flugfréttir

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

- TWA Hótelið hóf starfsemi sína í dag - Sundlaug með útsýni yfir JFK

15. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:01

TWA Hotel og flugstöðin TWA Flight Center opnaði í dag fyrir almenningi

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugstöðinni.

Síðastliðin 5 ár hafa staðið yfir framkvæmdir á TWA Hotels sem var formlega tekið í notkun í dag og getur almenningur nú spókað sig um í TWA byggingunni sem lokaði í október árið 2001.

Það var árið 2015 sem tilkynnt var um að bandaríska flugfélagið jetBlue hyggðist opna hótel við TWA flugstöðina sem staðið hefur auð allt frá tímum Pan Am og TWA sem voru þá stærstu risarnir í fluginu vestanhafs.

Í september 2015 fékk jetBlue leyfi frá samgöngustofnuninni Port Authority of New York and New Jersey til hótelreksturs og er byggingin því aftur aðgengileg fyrir almenning og þá gesti sem vilja berja þennan magnaða arkitektúr augum en flugstöðin, sem hönnuð var af finnska arkitektinum Eero Saarinen snemma á sjöunda áratug síðustu aldar, hefur verið álitin tímavél fyrir gullnu ár flugsins.

Það verða án efa margir sem eiga eftir að leggja leið sína í TWA flugstöðina í sumar

TWA Hotel kemur með 512 herbergjum og tengist hótelið flugstöðinni en inni í henni má meðal annars sjá flugfreyjubúninga TWA sem eru til sýnis og fyrir utan má finna forláta Lockheed Constellation flugvél sem hefur verið breytt í bar og fundaraðstöðu.

Þrjú hönnunarfyrirtæki komu að hönnun hótelsins, Lubrano Ciavarra í New York, Beyer Blinder Belle og Stonehill Taylor og var allt gert til að varðveita gullnu ár flugsins og herbergin hönnuð á þá leið að hótelgestum finnst þeir vera komnir aftur í tímann eða staddir í kvikmyndinni „Catch Me If You Can“.

Sundlaugin er með útsýni sem engin önnur sundlaug í veröldinni hefur - Allavega ekki fyrir flugáhugafólk

Hótelið kemur með sundlaug ofan á þakinu með útsýni yfir JFK-flugvöll sem er einn stærsti flugvöllur Bandaríkjanna, útsýnispallur, fundarherbergi og 929 fermetra líkamsræktarsal sem sagður er vera stærsta hótellíkamssrækt heims.

London-klúbburinn er einn af þeim nokkrum börum sem finna má í TWA flugstöðinniÖll herlegheitin tengjast svo AirTram flugvallarlestinni sem gengur í hringi á milli allra flugstöðvanna á JFK-flugvellinum og eru tengifarþegar velkomnir til að kíkja í veitingar eða fara í sturtu áður en þeir fara í flug.

TWA flugstöðin hefur verið lokuð frá því í október 2001

Hótelgestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hávaði frá flugvellinum haldi fyrir þeim vöku þar sem gluggarnir eru 11 sentimetrar á þykkt, gerðir úr Fabbrica-gleri, sem er eitt þykkasta gler sem framleitt er í heiminum í dag, en fyrir flugnörda þá er því miður ekki hægt að heyra mikin þotugný þar sem glerið er nánast hljóðeinangrandi.

Þrjú hönnunarfyrirtæki komu að hönnun hótelsins, Lubrano Ciavarra í New York, Beyer Blinder Belle og Stonehill Taylor og var allt gert til að varðveita gullnu ár flugsins og herbergin hönnuð á þá leið að hótelgestum finnst þeir vera komnir aftur í tímann eða staddir í kvikmyndinni „Catch Me If You Can“.

Mikið af munum frá tíma TWA er að finna í flugstöðinni

Í flugstöðinni ómar tónlist Frank Sinatra, Bítlanna, Dusty Springfield, Rosemary Clooney og Dean Martin og má bragða á fjölda tegunda af kokteilum og drykkjum á átta mismunandi hótelbörum og veitingastöðum en meðal þeirra eru Jean-Georges Vongerichten’s Paris Café, Lisbon Lounge, og Ambassador’s Club. 

Þá er að finna í gömlu flugstöðinni TWA safnið þar sem sjá má fjöldann allan af munum sem tilheyra tímanum sem TWA var upp á sitt besta þar sem til sýnis eru búningar, farangur, ferðatöskumerkingar, húsgögn ásamt fleiri hluta sem tengdust flugfélaginu.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Hljóðritinn úr Atlas Air þotunni fundinn

2. mars 2019

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að búið sé að finna annan svörtu kassanna úr Boeing 767 fraktþotu Atlas Air sem fórst í aðflugi að flugvel

Hætta við að panta fleiri Sukhoi-þotur í kjölfar flugslyss

6. maí 2019

|

Eitt rússneskt flugfélag hefur hætt við áform um að panta tíu Sukhoi Superjet 100 þotur til viðbótar en félagið tilkynnti um þetta í morgun, daginn eftir flugslys sem átti sér stað í gær er þota söm

Einkaþota lendir á flugbraut á meðan framkvæmdir standa yfir

4. mars 2019

|

Athyglisvert myndband hefur breiðst út eins og eldur í sinu um helgina á samfélagsmiðlum í Paraguay sem sýnir hvar flugvallarstarfsmenn við framkvæmdir á flugbraut þurfa að forða sér í burtu þegar Gu

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00