flugfréttir

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

- Ná ekki að keppa við hraðlestar og erlend lágfargjaldafélög

13. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:05

Air France hefur átt undir högg að sækja á mörgum vígstöðvum að undanförnu og er innanlandsflugið þar engin undantekning

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

Taprekstur Air France nam 25 milljörðum króna árið 2018 sem er tvöföld verri afkoma en árið 2017 er tap félagsins nam 13 milljörðum króna.

Óttast er að niðurskurðurinn eigi eftir að hafa töluverð áhrif og óttast starfsmenn að til uppsagna komi en af þeim 84.000 starfsmönnum sem starfa hjá Air France þá eru um 3.400 af þeim sem starfa í tengslum við innanlandsflugið á þrettán áfangastöðum.

Air France segir að dregið verði úr tíðni til einhverra flugvalla, minni flugvélar sendar á einhverja áfangastaði auk þess sem hætt verður að fljúga til þeirra áfangastaða sem eru ekki lengur arðbærir.

Talsmaður Air France vill ekki gefa upp til hvaða borga verður hætt að fljúga til en gefur í skyn að sennilega verði hætt að fljúga til þeirra staða sem fólk er farið að ferðast til í auknu mæli með hraðlestum og til flugvalla þar sem lágfargjaldafélög hafa náð yfirhöndinni.

Airbus A320 þota spænska flugfélagsins Volotea

Air France flýgur til 32 áfangastaða í innanlandsfluginu í Frakklandi og hefur meðal annars notað Airbus A320 og A319 þotur til flugsins auk Airbus A318 sem er minnsta farþegaþotan sem Airbus hefur smíðað.

Halda enn í 65% hlutdeild af markaðnum innanlands

Þá hafa erlend lágfargjaldafélög herjað á franska markaðinn en til að mynda þá flýgur spænska flugfélagið Volotea til og frá Brest, Nantes, Bordeaux, Montpellier, Lyon og fleiri áfangastaða auk þess sem easyJet og Ryanair eru einnig umsvifamikil í Frakklandi.

Ryanair hefur nýopnað bækistöð á flugvöllunum í Marseille og í Bordeaux og til stendur að gera flugvöllinn í Toulouse einnig að nýrri starfsstöð og þá gerði easyJet flugvöllinn í Nantes að sinni sjöundu bækistöð í Frakklandi.

Er kemur að hraðlestunum þá segir að Air France hafi tapað um 90% af umsvifum sínum í þeim borgum sem hægt er að ferðast til á innan við 2 klukkustundum til og frá París.

Air France hefur tapað um 98 milljörðum króna á sl. sex árum eða frá árinu 2013 en þrátt fyrir það þá hefur markaðsherferð og aukin áhersla að uppfylla kröfur farþega um stundvísi og þægindi, gert það að verkum að félagið hefur náð að viðhalda 65% af samgöngum innanlands í Frakklandi.  fréttir af handahófi

Flugvöllurinn í Köben sendir 1.500 starfsmenn heim

18. mars 2020

|

Flugvöllurinn í Kaupmannahöfn hefur sent 1.500 starfsmenn heim í launalaust leyfi vegna samdráttar í flugumferð um völlinn sökum kórónaveirunnar.

Flugvél með hjálpargögn fórst í aðflugi í Sómalíu

5. maí 2020

|

Sex létust í flugslysi í Afríku í gær er flugvél af gerðinni Embraer EMB-120RT Brasilia frá flugfélaginu African Express Airways fórst í aðflugi að flugvelli í Sómalíu.

Lufthansa í viðræðum um aðstoð upp á 1.432 milljarða

7. maí 2020

|

Lufthansa á nú í viðræðum við þýska ríkið um opinbera aðstoð í formi „stöðugleikapakka“ upp á 9 milljarða evra til þess að tryggja framtíð félagsins en sú upphæð samsvarar 1.432 milljörðum króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00