flugfréttir

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX í júní

- Sjá fram á að kyrrsetningin eigi eftir að ílengjast fram á mitt sumar

4. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:44

TF-ICU („Dyrhólaey“) í flugtaki á flugvellinum í Manchester í febrúar á þessu ári

Icelandair hefur tilkynnt að Boeing 737 MAX þotur félagsins munu ekki fljúga á ný í júní eins og vonast var til þar sem kyrrsetning flugvélanna mun að öllum líkindum dragast á langinn.

Í byrjun apríl tilkynnti Icelandair um breytingar á flugáætlun sinni til að bregðast við kyrrsetningunni en til að lágmarka þau áhrif sem kyrrsetningin gæti haft í för með sér í sumar var ákveðið að taka á leigu tvær þotur, eina af gerðinni Boeing 757 og eina breiðþotu af gerðinni Boeing 767.

Vonir voru bundnar við að Boeing 737 MAX myndi fljúga á ný um miðjan júní en félagið hefur uppfært flugáætlun sína og er ekki útlit fyrir að 737 MAX þoturnar muni fljúga á ný fyrr en í fyrsta lagi um miðjan júlí.

Þrjár af þeim nýju Boeing 737 MAX þotum sem bíða afhendingar á athafnasvæði Boeing í Renton / Ljósmynd: Peter Schneider

Við þessar breytingar dregst sætaframboð tímabilsins saman um 2% og lögð verður áhersla á að tryggja að sem minnsta röskun verði á leiðarkerfinu á þessum tíma.

Hafa fengið fimm Boeing 737 MAX þotur afhentar

Óvíst er hver fjárhagsleg áhrif kyrrsentingarinnar verður en til að mynda er ekki enn vitað hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda.

Icelandair hefur fengið fjórar Boeing 737 MAX 8 þotur afhentar og eina af lengri gerðinni, 737 MAX 9, en sjö vikur eru liðnar frá því að þotan var kyrrsett í flest öllum löndum í heiminum.

Icelandair fékk fyrstu Boeing 737 MAX þotuna afhenta þann 2. mars í fyrra sem var TF-ICE og var fyrsta áætlunarflugið með „Maxinum“ flogið þann 13. apríl sem var jómfrúarflug til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.  fréttir af handahófi

Sækja um leyfi fyrir flugi milli Argentínu og Bandaríkjanna

10. júlí 2019

|

Norwegian hefur sótt um leyfi fyrir hönd argentínska dótturfélagsins, Norwegian Air Argentina, fyrir áætlunarflugi milli Argentínu og Bandaríkjanna.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Hvetur farþega til að hafa traust á öryggismálum í fluginu

7. júní 2019

|

Yfirmaður Samtaka flugfélaga í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu (AAPA) hvetur farþega til að láta ekki umfjöllun fjölmiðla og umræður á samfélagsmiðlum gangvart Boeing 737 MAX hafa áhrif á traust þeirra á

  Nýjustu flugfréttirnar

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

Flugfélag kærir Youtube-stjörnu vegna myndatöku um borð

17. júlí 2019

|

Flugfélagið Garuda hefur kært Youtube-stjörnu í Indónesíu fyrir ærumeiðingar eftir að viðkomandi aðili, sem er þekktur myndbandsbloggari þar í landi, gerði grín að flugfélaginu á samfélagsmiðlum.

Fyrsta P-8A herflugvélin fyrir Bretland flýgur fyrsta flugið

16. júlí 2019

|

Fyrsta Boeing P-8A Poseidon herflugvélin fyrir breska flugherinn flaug sitt fyrsta flug á dögunum frá flugvellinum í Renton nálægt Seattle og markar þetta upphafið af flugprófunum með P-8A flugvélarn

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

16. júlí 2019

|

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MA

Fyrsta A320neo þota Atlantic Airways komin til Færeyja

15. júlí 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tekið við fyrstu Airbus A320neo þotunni sem ber skráninguna OY-RCK og var hún afhent ný til félagsins um helgina.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00