flugfréttir

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

- Ná ekki að keppa við hraðlestar og erlend lágfargjaldafélög

13. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:05

Air France hefur átt undir högg að sækja á mörgum vígstöðvum að undanförnu og er innanlandsflugið þar engin undantekning

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

Taprekstur Air France nam 25 milljörðum króna árið 2018 sem er tvöföld verri afkoma en árið 2017 er tap félagsins nam 13 milljörðum króna.

Óttast er að niðurskurðurinn eigi eftir að hafa töluverð áhrif og óttast starfsmenn að til uppsagna komi en af þeim 84.000 starfsmönnum sem starfa hjá Air France þá eru um 3.400 af þeim sem starfa í tengslum við innanlandsflugið á þrettán áfangastöðum.

Air France segir að dregið verði úr tíðni til einhverra flugvalla, minni flugvélar sendar á einhverja áfangastaði auk þess sem hætt verður að fljúga til þeirra áfangastaða sem eru ekki lengur arðbærir.

Talsmaður Air France vill ekki gefa upp til hvaða borga verður hætt að fljúga til en gefur í skyn að sennilega verði hætt að fljúga til þeirra staða sem fólk er farið að ferðast til í auknu mæli með hraðlestum og til flugvalla þar sem lágfargjaldafélög hafa náð yfirhöndinni.

Airbus A320 þota spænska flugfélagsins Volotea

Air France flýgur til 32 áfangastaða í innanlandsfluginu í Frakklandi og hefur meðal annars notað Airbus A320 og A319 þotur til flugsins auk Airbus A318 sem er minnsta farþegaþotan sem Airbus hefur smíðað.

Halda enn í 65% hlutdeild af markaðnum innanlands

Þá hafa erlend lágfargjaldafélög herjað á franska markaðinn en til að mynda þá flýgur spænska flugfélagið Volotea til og frá Brest, Nantes, Bordeaux, Montpellier, Lyon og fleiri áfangastaða auk þess sem easyJet og Ryanair eru einnig umsvifamikil í Frakklandi.

Ryanair hefur nýopnað bækistöð á flugvöllunum í Marseille og í Bordeaux og til stendur að gera flugvöllinn í Toulouse einnig að nýrri starfsstöð og þá gerði easyJet flugvöllinn í Nantes að sinni sjöundu bækistöð í Frakklandi.

Er kemur að hraðlestunum þá segir að Air France hafi tapað um 90% af umsvifum sínum í þeim borgum sem hægt er að ferðast til á innan við 2 klukkustundum til og frá París.

Air France hefur tapað um 98 milljörðum króna á sl. sex árum eða frá árinu 2013 en þrátt fyrir það þá hefur markaðsherferð og aukin áhersla að uppfylla kröfur farþega um stundvísi og þægindi, gert það að verkum að félagið hefur náð að viðhalda 65% af samgöngum innanlands í Frakklandi.  fréttir af handahófi

Hætta við að panta fleiri Sukhoi-þotur í kjölfar flugslyss

6. maí 2019

|

Eitt rússneskt flugfélag hefur hætt við áform um að panta tíu Sukhoi Superjet 100 þotur til viðbótar en félagið tilkynnti um þetta í morgun, daginn eftir flugslys sem átti sér stað í gær er þota söm

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

FAA setur bann við öllu flugi til Venezúela

4. maí 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað bandarískum flugfélögum að fljúga til Venezúela þar sem ástandið í landinu hefur versnað til muna upp á síðkastið og með daglegum uppþotum á götum út.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00