flugfréttir

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

- Fylla í skarðið í innanlandsflugi sem Jet Airways skildi eftir sig

21. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Verið er að endurinnrétta farþegarýmið í júmbó-þotunum tveimur sem fara aftur í áætlunarflug þann 1. júní

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Félagið vinnur nú að því að endurinnrétta tvær Boeing 747 þotur sem hafa annast VIP-flug fyrir indversku ríkisstjórnina að undanförnu en Air India hefur verið að fækka júmbó-þotunum og hefur aðeins fjórar eftir í flotanum sem hafa verið í notkun.

Tvær, sem hafa verið í geymslu undanfarin ár, sem eru af gerðinni Boeing 747-400ER, hafa flogið ráðherrum í opinberum ferðum erlendis en Air India þarf nú á þeim að halda aftur.

Félagið sér fram á mikla eftirspurn eftir flugsætum í kjölfar gjaldþrots Jet Airways og þar á meðal í innanlandsflugi en til þess að bjóða upp á fleiri flugsæti þá var hentugasta leiðin að taka aftur í notkun tvær júmbó-þotur sem verða notaðar í innanlandsflugi á milli Delhí og Bombay annarsvegar og milli Delhí og Kalkútta hinsvegar.

Air India hefur að öðru leyti skipt út júmbó-þotunum fyrir Dreamliner og Boeing 777-300ER

Flugleiðirnar tvær eru einar fjölförnustu flugleiðir í innanlandsflugi á Indlandi og verða júmbó-þoturnar því innréttaðar með sætum fyrir 423 farþega og byrja að fljúga strax þann 1. júní.

Að sjá júmbó-þotu í litum Air India er sjaldgæf sjón í dag en félagið hefur notað þær fjórar sem eftir eru eingöngu í innanlandsflugi og eru þær ekki notaðar í flug til fjarlægra áfangastaða.  fréttir af handahófi

Maður á flugbraut varð fyrir farþegaþotu í lendingu í Texas

8. maí 2020

|

Maður lést er hann varð fyrir farþegaþotu í lendingu á flugvellinum í Austin í Texas í gærkvöldi en maðurinn var staddur á flugbrautinni þegar vélin lenti.

Segir að tími A380 sé á enda

7. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, segir að tími Airbus A380 sé liðinn þar sem risaþotan sé of stór fyrir þá nýju tíma sem nú taka við í flugiðnaðinum eftir tíma kórónaveirufaraldursins.

Fækka Boeing 767 um helming og hætta með Airbus A319

22. apríl 2020

|

Austrian Airlines mun fækka Boeing 767 breiðþotunum í flota félagsins um helming og taka allar Airbus A319 þoturnar úr umferð.

  Nýjustu flugfréttirnar

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00