flugfréttir

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

- Fylla í skarðið í innanlandsflugi sem Jet Airways skildi eftir sig

21. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Verið er að endurinnrétta farþegarýmið í júmbó-þotunum tveimur sem fara aftur í áætlunarflug þann 1. júní

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Félagið vinnur nú að því að endurinnrétta tvær Boeing 747 þotur sem hafa annast VIP-flug fyrir indversku ríkisstjórnina að undanförnu en Air India hefur verið að fækka júmbó-þotunum og hefur aðeins fjórar eftir í flotanum sem hafa verið í notkun.

Tvær, sem hafa verið í geymslu undanfarin ár, sem eru af gerðinni Boeing 747-400ER, hafa flogið ráðherrum í opinberum ferðum erlendis en Air India þarf nú á þeim að halda aftur.

Félagið sér fram á mikla eftirspurn eftir flugsætum í kjölfar gjaldþrots Jet Airways og þar á meðal í innanlandsflugi en til þess að bjóða upp á fleiri flugsæti þá var hentugasta leiðin að taka aftur í notkun tvær júmbó-þotur sem verða notaðar í innanlandsflugi á milli Delhí og Bombay annarsvegar og milli Delhí og Kalkútta hinsvegar.

Air India hefur að öðru leyti skipt út júmbó-þotunum fyrir Dreamliner og Boeing 777-300ER

Flugleiðirnar tvær eru einar fjölförnustu flugleiðir í innanlandsflugi á Indlandi og verða júmbó-þoturnar því innréttaðar með sætum fyrir 423 farþega og byrja að fljúga strax þann 1. júní.

Að sjá júmbó-þotu í litum Air India er sjaldgæf sjón í dag en félagið hefur notað þær fjórar sem eftir eru eingöngu í innanlandsflugi og eru þær ekki notaðar í flug til fjarlægra áfangastaða.  fréttir af handahófi

Þróun og smíði á Boeing 777-8 frestað

15. ágúst 2019

|

Boeing hefur tilkynnt að flugvélaframleiðandinn ætli að bíða með þróun og framleiðslu á Boeing 777-8 þotunni.

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00