flugfréttir

Qantas vill hækka vaktatíma flugmanna upp í 23 stundir

- Þurfa lengri vaktatíma fyrir beint flug milli Sydney og London

6. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:41

Lengsta flug Qantas í dag er beint flug félagsins frá Perth til London Heathrow sem tekur um 17 klukkustundir

Ástralska flugfélagið Qantas reynir nú að fá undanþágu frá flugmálayfirvöldum í Ástralíu til þess að breyta lögum um vaktatíma flugmanna til þess að geta flogið eitt lengsta beina áætlunarflug sögunnar.

Qantas stefnir á að hefja beint flug milli Sydney og London sem tæki 21 klukkustund og þá mögulega með þotum á borð við Boeing 777-8 eða Airbus A350-1000.

Þær þotur munu hafa flugþol upp á yfir 21 klukkustund sem myndi gert Qantas kleift að fljúga slíkar vegalengdir án þess að hafa viðdvöl á leiðinni en félagið hefur í mörg ár flogið milli Sydney og London Heathrow með viðkomu ýmist í Singapore eða í öðrum borgum í Asíu sem gerir heildarflugtímann að 23 klukkustundum.

Þótt að Qantas væri komið með flugvélar með slíkt flugþol þá stendur félagið frammi fyrir því að í fluginu eru reglugerðir varðandi hámarks vaktatíma og hvíldartíma áhafna en samkvæmt áströlskum reglugerðum í fluginu þá má vaktatími flugmanna ekki fara yfir 20 klukkustundir.

Boeing 787-9 þota Qantas í lendingu á flugvellinum í Perth eftir flug frá London Heathrow

Þar með talið er sá tími sem fer í að ferðast til og frá vinnu og undirbúningur flugsins á jörðu niðri auk þess tíma sem telst til vinnu eftir lendingu sem dugar því ekki til er kemur að flugi sem varir í 20 klukkustundir.

Ljós er að þörf er á vaktatíma flugmanna upp á 23 klukkustundir til að gera þetta lengsta, beina áætlunarflug að veruleika.

„Við höfum ekki leyfi til þess að notfæra okkur eins langan vinnutíma og slíkt flug krefst þannig það þarf að semja um þetta og láta flugmálayfirvöld leggja blessun sína yfir það áður en farið er af stað með svona langt flug“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

Joyce segir að ef undantekning verður gerð á vaktartíma flugmanna vegna beins flugs milli Sydney og London þá geti félagið lagt inn pöntun í annaðhvort Boeing 777-8 eða Airbus A350-1000 fyrir lok ársins og verður hægt að hefja fyrsta beina flugið árið 2022.

„Tæknin hefur breyst en mannleg geta hefur alltaf verið sú sama“

Qantas stefnir á að hefja beint flug milli Sydney og London árið
2022

Qantas flýgur nú þegar beint flug milli Perth og London en það flug tekur 17 klukkustundir og eru fjórir flugmenn um borð í flugi sem skipta á milli sín vöktum.

Peter Gibson, talsmaður flugmálayfirvalda í Ástralíu, segir að stofnunin sé að skoða málið og verður ákvörðunin að hluta til byggð á niðurstöðum úr rannsókn um þreytu meðal þeirra flugmanna sem eru í dag að fljúga beina flugið milli Perth og London.

Niðurstaðan gæti orðið sú að 21 tíma vaktir verða leyfðar, beiðninni hafnað, vaktatíminn yrði styttur frá því sem hann er nú, eða farið fram á reyndari áhafnir eða að hvíldartími yrði lengdur.

„Tæknin hefur breyst en geta mannsins og takmörkun hennar er sú sama og þegar Wright-bræður flugu fyrsta flug sögunnar. Við verðum fyrst að átta okkur á þeim áhrifum sem svona „súper löng“ flug hafa á flugmenn“, segir Mark Sedwick, yfirmaður flugmannafélags Qantas.

Samgönguyfirvöld í Ástralíu birtu nýlega niðurstöður úr könnun sem leiddi í ljós að 60% flugmanna, sem fljúga mjög löng flug, hafa upplifað þreytu og í mörgum tilfellum hafa flugmenn verið mjög þreyttir á löngum flugferðum.  fréttir af handahófi

AirAsia endurskoðar pöntun í 480 þotur hjá Airbus

29. apríl 2020

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia segir að verið sé að endurskoða pantanir sem félagið á inni hjá Airbus í nýjar farþegaþotur en flugfélagið á von á 480 nýjum þotum á næstu árum.

Starfsmenn bæði hjá Boeing og Airbus greinast með COVID-19

13. mars 2020

|

Kórónaveirusmit hafa greinst meðal starfsmanna hjá báðum flugvélaframleiðendunum, Boeing og Airbus, en Boeing hefur staðfest að starfsmaður í verksmiðjunum í Everett hafi greinst jákvæður gagnvart CO

British Airways aflýsir öllu flugi um Gatwick

31. mars 2020

|

British Airways hefur aflýst öllu flugi um Gatwick-flugvöll frá og með morgundeginum 1. apríl og verður þeim flugvélum lagt sem hafa aðsetur á flugvellinum vegna heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00