flugfréttir

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

- Ná ekki að keppa við hraðlestar og erlend lágfargjaldafélög

13. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:05

Air France hefur átt undir högg að sækja á mörgum vígstöðvum að undanförnu og er innanlandsflugið þar engin undantekning

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

Taprekstur Air France nam 25 milljörðum króna árið 2018 sem er tvöföld verri afkoma en árið 2017 er tap félagsins nam 13 milljörðum króna.

Óttast er að niðurskurðurinn eigi eftir að hafa töluverð áhrif og óttast starfsmenn að til uppsagna komi en af þeim 84.000 starfsmönnum sem starfa hjá Air France þá eru um 3.400 af þeim sem starfa í tengslum við innanlandsflugið á þrettán áfangastöðum.

Air France segir að dregið verði úr tíðni til einhverra flugvalla, minni flugvélar sendar á einhverja áfangastaði auk þess sem hætt verður að fljúga til þeirra áfangastaða sem eru ekki lengur arðbærir.

Talsmaður Air France vill ekki gefa upp til hvaða borga verður hætt að fljúga til en gefur í skyn að sennilega verði hætt að fljúga til þeirra staða sem fólk er farið að ferðast til í auknu mæli með hraðlestum og til flugvalla þar sem lágfargjaldafélög hafa náð yfirhöndinni.

Airbus A320 þota spænska flugfélagsins Volotea

Air France flýgur til 32 áfangastaða í innanlandsfluginu í Frakklandi og hefur meðal annars notað Airbus A320 og A319 þotur til flugsins auk Airbus A318 sem er minnsta farþegaþotan sem Airbus hefur smíðað.

Halda enn í 65% hlutdeild af markaðnum innanlands

Þá hafa erlend lágfargjaldafélög herjað á franska markaðinn en til að mynda þá flýgur spænska flugfélagið Volotea til og frá Brest, Nantes, Bordeaux, Montpellier, Lyon og fleiri áfangastaða auk þess sem easyJet og Ryanair eru einnig umsvifamikil í Frakklandi.

Ryanair hefur nýopnað bækistöð á flugvöllunum í Marseille og í Bordeaux og til stendur að gera flugvöllinn í Toulouse einnig að nýrri starfsstöð og þá gerði easyJet flugvöllinn í Nantes að sinni sjöundu bækistöð í Frakklandi.

Er kemur að hraðlestunum þá segir að Air France hafi tapað um 90% af umsvifum sínum í þeim borgum sem hægt er að ferðast til á innan við 2 klukkustundum til og frá París.

Air France hefur tapað um 98 milljörðum króna á sl. sex árum eða frá árinu 2013 en þrátt fyrir það þá hefur markaðsherferð og aukin áhersla að uppfylla kröfur farþega um stundvísi og þægindi, gert það að verkum að félagið hefur náð að viðhalda 65% af samgöngum innanlands í Frakklandi.  fréttir af handahófi

Þrír lykilstarfsmenn yfirgefa söludeild Boeing

18. maí 2019

|

Þrír yfirmenn í söludeild Boeing hafa yfirgefið markaðsdeild fyrirtækisins þegar aðeins er mánuður í Paris Air Show flugsýninguna sem er ein mikilvægasta sölusýning fyrir Boeing og aðra flugvélaframl

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Bombardier selur CRJ-framleiðsluna til Mitsubishi

25. júní 2019

|

Kanadíski flugvélaframleiðandinn hefur selt framleiðsluna á CRJ þotunum yfir til japanska flugvélaframleiðandans Mitsubishu Heavy Industries sem framleiðir m.a. nýju MRJ þotuna sem fengið hefur nafn

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair í stórt samstarf við flugskóla í Póllandi

22. júlí 2019

|

Ryanair hefur tilkynnt um samning um umfangsmikið flugnámsverkefni í Mið-Evrópu þar sem til stendur að þjálfa upp nýja flugmenn fyrir félagið í samstarfi við flugskólann Bartolini Air í Póllandi.

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs

SAS sendir „ljóta andarungann“ í niðurrif

22. júlí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur sent fyrstu Airbus A340 breiðþotuna í brotajárn en þotan sem félagið hefur losað sig við er LN-RKP sem flogið hefur undir nafninu „Torfinn Viking“.

Kyrrsettar í kjölfar flugslyss í Svíðþjóð

22. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld nokkurra ríkja og landa hafa farið fram á kyrrsetningu á flugvélartegund af gerðinni GippsAero GA8 Skyvan, sömu gerðar og sú sem fórst í Svíðþjóð þann
14. júlí sl. með þeim afle

Airbus á von á pöntun í yfir 100 þotur frá Air France

21. júlí 2019

|

Airbus er sagt vera á lokasprettinum með að ná samningi við Air France um stóra pöntun í allt að sjötíu Airbus A220 þotur (CSeries) auk tugi þotna af gerðinni Airbus A320neo.

Disney stefnir á stofnun flugfélags

21. júlí 2019

|

Orðrómur er í gangi um að Walt Disney fyrirtækið ætli að stofna sitt eigið flugfélag en samkvæmt vefsíðunni Justdisney.com þá segir að Disney ætli að festa kaup á nokkrum litlum farþegaflugvélum á n

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00