flugfréttir

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX í júní

- Sjá fram á að kyrrsetningin eigi eftir að ílengjast fram á mitt sumar

4. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:44

TF-ICU („Dyrhólaey“) í flugtaki á flugvellinum í Manchester í febrúar á þessu ári

Icelandair hefur tilkynnt að Boeing 737 MAX þotur félagsins munu ekki fljúga á ný í júní eins og vonast var til þar sem kyrrsetning flugvélanna mun að öllum líkindum dragast á langinn.

Í byrjun apríl tilkynnti Icelandair um breytingar á flugáætlun sinni til að bregðast við kyrrsetningunni en til að lágmarka þau áhrif sem kyrrsetningin gæti haft í för með sér í sumar var ákveðið að taka á leigu tvær þotur, eina af gerðinni Boeing 757 og eina breiðþotu af gerðinni Boeing 767.

Vonir voru bundnar við að Boeing 737 MAX myndi fljúga á ný um miðjan júní en félagið hefur uppfært flugáætlun sína og er ekki útlit fyrir að 737 MAX þoturnar muni fljúga á ný fyrr en í fyrsta lagi um miðjan júlí.

Þrjár af þeim nýju Boeing 737 MAX þotum sem bíða afhendingar á athafnasvæði Boeing í Renton / Ljósmynd: Peter Schneider

Við þessar breytingar dregst sætaframboð tímabilsins saman um 2% og lögð verður áhersla á að tryggja að sem minnsta röskun verði á leiðarkerfinu á þessum tíma.

Hafa fengið fimm Boeing 737 MAX þotur afhentar

Óvíst er hver fjárhagsleg áhrif kyrrsentingarinnar verður en til að mynda er ekki enn vitað hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda.

Icelandair hefur fengið fjórar Boeing 737 MAX 8 þotur afhentar og eina af lengri gerðinni, 737 MAX 9, en sjö vikur eru liðnar frá því að þotan var kyrrsett í flest öllum löndum í heiminum.

Icelandair fékk fyrstu Boeing 737 MAX þotuna afhenta þann 2. mars í fyrra sem var TF-ICE og var fyrsta áætlunarflugið með „Maxinum“ flogið þann 13. apríl sem var jómfrúarflug til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.  fréttir af handahófi

Piper framleiðir andlitshlífar fyrir heilbrigðisstarfsfólk

30. mars 2020

|

Flugvélaframleiðandinn Piper Aircraft hefur ákveðið að láta gott af sér leiða í baráttunni við kórónaveiruna og COVID-19 með því að hefja framleiðslu á andlitshlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfól

Annasamasti dagur í flugkennslu í margar vikur

5. maí 2020

|

Mikið hefur verið um kennsluflug í dag og hafa kennsluflugvélar bæði frá Flugakademíu Keilis og frá Geirfugli verið næstum stöðugt á lofti í dag bæði í verklegri einkaflugmannskennslu og í atvinnuflu

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Ætla ekki að losa sig við neinar A380 risaþotur

23. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, blæs á þær sögusagnir sem ganga um að Emirates eigi eftir að hætta með flestar Airbus A380 risaþoturnar.

Ítalskir flugvellir opna á ný þann 3. júní

21. maí 2020

|

Stjórnvöld á Ítalíu segja að til standi að opna næstum alla flugvelli í landinu á ný fyrir farþegaflugi þann 3. júní næstkomandi og geta flugfélög þá byrjað að fljúga aftur til landsins með ferðamenn

Flugmenn bjóðast til að taka á sig 45 prósenta launalækkun

21. maí 2020

|

Félag belgískra atvinnuflugmanna hefur boðið stjórn Brussels Airlines að taka að sér launalækkun og vinnutímaskerðingu upp á 45 prósent fram til ársins 2023.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00