flugfréttir

FAA boðar til fundar í Texas vegna Boeing 737 MAX

- EASA fer fram á þrjú atriði sem þarf að uppfylla fyrst áður en þotan flýgur á ný

23. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:05

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í 2 mánuði

Svo gæti farið að í dag skýrist betur hvenær Boeing 737 MAX gæti flogið á ný en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa boðað til fundar á eftir í Fort Worth í Texas með flugmálayfirvöldum og 57 nefndum frá 33 löndum í heiminum þar sem farið verður yfir stöðuna varðandi þotuna eins og hún er í dag.

FAA hefur gefið í skyn að svo gæti farið að Boeing 737 MAX muni ekki fljúga á ný eins fljótt og flugfélög hafa vonast til og hefur einn yfirmaður stofnunarinnar gefið í skyn að ef kyrrsetningin mun vara í heilt ár þá verður „bara að hafa það“.

Daniel Elwell, yfirmaður FAA, segir aðspurður ef Boeing 737 MAX muni fljúga á ný í sumar að október í haust væri að hans mati bjartsýni en hvorki FAA né flugmálayfirvöld í öðrum löndum hafa gefið neitt í skyn hvenær þeir sjá fram á að Boeing 737 MAX geti byrjað að fljúga aftur.

Kanada fer fram á sína eigin úttekt

Flugmálayfirvöld í Kanada segja að þau vilja fá öll gögn frá Boeing varðandi breytingarnar sem gerðar hafa verið á MCAS-kerfinu og þjálfun flugmanna og hafa kanadísk yfirvöld tilkynnt að þau ætli að framkvæma sína eigin vottun á hönnunarbreytingunum.

Þá hafa Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) tilgreint þau atriði sem þarf að leysa fyrst áður en Boeing 737 MAX þoturnar geta hafið sig til flugs á ný í Evrópu en það er háð þremur skilyrðum sem þarf að uppfylla.

Frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett um allan heim um miðjan marsmánuð þá hafa verið gerðar uppfærslur á MCAS-kerfi vélanna en EASA segir að stofnunin þurfi að votta þær breytingar áður en kyrrsetningunni verði aflétt í Evrópu.

Þær þrjár kröfur sem EASA segir að farið hafi verið fram á er að allar hönnunarbreytingar sem Boeing gerir þurfi að gangast undir skoðun og samþykki frá stofnuninni. Í öðru lagi þá þurfi úttektum á öllum viðbótarbreytingum á kerfum eða búnaði að vera lokið og í þriðja lagi verði að fara yfir atriði er varðar þjálfun flugmanna á Boeing 737 MAX.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa hrannast upp hjá Boeing frá því afhending þeirra var stöðvuð í mars

„Við erum að vinna að því að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið eins fljótt og hægt er en það mun ekki gerast fyrr en við erum vissir um flugvélin sé fullkomnlega örugg, segir talsmaður EASA.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sagt að það þurfi ekki að fá samþykki frá flugmálayfirvöldum í öðrum löndum til að gefa grænt ljós fyrir því að Boeing 737 MAX fljúgi á ný en EASA hafa tekið fram að sama hver niðurstaða FAA verði að þá muni evrópska flugmálastofnunin sjálf ákveða hvenær þotan megi fljúga meðal evrópskra flugfélaga, óháð mati FAA.

Guillaume Faury, framkvæmdarstjóri Airbus, hefur varað við því að ósættir meðal flugmálayfirvalda varðandi það hvenær tímabært sé að aflétta kyrrsetningu Boeing 737 MAX gæti skaðað það alþjóðasamstarf sem hefur verið við lýði meðal flugmálayfirvalda sem hingað til hafa verið samstíga varðandi vottanir á flugvélum og samræmingu í stöðlum er kemur að flugöryggi.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga