flugfréttir

Qantas vill hækka vaktatíma flugmanna upp í 23 stundir

- Þurfa lengri vaktatíma fyrir beint flug milli Sydney og London

6. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:41

Lengsta flug Qantas í dag er beint flug félagsins frá Perth til London Heathrow sem tekur um 17 klukkustundir

Ástralska flugfélagið Qantas reynir nú að fá undanþágu frá flugmálayfirvöldum í Ástralíu til þess að breyta lögum um vaktatíma flugmanna til þess að geta flogið eitt lengsta beina áætlunarflug sögunnar.

Qantas stefnir á að hefja beint flug milli Sydney og London sem tæki 21 klukkustund og þá mögulega með þotum á borð við Boeing 777-8 eða Airbus A350-1000.

Þær þotur munu hafa flugþol upp á yfir 21 klukkustund sem myndi gert Qantas kleift að fljúga slíkar vegalengdir án þess að hafa viðdvöl á leiðinni en félagið hefur í mörg ár flogið milli Sydney og London Heathrow með viðkomu ýmist í Singapore eða í öðrum borgum í Asíu sem gerir heildarflugtímann að 23 klukkustundum.

Þótt að Qantas væri komið með flugvélar með slíkt flugþol þá stendur félagið frammi fyrir því að í fluginu eru reglugerðir varðandi hámarks vaktatíma og hvíldartíma áhafna en samkvæmt áströlskum reglugerðum í fluginu þá má vaktatími flugmanna ekki fara yfir 20 klukkustundir.

Boeing 787-9 þota Qantas í lendingu á flugvellinum í Perth eftir flug frá London Heathrow

Þar með talið er sá tími sem fer í að ferðast til og frá vinnu og undirbúningur flugsins á jörðu niðri auk þess tíma sem telst til vinnu eftir lendingu sem dugar því ekki til er kemur að flugi sem varir í 20 klukkustundir.

Ljós er að þörf er á vaktatíma flugmanna upp á 23 klukkustundir til að gera þetta lengsta, beina áætlunarflug að veruleika.

„Við höfum ekki leyfi til þess að notfæra okkur eins langan vinnutíma og slíkt flug krefst þannig það þarf að semja um þetta og láta flugmálayfirvöld leggja blessun sína yfir það áður en farið er af stað með svona langt flug“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

Joyce segir að ef undantekning verður gerð á vaktartíma flugmanna vegna beins flugs milli Sydney og London þá geti félagið lagt inn pöntun í annaðhvort Boeing 777-8 eða Airbus A350-1000 fyrir lok ársins og verður hægt að hefja fyrsta beina flugið árið 2022.

„Tæknin hefur breyst en mannleg geta hefur alltaf verið sú sama“

Qantas stefnir á að hefja beint flug milli Sydney og London árið
2022

Qantas flýgur nú þegar beint flug milli Perth og London en það flug tekur 17 klukkustundir og eru fjórir flugmenn um borð í flugi sem skipta á milli sín vöktum.

Peter Gibson, talsmaður flugmálayfirvalda í Ástralíu, segir að stofnunin sé að skoða málið og verður ákvörðunin að hluta til byggð á niðurstöðum úr rannsókn um þreytu meðal þeirra flugmanna sem eru í dag að fljúga beina flugið milli Perth og London.

Niðurstaðan gæti orðið sú að 21 tíma vaktir verða leyfðar, beiðninni hafnað, vaktatíminn yrði styttur frá því sem hann er nú, eða farið fram á reyndari áhafnir eða að hvíldartími yrði lengdur.

„Tæknin hefur breyst en geta mannsins og takmörkun hennar er sú sama og þegar Wright-bræður flugu fyrsta flug sögunnar. Við verðum fyrst að átta okkur á þeim áhrifum sem svona „súper löng“ flug hafa á flugmenn“, segir Mark Sedwick, yfirmaður flugmannafélags Qantas.

Samgönguyfirvöld í Ástralíu birtu nýlega niðurstöður úr könnun sem leiddi í ljós að 60% flugmanna, sem fljúga mjög löng flug, hafa upplifað þreytu og í mörgum tilfellum hafa flugmenn verið mjög þreyttir á löngum flugferðum.  fréttir af handahófi

Qantas hefur fulla trú á Boeing 737 MAX og íhuga stóra pöntun

11. júní 2019

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri ástralska flugfélagsins Qantas, segir að félagið sé að íhuga að velja Boeing 737 MAX þotur fyrir innanlandsflugið í Ástralíu.

Ákváðu að sleppa MAX-nafninu í yfirlýsingu um pöntun

20. júní 2019

|

Svo virðist sem að British Airways hafi komið af stað umræðum varðandi framtíð MAX vörumerkisins eftir að flugfélagið breska tilkynnti um fyrirhugaða pöntun í 200 Boeing 737 MAX þotur í vikunni en Br

Ryanair í stórt samstarf við flugskóla í Póllandi

22. júlí 2019

|

Ryanair hefur tilkynnt um samning um umfangsmikið flugnámsverkefni í Mið-Evrópu þar sem til stendur að þjálfa upp nýja flugmenn fyrir félagið í samstarfi við flugskólann Bartolini Air í Póllandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair í stórt samstarf við flugskóla í Póllandi

22. júlí 2019

|

Ryanair hefur tilkynnt um samning um umfangsmikið flugnámsverkefni í Mið-Evrópu þar sem til stendur að þjálfa upp nýja flugmenn fyrir félagið í samstarfi við flugskólann Bartolini Air í Póllandi.

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs

SAS sendir „ljóta andarungann“ í niðurrif

22. júlí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur sent fyrstu Airbus A340 breiðþotuna í brotajárn en þotan sem félagið hefur losað sig við er LN-RKP sem flogið hefur undir nafninu „Torfinn Viking“.

Kyrrsettar í kjölfar flugslyss í Svíðþjóð

22. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld nokkurra ríkja og landa hafa farið fram á kyrrsetningu á flugvélartegund af gerðinni GippsAero GA8 Skyvan, sömu gerðar og sú sem fórst í Svíðþjóð þann
14. júlí sl. með þeim afle

Airbus á von á pöntun í yfir 100 þotur frá Air France

21. júlí 2019

|

Airbus er sagt vera á lokasprettinum með að ná samningi við Air France um stóra pöntun í allt að sjötíu Airbus A220 þotur (CSeries) auk tugi þotna af gerðinni Airbus A320neo.

Disney stefnir á stofnun flugfélags

21. júlí 2019

|

Orðrómur er í gangi um að Walt Disney fyrirtækið ætli að stofna sitt eigið flugfélag en samkvæmt vefsíðunni Justdisney.com þá segir að Disney ætli að festa kaup á nokkrum litlum farþegaflugvélum á n

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00