flugfréttir

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hrannast upp á Seattle-svæðinu

- Um 12 nýjar þotur koma út úr verksmiðjunum í Renton vikulega

15. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:37

Mánuður er liðinn frá því að Boeing ákvað að gera hlé á afhendingum á nýjum Boeing 737 MAX þotum

Nýsmíðaðar Boeing 737 MAX þotur hrannast nú upp á nokkrum stöðum á Seattle-svæðinu og bíða þess að verða afhentar í kjölfar kyrrsetningu vegna flugslysanna tveggja í Eþíópíu og Indónesíu.

Í gær var mánuður liðinn frá því að Boeing stöðvaði afhendingar á nýjum Boeing 737 MAX þotum, daginn eftir að vélarnar voru kyrrsettar víða um heim.

Framleiðslulínan á Boeing 737 MAX hefur verið í gangi þrátt fyrir kyrrsetninguna og voru afköstin í verksmiðjunni í Renton upp á 52 þotur á mánuði en Boeing tilkynnti þann 5. apríl að framleiðandinn myndi draga úr framleiðsluhraðanum niður í 42 þotur á mánuði.

Að minnsta kosti 12 Boeing 737 MAX þotur hafa komið út af færibandinu í Renton í hverri viku og hefur Boeing þurft að koma þeim þotum fyrir á meðan hlé stendur yfir á afhendingum en óafhentar MAX-þotur eru farnar að taka sitt pláss.

Ómálaðar Boeing 737 MAX þotur við verksmiðjurnar í Renton

Fjölmiðlar vestanhafs segja að Boeing fari að verða uppiskroppa með svæði til að geyma nýjar Boeing 737 MAX þotur og sé orðið mjög þröngt á þingi á þeim svæðum sem þær eru geymdar en nýjum vélum hefur m.a. verið komið fyrir nálægt samsetningarmiðstöðinni í Renton, við aðalverksmiðjurnar í Everett og við afhendingarmiðstöðina á Boeing Field.

Margar ljósmyndir hafa verið birtar að undanförnu sem sýna fjölda Boeing 737 MAX flugvéla sem hefur verið komið fyrir sem bíða þess að verða afhentar um leið og kyrrsetningunni verður aflétt.

Meðal Boeing 737 MAX þotna sem bíða þess að verða afhentar eru vélar í litum Icelandair

Á meðfylgjandi myndum má sjá óafhentar Boeing 737 MAX þotur í litum Air China, Icelandair, SunExpress, Ukraine International Airlines, Hainan Airlines, SpiceJet, WestJet, Turkish Airlines, Norwegian, American Airlines, Tuifly, Jet Airways, Copa Airlines, United Airlines, Air Canada, flyDubai, Silk Air, Malaysia Airlines, China United Airlines auk annarra flugfélag.

Þurfa að fara finna ný svæði til að geyma nýjar 737 MAX þotur

Talið er að þegar allt pláss verður uppurið á Seattle-svæðinu sé möguleiki á að Boeing muni fara að ferja nýjar þotur til Grant County flugvallarins í Washington-fylki eða til Victorvillle í Kaliforníu.

Ljósmynd tekin af athafnasvæði Boeing í Renton í byrjun apríl

Talið er að höggið eigi eftir að verða stórt fyrir Boeing vegna Boeing 737 MAX málsins en sérfræðingar hjá Bloomberg Intelligence telja að lögsóknir frá flugfélögum, sem eiga eftir að fara fram á skaðabætur, geti hlaupið á yfir 220 milljörðum króna á næstu sex mánuðum eða allt að 13,7 milljarðar á mánuði í skaðabætur.

„Það er á hreinu að við munum ekki taka þennan kostnað á okkur. Við munum senda reikninginn til þeirra sem framleiddu vélina“, segir Björn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian, sem hefur fengið 12 Boeing 737 MAX þotur afhentar.

„Fyrirtækið er mjög stórt og skilar af sér fleiri hundruð milljörðum í hagnað á ári en milljarður hér og milljarður þar í skaðabætur er eitthvað sem á eftir að stinga sárt“, segir Richard Aboulafia, varaformaður hjá flugmarkaðsfyrirtækinu Teal Group.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Sagt að Airbus tilkynni um endalok A380 á fimmtudag

12. febrúar 2019

|

Svo gæti farið að Airbus muni tilkynna um endalok framleiðslunnar á risaþotunni Airbus A380 á fimmtudag.

„Þurfa að lækka verðið á A380 ef þeir vilja selja fleiri eintök“

2. febrúar 2019

|

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, móðurfélags British Airways, segir að Airbus ætti að lækka verðmiðann á Airbus A380 ef framleiðandinn vill ná að selja fleiri risaþotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

United Airlines kynnir nýtt útlit

24. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines kynnti í dag nýtt útlit og var fyrsta flugvélin, sem máluð hefur verið í nýjum búningi, frumsýnd við hátíðlega athöfn á flugvellinum í Chicago.

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Tveir flugmenn hjá Cathay Pacific hlutu sjóntruflanir í flugi

24. apríl 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong rannsaka nú tvö atvik sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þar sem tveir flugmenn hjá Cathay Pacific, í sitthvoru fluginu, hlutu sjóntruflanir í miðju flugi með mánaðar mil

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

23. apríl 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með

Icelandair til Bergen tímabundið með Bombardier Q400

22. apríl 2019

|

Icelandair mun nota Bombardier Dash 8 Q400 flugvél fyrir áætlunarflug til Bergen Í Noregi tímabundið í næsta mánuði.

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00