flugfréttir

Southwest sendir teymi til Evrópu til að skoða Airbus-þotur

- Eitt stærsta „Boeing 737 flugfélag“ heims útilokar ekki aðra kosti

26. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:22

Sagt er að teymi frá Boeing hafi farið til Evrópu til þess að skoða þær þotur sem Airbus hefur upp á að bjóða

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur ýjað að því að ekki sé útilokað að skoða aðrar flugvélategundir í kjölfar vandamálsins með Boeing 737 MAX vélarnar en ekkert flugfélag í heiminum hefur pantað eins mörg eintök af 737 MAX líkt og Southwest sem er einn stærsti og traustasti viðskiptavinur Boeing.

Sagan segir að Southwest Airlines sé að senda nokkra aðila til þess að kynna sér kosti Airbus A220 þotunnar sem Airbus hefur upp á að bjóða sem var upphaflega smíðuð af Bombardier sem CSeries-þotan.

Southwest hefur verið eitt stærsta Boeing-flugfélag Bandaríkjanna og haft eingöngu Boeing 737 þotur í flotanum í hálfa öld eða allt frá stofnun félagsins árið 1966.

Garry Kelly, framkvæmdarstjóri Southwest, gaf það í skyn í nýlegu viðtali að félagið væri til í að skoða hvað annað væri í boði fyrir félagið sem hefur reitt sig alfarið á Boeing 737 frá árinu 1971 þegar fyrsta áætlunarflugið var farið.

Garry Kelly, framkvæmdarstjóri Southwest Airlines

Kelly sagði í viðtali í gær í Dallas að þótt það væri ekki á döfunni að bæta annarri flugvélategund við í flota Southwest þá væri ekkert öruggt að þeir muni hafa aðeins þessa einu flugvélategund til eilífðar.

“Vandamálið með MAX-inn hefur ekki verið nein hamingja fyrir okkur“

„Það er augljóst að staðan með MAX-flugvélarnar hefur ekki beinlínis verið einhver hamingja fyrir okkur. Við erum „Boeing 737 flugfélag“ og höfum alltaf verið - en það þýðir ekki að við verðum það endalaust“, segir Kelly en í öðru viðtali í vikunni sagði framkvæmdarstjórinn að félagið sé að skoða hvað er að gerast hjá samkeppnisaðilum Boeing.

Kelly tekur það fram að Southwest Airlines hafi fulla trú á Boeing 737 MAX en félagið á von á því að fá 276 eintök af þeirri þotu í flotann á næstu árum af gerðinni Boeing 737 MAX 7 og MAX 8 og hefur félagið nú þegar tekið við 34 þotum.

Southwest hefur fengið 34 Boeing 737 MAX þotur afhentar

Nokkrir erlendir flugfréttamiðlar greindu frá því á miðvikudag að Southwest hafi sent teymi til Airbus í Evrópu til að kynna sér Airbus A220 þotuna sem mörgum þykir tíðindi þar sem félagið er hliðhollasti viðskiptavinur Boeing og vilja einverjir sérfræðingar meina að Boeing 737 MAX málið hafi aðeins vaggað bátnum er kemur að nánu og löngu sambandi milli Southwest og Boeing.

“Miklar líkur á að við verðum áfram Boeing-flugfélag“

„Við höfum engin áform um að breyta okkar áætlunum. En, eins og margir aðrir, þá erum við stanslaust að skoða hvað er í boði á markaðnum. Við höfum verið Boeing-flugfélag öll þessi ár og ég held að það séu miklar líkur á að við verðum það áfram“, sagði Kelly fyrr í þessari viku.

Airbus A220 þotan í litum Delta Air Lines sem er eina bandaríska flugfélagið sem hefur pantað þotu af þeirri gerð

Southwest var fyrsta flugfélagið í heimi til þess að fljúga Boeing 737-300 þotunni er hún kom á markað árið 1984 og einnig 737-500 tegundinni sem kom á markað árið 1990 en félagið byrjaði með Boeing 737-200 þotuna árið 1971.

Á tíunda áratugnum gerði Emeritus Herb, þáverandi forstjóri Southwest Airlines, óformlegt samkomulag við Boeing er félagið fékk sína fyrstu Boeing 737-700 þotu afhenta, um að „ekkert flugfélag á þessari jörðu mun fá Boeing 737 á eins hagstæðum kjörum og Southwest“ og er sagt að það samkomulag hafi verið innsiglað með handabandi.

Southwest Airlines hefur flogið Boeing 737 þotum alla sína tíð frá árinu 1971Boeing 737 MAX floti Southwest Airlines er kyrrsettur á Victorville-flugvellinum  fréttir af handahófi

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

Tilmæli um möguleg frávik í stjórnkerfi á A321neo

17. júlí 2019

|

Airbus hefur kynnt flugrekstraraðilum og flugfélögum fyrir tímabundnum uppfærslum á flughandbók fyrir Airbus A321neo þar sem fram kemur að upp geti komið aðstæður þar sem kink flugvélarinnar verður of

  Nýjustu flugfréttirnar

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00