flugfréttir

Niki Lauda látinn

- Bæði goðsögn í akstursíþróttaheiminum og í flugheiminum

21. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:10

Lauda var landaði Formúla 1 titlinum þrisvar sinnum og þrisvar sinnum stofnaði hann flugfélag á sínum ferli

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Lauda var þekktastur fyrir feril sinn í Formúla 1 kappakstrinum en hann var þrefaldur heimsmeistari í formúlunni og byrjaði hann að keppa í aksturíþróttum um tvítugt.

Niki Lauda, sem fæddist í Vínarborg í Austurríki 22. febrúar árið 1949, hafði glímt við veikindi og var lagður inn á dögunum til nýrnaraðgerðar en heilsu Lauda hafði hrakað töluvert.

Niki Lauda keppti bæði fyrir Ferrari og McLaren

Lauda var lengi talinn einn besti ökuþór allra tíma í F1 kappakstrinum en hann varð heimsmeistari árið 1975, árið 1977 og aftur árið 1984 og var hann sá eini sem hafði keppt bæði fyrir Ferrari og McLaren.

Stofnaði þrjú flugfélög

Lauda stofnaði og rak alls þrjú flugfélög á sínum ferli en það fyrstra stofnaði hann árið 1979 sem var Lauda Air og hóf félagið flugrekstur árið 1985 og starfaði félagið í 28 ár eða þar til það sameinaðist rekstri Austrian Airlines árið 2013.

Árið 2003 stofnaði Niki Lauda flugfélagið Niki sem var austurrískt lágfargjaldafélag sem flaug meðal annars til Íslands á tímabili en félagið fór fljótlega í samstarf við Air Berlin þar til það sameinaðist flugfélaginu þýska árið 2011.

Eftir gjaldþrot Air Berlin árið 2017 var framtíð Niki í óvissu en Niki Lauda fékk að lokum leyfi til þess að kaupa til baka sitt eigið flugfélag sem hann setti á fót á sínum tíma og forðaði félaginu frá því að enda í eigu Lufthansa og British Airways sem bæði höfðu sínt Niki áhuga.

Lauda stofnaði Lauda Air árið 1979



Flugfélagið Niki stofnaði Lauda árið 2003

Niki Lauda stofnaði með því sitt þriðja flugfélag á ferli sínum í fyrra sem var Laudamotion en nokkrum vikum eftir stofnun félagsins kom Ryanair að rekstrinum og yfirtók meira en helming af rekstrinum til að auka hlutdeild sína að mörkuðum í Austurríki og var nafni félagsins í vor breytt í Lauda.

Það sem færri vita er að Niki Lauda var með atvinnuflugmannsréttindi og var þekktur fyrir að setja sig í sæti flugstjórans á Airbus-þotum félaganna öðru hvoru er honum langaði til.

Niki Lauda í stjórnklefa á Airbus A321 þotu flugfélagsins Niki

Lauda var heiðurs-ambassador hjá einkaþotudeild Bombardier flugvélaframleiðandans, sat í stjórn Mercedes-formúlaliðsins og var einnig sérstakur ráðgjafi í stjórn þýska risafyrirtækisins Daimler AG.

Niki Lauda var bæði í formúlakappakstrinum og í heimi flugfélaganna þar sem árangur hans og frammistaða á báðum vígvöllum var aðdáunarverð en Lauda var þekktur fyrir að taka öllum áskorunum og gefast ekki upp fyrr en hann náði að standa uppi sem sigurvegari.

Niki Lauda skömmu eftir undirritun samnings við Ryanair á yfirtöku Laudamotion

Einkunarorð Lauda voru „Kapphlaupið er ekki unnið fyrr en það er búið“ en kappinn var þekktastur fyrir að vera meðfæddur keppnismaður, strangur í viðskiptum og með fullkomnunaráráttu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga