flugfréttir

Styttist í fyrsta flug Boeing 777X

- Stefna á jómfrúarflugið seinnipartinn í júní

20. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:07

Boeing tilkynnti fyrst um arftaka Boeing 777 árið 2013

Það styttist í jómfrúarflug nýju Boeing 777X þotunnar og er Boeing að undirbúa fyrsta flugið en þotan er arftaki Boeing 777 sem hefur verið ein vinsælasta tveggja hreyfla breiðþota heims frá því hún kom á markaðinn árið 1995.

Boeing hefur ýtt úr samsetningarsal annarri Boeing 777X tilraunarþotunni en inni í verksmiðjunni er verið að setja saman þriðju og fjórðu þoturnar sem fara í flugprófanir og þá er verið að setja saman fyrstu tvö sölueinktökin sem fara til Emirates.

Boeing hefur ekki viljað gefa upp hvenær fyrsta Boeing 777X þotan fljúga jómfrúarflugið en heimildir eru fyrir því að verið sé að stefna á seinnipartinn í næsta mánuði.

Boeing 777X leit dagsins ljóss fyrst í mars í vor

Emirates er stærsti viðskiptavinurinn er kemur að Boeing 777X en félagið hefur pantað 150 eintök sem skiptist niður í þrjátíu og fimm Boeing 777-8 þotur og 115 eintök af Boeing 777-9.

Verður allt að 20 sparneytnari en Boeing 777-300ER

Boeing 777X verður allt að 20 prósent sparneytnari en Boeing 777-300ER sem er eing algengasta tegundin af Boeing 777 í dag og þá kemur arftakinn einnig með breiðara farþegarými, stærri gluggum og vegna breiðara vænghafs þá mun vængendinn brotna saman með sérstökum hjörum til að þotan geti athafnað sig betur á flugvöllum.

Boeing segir að þar sem að Boeing 777X hafi flugdrægi upp á 8.200 nm mílur (15.185 kílómetra) þá eigi þotan eftir að bjóða flugfélögum upp á lægsta rekstrarkostnað á hvert flugsæti en nokkur önnur þota í flugsögunni geti státað sig af.

Boeing hefur fengið pantanir frá 9 flugfélögum í 344 Boeing 777X þotur en þau félög eru Lufthansa, Etihad Airways, Cathay Pacific, Emirates, Qatar Airways, ANA (All Nippon Airways), Singapore Airlines, British Airways auk eins viðskiptavinar sem ekki er enn vitað hver er.  fréttir af handahófi

Donald Trump kynnir nýtt útlit fyrir Air Force One

13. júní 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær nýtt útlit á nýju Air Force One forsetaflugvélina í viðtali við fréttamenn ABC News sem fram fór í Hvíta Húsinu.

Flugvél föst upp í tré í Hollandi

8. apríl 2019

|

Óvenjulegt atvik átti sér stað nálægt Hilversum-flugvellinum í Hollandi í dag er lítil flugvél missti mótor yfir skógi og kom niður í tré og endaði föst í trjágreinum í 10 metra hæð.

Adria Airways riftir samningi um kaup á Superjet-þotum

4. apríl 2019

|

Slóvenska flugfélagið Adria Airways hefur slitið viðræðum við rússneska flugvélaframleiðandann Sukhoi um kaup á fimmtán Sukhoi Superjet 100 þotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00