flugfréttir

IATA lækkar afkomuspá flugfélaganna um fimmtung

- Verri afkoma meðal flugfélaga á þessu ári heldur en árið 2018

3. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:39

IATA telur að afkoma flugfélaganna í heiminum verði 20 prósent lægri en upphafleg spá gerði ráð fyrir

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa lækkað afkomuspá sína fyrir flugfélög í heiminum á þessu ári og er gert ráð fyrir að flugfélög eigi eftir að sjá fram á um 20 prósent verri afkomu en upphaflega spá gerði ráð fyrir.

IATA hafði gert ráð fyrir að flugfélög heimsins myndu skila inn hagnaði upp á 35,5 milljarða bandaríkjadali á þessu ári en sú spá var gerð í desember 2018.

Núna er staðan hinsvegar sú samkvæmt spá IATA að hagnaður flugfélaganna stefnir í 28 milljarða sem er 7,5 milljörðum minna en gert var ráð fyrir í spánni í desember.

Það þýðir að afkoma flugfélaganna verður 2 milljörðum bandaríkjadölum lægri en heildarafkoma flugfélaganna árið 2018 sem lauk með 30 milljarða dala hagnaði.

Hár rekstrarkostnaður aðalorsökin

IATA segir að ein orsök verri afkomu í ár sé hærri rekstrarkostnaður hjá flugfélögum sem mun að öllum líkindum hækka um 7,4% á árinu.

Alexandre de Junaic, framkvæmdarstjóri IATA

„Efnahagsumhverfið hjá flugfélögunum hefur versnað vegna hækkunar á eldsneyti og einnig vegna samdráttar á mörkuðum víða um heim“, segir í tilkynningu frá IATA.

Tunnan á Brent-hráolíunni hefur hækkað upp í 70 bandaríkjadali en upphaflega var séð fram á að tunnan myndi ekki fara yfir 65 dali á árinu.

Þá hefur samkeppni milli flugfélaga aukist töluvert og eru fleiri flugfélög um hvern markað og þá hefur viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína áhrif á frakflugsmarkaðinn.

Alexandre de Junaic, framkvæmdarstjóri IATA, segir að góðu fréttirnar séu hinsvegar þær að flugfélögin hafa mörg hver náð að styrkjast á síðustu árum og muni þau því flest þola þá niðursveiflu sem virðist vera framundan í efnahagsumhverfinu.  fréttir af handahófi

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Fækka flugvélum um þriðjung og segja upp fjórðung starfsfólks

12. maí 2020

|

Brussels Airlines ætlar að fækka flugvélum í flotanum um 30 prósent þegar félagið byrjar að fljúga á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn auk þess sem til stendur að segja upp um fjórðung af starfsfó

Air New Zealand selur afgreiðslupláss sitt á Heathrow

9. mars 2020

|

Air New Zealand hefur selt afgreiðsluplássin sín á Heathrow-flugvellinum í London fyrir um 3.4 milljarða króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00