flugfréttir

IATA lækkar afkomuspá flugfélaganna um fimmtung

- Verri afkoma meðal flugfélaga á þessu ári heldur en árið 2018

3. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:39

IATA telur að afkoma flugfélaganna í heiminum verði 20 prósent lægri en upphafleg spá gerði ráð fyrir

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa lækkað afkomuspá sína fyrir flugfélög í heiminum á þessu ári og er gert ráð fyrir að flugfélög eigi eftir að sjá fram á um 20 prósent verri afkomu en upphaflega spá gerði ráð fyrir.

IATA hafði gert ráð fyrir að flugfélög heimsins myndu skila inn hagnaði upp á 35,5 milljarða bandaríkjadali á þessu ári en sú spá var gerð í desember 2018.

Núna er staðan hinsvegar sú samkvæmt spá IATA að hagnaður flugfélaganna stefnir í 28 milljarða sem er 7,5 milljörðum minna en gert var ráð fyrir í spánni í desember.

Það þýðir að afkoma flugfélaganna verður 2 milljörðum bandaríkjadölum lægri en heildarafkoma flugfélaganna árið 2018 sem lauk með 30 milljarða dala hagnaði.

Hár rekstrarkostnaður aðalorsökin

IATA segir að ein orsök verri afkomu í ár sé hærri rekstrarkostnaður hjá flugfélögum sem mun að öllum líkindum hækka um 7,4% á árinu.

Alexandre de Junaic, framkvæmdarstjóri IATA

„Efnahagsumhverfið hjá flugfélögunum hefur versnað vegna hækkunar á eldsneyti og einnig vegna samdráttar á mörkuðum víða um heim“, segir í tilkynningu frá IATA.

Tunnan á Brent-hráolíunni hefur hækkað upp í 70 bandaríkjadali en upphaflega var séð fram á að tunnan myndi ekki fara yfir 65 dali á árinu.

Þá hefur samkeppni milli flugfélaga aukist töluvert og eru fleiri flugfélög um hvern markað og þá hefur viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína áhrif á frakflugsmarkaðinn.

Alexandre de Junaic, framkvæmdarstjóri IATA, segir að góðu fréttirnar séu hinsvegar þær að flugfélögin hafa mörg hver náð að styrkjast á síðustu árum og muni þau því flest þola þá niðursveiflu sem virðist vera framundan í efnahagsumhverfinu.  fréttir af handahófi

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

Tilkynning vegna umfjöllunar um stöðvun flugvélar ALC

10. maí 2019

|

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga vegna máls er varðar Airbus A321 þotu sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air en þotan

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00