flugfréttir

Nánast allt flug hjá SAS liggur niðri vegna verkfalls

- 1.409 flugmenn í verkfall eftir að kjaraviðræður fóru út um þúfur

26. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:50

SAS aflýsti í morgun nánast öllum flugferðum sínum í dag

Nánast allt flug hjá SAS (Scandinavian) liggur nú niðri vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna hjá félaginu sem felldu niður störf sín víðsvegar um Skandinavíu eftir að kjaraviðræður fóru út um þúfur.

SAS felldi í morgun niður allar þær 673 flugferðir sem til stóð að fljúga í dag sem hefur mest áhrif á farþega sem áttu bókað flug frá frá flugvöllunum í Osló, Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn en alls hafa verkfallsaðgerðirnar í dag áhrif á 80.000 farþega.

Kjaraviðræður meðal flugmanna hafa staðið yfir frá því í mars og hafa þær viðræður að mestu leyti gengið út á kauphækkun og breytinar á vinnutíma en flugmenn SAS fara fram á sambærileg laun og gengur og gerist hjá öðrum flugfélögum.

SAS segir að kröfur flugmanna séu mjög ósanngjarnar en flugmenn félagsins hafa einnig áhyggjur af framtíð sinni hjá félaginu þar sem fjöldi áhafna hjá SAS eru verktakar.

Starfsmaður SAS aðstoðar farþega á flugvellinum í Kaupmannahöfn

Talið er að verkfallsaðgerðir meðal þeirra 1.500 flugmanna, sem hafa fellt niður störf sín, kosti flugfélagið nokkur hundruð milljónir króna á dag en nú þegar er verið að fella niður margar flugferðir á morgun, laugardag, sem mun hafa áhrif á yfir 30.000 farþega og er óvissa með hvort felldar verði niður flugferðir á sunnudag.

Verkfallið hefur ekki áhrif á þau flug sem önnur flugfélög annast fyrir hönd SAS sem telur um 30 prósent af öllum brottförum félagsins.  fréttir af handahófi

Stefna á að Lauda verði með þotur frá Boeing í stað Airbus

14. maí 2020

|

Ryanair er að íhuga að hætta við pöntun sem félagið gerði í Airbus-þotur sem til stóð að færu til nýja dótturfélagsins Lauda Air og segir Michael O´Leary, framvæmdarstjóri félagsins, að verið sé að

Virgin mun hætta á Gatwick

5. maí 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að hætta allri starfsemi á Gatwick-flugvellinum í London og segja upp 3.150 starfsmönnum í kjölfarið.

Thai Airways sækir um gjaldþrotavernd

18. maí 2020

|

Thai Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hafa stjórnvöld í Singapúr ákveðið að fara þá leiðina til að bjarga rekstri félagsins í stað þess að veita félaginu opinbera aðstoð up

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00