flugfréttir

Nánast allt flug hjá SAS liggur niðri vegna verkfalls

- 1.409 flugmenn í verkfall eftir að kjaraviðræður fóru út um þúfur

26. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:50

SAS aflýsti í morgun nánast öllum flugferðum sínum í dag

Nánast allt flug hjá SAS (Scandinavian) liggur nú niðri vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna hjá félaginu sem felldu niður störf sín víðsvegar um Skandinavíu eftir að kjaraviðræður fóru út um þúfur.

SAS felldi í morgun niður allar þær 673 flugferðir sem til stóð að fljúga í dag sem hefur mest áhrif á farþega sem áttu bókað flug frá frá flugvöllunum í Osló, Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn en alls hafa verkfallsaðgerðirnar í dag áhrif á 80.000 farþega.

Kjaraviðræður meðal flugmanna hafa staðið yfir frá því í mars og hafa þær viðræður að mestu leyti gengið út á kauphækkun og breytinar á vinnutíma en flugmenn SAS fara fram á sambærileg laun og gengur og gerist hjá öðrum flugfélögum.

SAS segir að kröfur flugmanna séu mjög ósanngjarnar en flugmenn félagsins hafa einnig áhyggjur af framtíð sinni hjá félaginu þar sem fjöldi áhafna hjá SAS eru verktakar.

Starfsmaður SAS aðstoðar farþega á flugvellinum í Kaupmannahöfn

Talið er að verkfallsaðgerðir meðal þeirra 1.500 flugmanna, sem hafa fellt niður störf sín, kosti flugfélagið nokkur hundruð milljónir króna á dag en nú þegar er verið að fella niður margar flugferðir á morgun, laugardag, sem mun hafa áhrif á yfir 30.000 farþega og er óvissa með hvort felldar verði niður flugferðir á sunnudag.

Verkfallið hefur ekki áhrif á þau flug sem önnur flugfélög annast fyrir hönd SAS sem telur um 30 prósent af öllum brottförum félagsins.  fréttir af handahófi

FAA gefur Southwest leyfi fyrir flugi til Hawaii

1. mars 2019

|

Southwest Airlines hefur fengið leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) til þess að hefja áætlunarflug til Hawaii.

Uganda Airlines staðfestir pöntun í Airbus A330-800

8. apríl 2019

|

Uganda Airlines hefur staðfest pöntun í tvær Airbus A330-800 breiðþotur sem er minni útgáfan af A330neo þotunni.

Boeing 767 fraktþota fórst suður af Houston í kvöld

24. febrúar 2019

|

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 767-300ER frá flugfélaginu Atlas Air fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Texas í kvöld.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00