flugfréttir

Southwest sendir teymi til Evrópu til að skoða Airbus-þotur

- Eitt stærsta „Boeing 737 flugfélag“ heims útilokar ekki aðra kosti

26. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:22

Sagt er að teymi frá Boeing hafi farið til Evrópu til þess að skoða þær þotur sem Airbus hefur upp á að bjóða

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur ýjað að því að ekki sé útilokað að skoða aðrar flugvélategundir í kjölfar vandamálsins með Boeing 737 MAX vélarnar en ekkert flugfélag í heiminum hefur pantað eins mörg eintök af 737 MAX líkt og Southwest sem er einn stærsti og traustasti viðskiptavinur Boeing.

Sagan segir að Southwest Airlines sé að senda nokkra aðila til þess að kynna sér kosti Airbus A220 þotunnar sem Airbus hefur upp á að bjóða sem var upphaflega smíðuð af Bombardier sem CSeries-þotan.

Southwest hefur verið eitt stærsta Boeing-flugfélag Bandaríkjanna og haft eingöngu Boeing 737 þotur í flotanum í hálfa öld eða allt frá stofnun félagsins árið 1966.

Garry Kelly, framkvæmdarstjóri Southwest, gaf það í skyn í nýlegu viðtali að félagið væri til í að skoða hvað annað væri í boði fyrir félagið sem hefur reitt sig alfarið á Boeing 737 frá árinu 1971 þegar fyrsta áætlunarflugið var farið.

Garry Kelly, framkvæmdarstjóri Southwest Airlines

Kelly sagði í viðtali í gær í Dallas að þótt það væri ekki á döfunni að bæta annarri flugvélategund við í flota Southwest þá væri ekkert öruggt að þeir muni hafa aðeins þessa einu flugvélategund til eilífðar.

“Vandamálið með MAX-inn hefur ekki verið nein hamingja fyrir okkur“

„Það er augljóst að staðan með MAX-flugvélarnar hefur ekki beinlínis verið einhver hamingja fyrir okkur. Við erum „Boeing 737 flugfélag“ og höfum alltaf verið - en það þýðir ekki að við verðum það endalaust“, segir Kelly en í öðru viðtali í vikunni sagði framkvæmdarstjórinn að félagið sé að skoða hvað er að gerast hjá samkeppnisaðilum Boeing.

Kelly tekur það fram að Southwest Airlines hafi fulla trú á Boeing 737 MAX en félagið á von á því að fá 276 eintök af þeirri þotu í flotann á næstu árum af gerðinni Boeing 737 MAX 7 og MAX 8 og hefur félagið nú þegar tekið við 34 þotum.

Southwest hefur fengið 34 Boeing 737 MAX þotur afhentar

Nokkrir erlendir flugfréttamiðlar greindu frá því á miðvikudag að Southwest hafi sent teymi til Airbus í Evrópu til að kynna sér Airbus A220 þotuna sem mörgum þykir tíðindi þar sem félagið er hliðhollasti viðskiptavinur Boeing og vilja einverjir sérfræðingar meina að Boeing 737 MAX málið hafi aðeins vaggað bátnum er kemur að nánu og löngu sambandi milli Southwest og Boeing.

“Miklar líkur á að við verðum áfram Boeing-flugfélag“

„Við höfum engin áform um að breyta okkar áætlunum. En, eins og margir aðrir, þá erum við stanslaust að skoða hvað er í boði á markaðnum. Við höfum verið Boeing-flugfélag öll þessi ár og ég held að það séu miklar líkur á að við verðum það áfram“, sagði Kelly fyrr í þessari viku.

Airbus A220 þotan í litum Delta Air Lines sem er eina bandaríska flugfélagið sem hefur pantað þotu af þeirri gerð

Southwest var fyrsta flugfélagið í heimi til þess að fljúga Boeing 737-300 þotunni er hún kom á markað árið 1984 og einnig 737-500 tegundinni sem kom á markað árið 1990 en félagið byrjaði með Boeing 737-200 þotuna árið 1971.

Á tíunda áratugnum gerði Emeritus Herb, þáverandi forstjóri Southwest Airlines, óformlegt samkomulag við Boeing er félagið fékk sína fyrstu Boeing 737-700 þotu afhenta, um að „ekkert flugfélag á þessari jörðu mun fá Boeing 737 á eins hagstæðum kjörum og Southwest“ og er sagt að það samkomulag hafi verið innsiglað með handabandi.

Southwest Airlines hefur flogið Boeing 737 þotum alla sína tíð frá árinu 1971Boeing 737 MAX floti Southwest Airlines er kyrrsettur á Victorville-flugvellinum  fréttir af handahófi

Afbóka pöntun í 29 MAX-þotur

21. apríl 2020

|

Kínverska flugvélaleigan CDB Aviation hefur hætt við pöntun í 29 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX og samið við Boeing um að fá að fresta afhendingum á tuttugu öðrum þotum sömu gerðar alveg til ársins

Flugvél með hjálpargögn fórst í aðflugi í Sómalíu

5. maí 2020

|

Sex létust í flugslysi í Afríku í gær er flugvél af gerðinni Embraer EMB-120RT Brasilia frá flugfélaginu African Express Airways fórst í aðflugi að flugvelli í Sómalíu.

Finnair stefnir á flug til 40 áfangastaða í júlí

19. maí 2020

|

Finnair stefnir á að halda áfram áætlunarflugi til 40 áfangastaða frá og með 1. júlí næstkomandi en félagið ætlar að hefja meðal annars flug til flestallra áfangastaða sinna í Asíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00