flugfréttir

FAA boðar til fundar í Texas vegna Boeing 737 MAX

- EASA fer fram á þrjú atriði sem þarf að uppfylla fyrst áður en þotan flýgur á ný

23. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:05

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í 2 mánuði

Svo gæti farið að í dag skýrist betur hvenær Boeing 737 MAX gæti flogið á ný en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa boðað til fundar á eftir í Fort Worth í Texas með flugmálayfirvöldum og 57 nefndum frá 33 löndum í heiminum þar sem farið verður yfir stöðuna varðandi þotuna eins og hún er í dag.

FAA hefur gefið í skyn að svo gæti farið að Boeing 737 MAX muni ekki fljúga á ný eins fljótt og flugfélög hafa vonast til og hefur einn yfirmaður stofnunarinnar gefið í skyn að ef kyrrsetningin mun vara í heilt ár þá verður „bara að hafa það“.

Daniel Elwell, yfirmaður FAA, segir aðspurður ef Boeing 737 MAX muni fljúga á ný í sumar að október í haust væri að hans mati bjartsýni en hvorki FAA né flugmálayfirvöld í öðrum löndum hafa gefið neitt í skyn hvenær þeir sjá fram á að Boeing 737 MAX geti byrjað að fljúga aftur.

Kanada fer fram á sína eigin úttekt

Flugmálayfirvöld í Kanada segja að þau vilja fá öll gögn frá Boeing varðandi breytingarnar sem gerðar hafa verið á MCAS-kerfinu og þjálfun flugmanna og hafa kanadísk yfirvöld tilkynnt að þau ætli að framkvæma sína eigin vottun á hönnunarbreytingunum.

Þá hafa Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) tilgreint þau atriði sem þarf að leysa fyrst áður en Boeing 737 MAX þoturnar geta hafið sig til flugs á ný í Evrópu en það er háð þremur skilyrðum sem þarf að uppfylla.

Frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett um allan heim um miðjan marsmánuð þá hafa verið gerðar uppfærslur á MCAS-kerfi vélanna en EASA segir að stofnunin þurfi að votta þær breytingar áður en kyrrsetningunni verði aflétt í Evrópu.

Þær þrjár kröfur sem EASA segir að farið hafi verið fram á er að allar hönnunarbreytingar sem Boeing gerir þurfi að gangast undir skoðun og samþykki frá stofnuninni. Í öðru lagi þá þurfi úttektum á öllum viðbótarbreytingum á kerfum eða búnaði að vera lokið og í þriðja lagi verði að fara yfir atriði er varðar þjálfun flugmanna á Boeing 737 MAX.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa hrannast upp hjá Boeing frá því afhending þeirra var stöðvuð í mars

„Við erum að vinna að því að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið eins fljótt og hægt er en það mun ekki gerast fyrr en við erum vissir um flugvélin sé fullkomnlega örugg, segir talsmaður EASA.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sagt að það þurfi ekki að fá samþykki frá flugmálayfirvöldum í öðrum löndum til að gefa grænt ljós fyrir því að Boeing 737 MAX fljúgi á ný en EASA hafa tekið fram að sama hver niðurstaða FAA verði að þá muni evrópska flugmálastofnunin sjálf ákveða hvenær þotan megi fljúga meðal evrópskra flugfélaga, óháð mati FAA.

Guillaume Faury, framkvæmdarstjóri Airbus, hefur varað við því að ósættir meðal flugmálayfirvalda varðandi það hvenær tímabært sé að aflétta kyrrsetningu Boeing 737 MAX gæti skaðað það alþjóðasamstarf sem hefur verið við lýði meðal flugmálayfirvalda sem hingað til hafa verið samstíga varðandi vottanir á flugvélum og samræmingu í stöðlum er kemur að flugöryggi.  fréttir af handahófi

Brandenburg-flugvöllur fær leyfi til þess að opna í október

29. apríl 2020

|

Þýskir aðilar á vegum nefndar sem kemur að öryggi á sviði flugvalla hefur gefið grænt ljós fyrir því að Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín geti loksins opnað og hafið starfsemi sína í fyrsta sinn en

Engir farþegar í miðjusætinu hjá easyJet þegar flug hefst að nýju

16. apríl 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur tilkynnt að félagið hafi orðið sér úti um lán til þess að tryggja reksturinn í heila 9 mánuði vegna heimsfaraldursins COVID-19.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00