úr framleiðsluhraðanum niður í 42 þotur á mánuði.

Að minnsta kosti 12 Boeing 737 MAX þotur hafa komið út af færibandinu í Renton í hverri viku og hefur Boeing þurft að koma þeim þotum fyrir á meðan hlé stendur yfir á afhendingum en óafhentar MAX-þotur eru farnar að taka sitt pláss.

Ómálaðar Boeing 737 MAX þotur við verksmiðjurnar í Renton

Fjölmiðlar vestanhafs segja að Boeing fari að verða uppiskroppa með svæði til að geyma nýjar Boeing 737 MAX þotur og sé orðið mjög þröngt á þingi á þeim svæðum sem þær eru geymdar en nýjum vélum hefur m.a. verið komið fyrir nálægt samsetningarmiðstöðinni í Renton, við aðalverksmiðjurnar í Everett og við afhendingarmiðstöðina á Boeing Field.

Margar ljósmyndir hafa verið birtar að undanförnu sem sýna fjölda Boeing 737 MAX flugvéla sem hefur verið komið fyrir sem bíða þess að verða afhentar um leið og kyrrsetningunni verður aflétt.

Meðal Boeing 737 MAX þotna sem bíða þess að verða afhentar eru vélar í litum Icelandair

Á meðfylgjandi myndum má sjá óafhentar Boeing 737 MAX þotur í litum Air China, Icelandair, SunExpress, Ukraine International Airlines, Hainan Airlines, SpiceJet, WestJet, Turkish Airlines, Norwegian, American Airlines, Tuifly, Jet Airways, Copa Airlines, United Airlines, Air Canada, flyDubai, Silk Air, Malaysia Airlines, China United Airlines auk annarra flugfélag.

Þurfa að fara finna ný svæði til að geyma nýjar 737 MAX þotur

Talið er að þegar allt pláss verður uppurið á Seattle-svæðinu sé möguleiki á að Boeing muni fara að ferja nýjar þotur til Grant County flugvallarins í Washington-fylki eða til Victorvillle í Kaliforníu.

Ljósmynd tekin af athafnasvæði Boeing í Renton í byrjun apríl

Talið er að höggið eigi eftir að verða stórt fyrir Boeing vegna Boeing 737 MAX málsins en sérfræðingar hjá Bloomberg Intelligence telja að lögsóknir frá flugfélögum, sem eiga eftir að fara fram á skaðabætur, geti hlaupið á yfir 220 milljörðum króna á næstu sex mánuðum eða allt að 13,7 milljarðar á mánuði í skaðabætur.

„Það er á hreinu að við munum ekki taka þennan kostnað á okkur. Við munum senda reikninginn til þeirra sem framleiddu vélina“, segir Björn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian, sem hefur fengið 12 Boeing 737 MAX þotur afhentar.

„Fyrirtækið er mjög stórt og skilar af sér fleiri hundruð milljörðum í hagnað á ári en milljarður hér og milljarður þar í skaðabætur er eitthvað sem á eftir að stinga sárt“, segir Richard Aboulafia, varaformaður hjá flugmarkaðsfyrirtækinu Teal Group.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Nýtt app með spurningaleik úr flugslysagagnagrunni NTSB

6. ágúst 2019

|

Ný útgáfa er komin út af flugöryggissmáforritinu Fight Chain App sem kemur með spurningaleik þar sem notendur geta meðal annars spreytt sig á því að geta sér til um orsök flugslysa sem byggir á flugs

Myndband: Bonanza í lendingaratviki á Oshkosh

31. júlí 2019

|

Eftirfarandi atvik, sem sjá má á meðfylgjandi myndbandi, átti sér stað á Oshkosh-flugsýningunni á dögunum.

Ætla að halda lengur í Q400 vegna vandans með 737 MAX

12. ágúst 2019

|

Alaska Airlines hefur tekið aftur í notkun tvær Bombardier Dash 8 Q400 flugvélar til þess að fylla í skarð þriggja Boeing 737 MAX 9 þotna sem félagið átti að fá afhentar á þessu ári en búið var að t

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Frakthurð á Boeing 737 opnaðist við harkalega lendingu

16. október 2019

|

Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00