flugfréttir

FAA boðar til fundar í Texas vegna Boeing 737 MAX

- EASA fer fram á þrjú atriði sem þarf að uppfylla fyrst áður en þotan flýgur á ný

23. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:05

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í 2 mánuði

Svo gæti farið að í dag skýrist betur hvenær Boeing 737 MAX gæti flogið á ný en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa boðað til fundar á eftir í Fort Worth í Texas með flugmálayfirvöldum og 57 nefndum frá 33 löndum í heiminum þar sem farið verður yfir stöðuna varðandi þotuna eins og hún er í dag.

FAA hefur gefið í skyn að svo gæti farið að Boeing 737 MAX muni ekki fljúga á ný eins fljótt og flugfélög hafa vonast til og hefur einn yfirmaður stofnunarinnar gefið í skyn að ef kyrrsetningin mun vara í heilt ár þá verður „bara að hafa það“.

Daniel Elwell, yfirmaður FAA, segir aðspurður ef Boeing 737 MAX muni fljúga á ný í sumar að október í haust væri að hans mati bjartsýni en hvorki FAA né flugmálayfirvöld í öðrum löndum hafa gefið neitt í skyn hvenær þeir sjá fram á að Boeing 737 MAX geti byrjað að fljúga aftur.

Kanada fer fram á sína eigin úttekt

Flugmálayfirvöld í Kanada segja að þau vilja fá öll gögn frá Boeing varðandi breytingarnar sem gerðar hafa verið á MCAS-kerfinu og þjálfun flugmanna og hafa kanadísk yfirvöld tilkynnt að þau ætli að framkvæma sína eigin vottun á hönnunarbreytingunum.

Þá hafa Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) tilgreint þau atriði sem þarf að leysa fyrst áður en Boeing 737 MAX þoturnar geta hafið sig til flugs á ný í Evrópu en það er háð þremur skilyrðum sem þarf að uppfylla.

Frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett um allan heim um miðjan marsmánuð þá hafa verið gerðar uppfærslur á MCAS-kerfi vélanna en EASA segir að stofnunin þurfi að votta þær breytingar áður en kyrrsetningunni verði aflétt í Evrópu.

Þær þrjár kröfur sem EASA segir að farið hafi verið fram á er að allar hönnunarbreytingar sem Boeing gerir þurfi að gangast undir skoðun og samþykki frá stofnuninni. Í öðru lagi þá þurfi úttektum á öllum viðbótarbreytingum á kerfum eða búnaði að vera lokið og í þriðja lagi verði að fara yfir atriði er varðar þjálfun flugmanna á Boeing 737 MAX.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa hrannast upp hjá Boeing frá því afhending þeirra var stöðvuð í mars

„Við erum að vinna að því að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið eins fljótt og hægt er en það mun ekki gerast fyrr en við erum vissir um flugvélin sé fullkomnlega örugg, segir talsmaður EASA.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sagt að það þurfi ekki að fá samþykki frá flugmálayfirvöldum í öðrum löndum til að gefa grænt ljós fyrir því að Boeing 737 MAX fljúgi á ný en EASA hafa tekið fram að sama hver niðurstaða FAA verði að þá muni evrópska flugmálastofnunin sjálf ákveða hvenær þotan megi fljúga meðal evrópskra flugfélaga, óháð mati FAA.

Guillaume Faury, framkvæmdarstjóri Airbus, hefur varað við því að ósættir meðal flugmálayfirvalda varðandi það hvenær tímabært sé að aflétta kyrrsetningu Boeing 737 MAX gæti skaðað það alþjóðasamstarf sem hefur verið við lýði meðal flugmálayfirvalda sem hingað til hafa verið samstíga varðandi vottanir á flugvélum og samræmingu í stöðlum er kemur að flugöryggi.  fréttir af handahófi

Vængendahvirflar talin möguleg orsök flugslyss í Dubai

28. maí 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi telja að orsök flugslyss, er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Diamond DA62 sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Dubai þann 16. maí sl., megi sennilega

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

18. júní 2019

|

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00