flugfréttir

Southwest sendir teymi til Evrópu til að skoða Airbus-þotur

- Eitt stærsta „Boeing 737 flugfélag“ heims útilokar ekki aðra kosti

26. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:22

Sagt er að teymi frá Boeing hafi farið til Evrópu til þess að skoða þær þotur sem Airbus hefur upp á að bjóða

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur ýjað að því að ekki sé útilokað að skoða aðrar flugvélategundir í kjölfar vandamálsins með Boeing 737 MAX vélarnar en ekkert flugfélag í heiminum hefur pantað eins mörg eintök af 737 MAX líkt og Southwest sem er einn stærsti og traustasti viðskiptavinur Boeing.

Sagan segir að Southwest Airlines sé að senda nokkra aðila til þess að kynna sér kosti Airbus A220 þotunnar sem Airbus hefur upp á að bjóða sem var upphaflega smíðuð af Bombardier sem CSeries-þotan.

Southwest hefur verið eitt stærsta Boeing-flugfélag Bandaríkjanna og haft eingöngu Boeing 737 þotur í flotanum í hálfa öld eða allt frá stofnun félagsins árið 1966.

Garry Kelly, framkvæmdarstjóri Southwest, gaf það í skyn í nýlegu viðtali að félagið væri til í að skoða hvað annað væri í boði fyrir félagið sem hefur reitt sig alfarið á Boeing 737 frá árinu 1971 þegar fyrsta áætlunarflugið var farið.

Garry Kelly, framkvæmdarstjóri Southwest Airlines

Kelly sagði í viðtali í gær í Dallas að þótt það væri ekki á döfunni að bæta annarri flugvélategund við í flota Southwest þá væri ekkert öruggt að þeir muni hafa aðeins þessa einu flugvélategund til eilífðar.

“Vandamálið með MAX-inn hefur ekki verið nein hamingja fyrir okkur“

„Það er augljóst að staðan með MAX-flugvélarnar hefur ekki beinlínis verið einhver hamingja fyrir okkur. Við erum „Boeing 737 flugfélag“ og höfum alltaf verið - en það þýðir ekki að við verðum það endalaust“, segir Kelly en í öðru viðtali í vikunni sagði framkvæmdarstjórinn að félagið sé að skoða hvað er að gerast hjá samkeppnisaðilum Boeing.

Kelly tekur það fram að Southwest Airlines hafi fulla trú á Boeing 737 MAX en félagið á von á því að fá 276 eintök af þeirri þotu í flotann á næstu árum af gerðinni Boeing 737 MAX 7 og MAX 8 og hefur félagið nú þegar tekið við 34 þotum.

Southwest hefur fengið 34 Boeing 737 MAX þotur afhentar

Nokkrir erlendir flugfréttamiðlar greindu frá því á miðvikudag að Southwest hafi sent teymi til Airbus í Evrópu til að kynna sér Airbus A220 þotuna sem mörgum þykir tíðindi þar sem félagið er hliðhollasti viðskiptavinur Boeing og vilja einverjir sérfræðingar meina að Boeing 737 MAX málið hafi aðeins vaggað bátnum er kemur að nánu og löngu sambandi milli Southwest og Boeing.

“Miklar líkur á að við verðum áfram Boeing-flugfélag“

„Við höfum engin áform um að breyta okkar áætlunum. En, eins og margir aðrir, þá erum við stanslaust að skoða hvað er í boði á markaðnum. Við höfum verið Boeing-flugfélag öll þessi ár og ég held að það séu miklar líkur á að við verðum það áfram“, sagði Kelly fyrr í þessari viku.

Airbus A220 þotan í litum Delta Air Lines sem er eina bandaríska flugfélagið sem hefur pantað þotu af þeirri gerð

Southwest var fyrsta flugfélagið í heimi til þess að fljúga Boeing 737-300 þotunni er hún kom á markað árið 1984 og einnig 737-500 tegundinni sem kom á markað árið 1990 en félagið byrjaði með Boeing 737-200 þotuna árið 1971.

Á tíunda áratugnum gerði Emeritus Herb, þáverandi forstjóri Southwest Airlines, óformlegt samkomulag við Boeing er félagið fékk sína fyrstu Boeing 737-700 þotu afhenta, um að „ekkert flugfélag á þessari jörðu mun fá Boeing 737 á eins hagstæðum kjörum og Southwest“ og er sagt að það samkomulag hafi verið innsiglað með handabandi.

Southwest Airlines hefur flogið Boeing 737 þotum alla sína tíð frá árinu 1971Boeing 737 MAX floti Southwest Airlines er kyrrsettur á Victorville-flugvellinum  fréttir af handahófi

Uganda Airlines staðfestir pöntun í Airbus A330-800

8. apríl 2019

|

Uganda Airlines hefur staðfest pöntun í tvær Airbus A330-800 breiðþotur sem er minni útgáfan af A330neo þotunni.

Flugritarnir sendir til Frakklands

14. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur verið valin til þess að taka að sér rannsókn á gögnum úr flugritum Boeing 737 MAX þotu Ethiopian Airlines sem fórst skömmu eftir flugtak þann 10. mars sl.

AirBaltic ætlar að ráða 50 flugvirkja á þessu ári

8. mars 2019

|

AirBaltic sér fram á að ráða um 50 nýja flugvirkja á þessu ári sem munu koma til með að starfa við viðhaldssstöð félagsins á flugvellinum í Riga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00