flugfréttir

IATA lækkar afkomuspá flugfélaganna um fimmtung

- Verri afkoma meðal flugfélaga á þessu ári heldur en árið 2018

3. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:39

IATA telur að afkoma flugfélaganna í heiminum verði 20 prósent lægri en upphafleg spá gerði ráð fyrir

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa lækkað afkomuspá sína fyrir flugfélög í heiminum á þessu ári og er gert ráð fyrir að flugfélög eigi eftir að sjá fram á um 20 prósent verri afkomu en upphaflega spá gerði ráð fyrir.

IATA hafði gert ráð fyrir að flugfélög heimsins myndu skila inn hagnaði upp á 35,5 milljarða bandaríkjadali á þessu ári en sú spá var gerð í desember 2018.

Núna er staðan hinsvegar sú samkvæmt spá IATA að hagnaður flugfélaganna stefnir í 28 milljarða sem er 7,5 milljörðum minna en gert var ráð fyrir í spánni í desember.

Það þýðir að afkoma flugfélaganna verður 2 milljörðum bandaríkjadölum lægri en heildarafkoma flugfélaganna árið 2018 sem lauk með 30 milljarða dala hagnaði.

Hár rekstrarkostnaður aðalorsökin

IATA segir að ein orsök verri afkomu í ár sé hærri rekstrarkostnaður hjá flugfélögum sem mun að öllum líkindum hækka um 7,4% á árinu.

Alexandre de Junaic, framkvæmdarstjóri IATA

„Efnahagsumhverfið hjá flugfélögunum hefur versnað vegna hækkunar á eldsneyti og einnig vegna samdráttar á mörkuðum víða um heim“, segir í tilkynningu frá IATA.

Tunnan á Brent-hráolíunni hefur hækkað upp í 70 bandaríkjadali en upphaflega var séð fram á að tunnan myndi ekki fara yfir 65 dali á árinu.

Þá hefur samkeppni milli flugfélaga aukist töluvert og eru fleiri flugfélög um hvern markað og þá hefur viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína áhrif á frakflugsmarkaðinn.

Alexandre de Junaic, framkvæmdarstjóri IATA, segir að góðu fréttirnar séu hinsvegar þær að flugfélögin hafa mörg hver náð að styrkjast á síðustu árum og muni þau því flest þola þá niðursveiflu sem virðist vera framundan í efnahagsumhverfinu.  fréttir af handahófi

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Annað dótturfélag Avianca hættir rekstri

10. júní 2019

|

Avianca Argentina hefur hætt starfsemi sinni í bili og er þetta annað dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca til að hætta rekstri á eftir Avianca Brasil.

Hætta að fljúga frá Cork og Shannon til Bandaríkjanna

26. júní 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Bandaríkjanna frá Cork og Shannon á Írlandi og mun félagið því aðeins fljúga til Norður-Ameríuku frá eyjunni grænu frá Dublin.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00