flugfréttir

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

- TWA Hótelið hóf starfsemi sína í dag - Sundlaug með útsýni yfir JFK

15. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:01

TWA Hotel og flugstöðin TWA Flight Center opnaði í dag fyrir almenningi

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugstöðinni.

Síðastliðin 5 ár hafa staðið yfir framkvæmdir á TWA Hotels sem var formlega tekið í notkun í dag og getur almenningur nú spókað sig um í TWA byggingunni sem lokaði í október árið 2001.

Það var árið 2015 sem tilkynnt var um að bandaríska flugfélagið jetBlue hyggðist opna hótel við TWA flugstöðina sem staðið hefur auð allt frá tímum Pan Am og TWA sem voru þá stærstu risarnir í fluginu vestanhafs.

Í september 2015 fékk jetBlue leyfi frá samgöngustofnuninni Port Authority of New York and New Jersey til hótelreksturs og er byggingin því aftur aðgengileg fyrir almenning og þá gesti sem vilja berja þennan magnaða arkitektúr augum en flugstöðin, sem hönnuð var af finnska arkitektinum Eero Saarinen snemma á sjöunda áratug síðustu aldar, hefur verið álitin tímavél fyrir gullnu ár flugsins.

Það verða án efa margir sem eiga eftir að leggja leið sína í TWA flugstöðina í sumar

TWA Hotel kemur með 512 herbergjum og tengist hótelið flugstöðinni en inni í henni má meðal annars sjá flugfreyjubúninga TWA sem eru til sýnis og fyrir utan má finna forláta Lockheed Constellation flugvél sem hefur verið breytt í bar og fundaraðstöðu.

Þrjú hönnunarfyrirtæki komu að hönnun hótelsins, Lubrano Ciavarra í New York, Beyer Blinder Belle og Stonehill Taylor og var allt gert til að varðveita gullnu ár flugsins og herbergin hönnuð á þá leið að hótelgestum finnst þeir vera komnir aftur í tímann eða staddir í kvikmyndinni „Catch Me If You Can“.

Sundlaugin er með útsýni sem engin önnur sundlaug í veröldinni hefur - Allavega ekki fyrir flugáhugafólk

Hótelið kemur með sundlaug ofan á þakinu með útsýni yfir JFK-flugvöll sem er einn stærsti flugvöllur Bandaríkjanna, útsýnispallur, fundarherbergi og 929 fermetra líkamsræktarsal sem sagður er vera stærsta hótellíkamssrækt heims.

London-klúbburinn er einn af þeim nokkrum börum sem finna má í TWA flugstöðinniÖll herlegheitin tengjast svo AirTram flugvallarlestinni sem gengur í hringi á milli allra flugstöðvanna á JFK-flugvellinum og eru tengifarþegar velkomnir til að kíkja í veitingar eða fara í sturtu áður en þeir fara í flug.

TWA flugstöðin hefur verið lokuð frá því í október 2001

Hótelgestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hávaði frá flugvellinum haldi fyrir þeim vöku þar sem gluggarnir eru 11 sentimetrar á þykkt, gerðir úr Fabbrica-gleri, sem er eitt þykkasta gler sem framleitt er í heiminum í dag, en fyrir flugnörda þá er því miður ekki hægt að heyra mikin þotugný þar sem glerið er nánast hljóðeinangrandi.

Þrjú hönnunarfyrirtæki komu að hönnun hótelsins, Lubrano Ciavarra í New York, Beyer Blinder Belle og Stonehill Taylor og var allt gert til að varðveita gullnu ár flugsins og herbergin hönnuð á þá leið að hótelgestum finnst þeir vera komnir aftur í tímann eða staddir í kvikmyndinni „Catch Me If You Can“.

Mikið af munum frá tíma TWA er að finna í flugstöðinni

Í flugstöðinni ómar tónlist Frank Sinatra, Bítlanna, Dusty Springfield, Rosemary Clooney og Dean Martin og má bragða á fjölda tegunda af kokteilum og drykkjum á átta mismunandi hótelbörum og veitingastöðum en meðal þeirra eru Jean-Georges Vongerichten’s Paris Café, Lisbon Lounge, og Ambassador’s Club. 

Þá er að finna í gömlu flugstöðinni TWA safnið þar sem sjá má fjöldann allan af munum sem tilheyra tímanum sem TWA var upp á sitt besta þar sem til sýnis eru búningar, farangur, ferðatöskumerkingar, húsgögn ásamt fleiri hluta sem tengdust flugfélaginu.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Myndband: Nauðlending á hraðbraut í Kanada

16. apríl 2020

|

Flugmaður lítillar einkaflugvélar af gerðinni Piper PA-28 Cherokee neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Kanada í morgun eftir að vandræði kom upp með gang í mótor vélarinnar.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

Boeing fær pöntun í 18 þotur af gerðinni P-8 Poseidon

31. mars 2020

|

Í skugga þeirra erfiðleika sem flugheimurinn stendur frammi fyrir vegna COVID-19 og á tímum þar sem fáar pantanir berast til flugvélaframleiðenda þá hefur Boeing fengið nýja pöntun í á annan tug herf

  Nýjustu flugfréttirnar

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00