flugfréttir

Qantas hefur fulla trú á Boeing 737 MAX og íhuga stóra pöntun

- Ruglandi fyrir farþega ef MAX-vélarnar fái ekki að fljúga á ný allar samtímis

11. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:47

Qantas hefur 75 Boeing 737-800 þotur og þarf félagið að gera upp hug sinn á þessu ári hvaða vélar munu koma í stað þeirra

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri ástralska flugfélagsins Qantas, segir að félagið sé að íhuga að velja Boeing 737 MAX þotur fyrir innanlandsflugið í Ástralíu.

Joyce segist hafa mikla trú á Boeing 737 MAX og telur að þoturnar eigi eftir að standa sig vel þegar þær fara að fljúga á ný.

„Flugiðnaðurinn gengur alltaf út á áframhaldandi endurbætur og framfarir. Boeing er mjög gott fyrirtæki og þeir munu laga það sem þarf að laga“, segir Joyce.

Ekki er vitað neitt hvenær Boeing 737 MAX vélarnar munu fá leyfi til þess að fljúga á ný en bandarísk flugmálayfirvöld vinna nú að því að fara yfir þær endurbætur sem Boeing hefur gert í kjölfar tveggja flugslysa en sú stærsta varðar uppfærsluna á MCAS-kerfinu.

Yfirmenn þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flotanum, hafa giskað á að fyrstu þoturnar fari að fljúga á ný í ágúst en aðrir segja eftir jól og þessvegna eftir næstu áramót.

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas

Líklegt er að Boeing 737 MAX muni fyrst um sinn byrja að fljúga í Bandaríkjunum áður en flugmálayfirvöld í öðrum heimshlutum taka ákvörðun varðandi hvenær þau aflétta kyrrsetningunni.

Senn líður að því að Qantas þarf að fara að huga að nýrri pöntun í flugvélar til að leysa af hólmi Boeing 737-800 flotann en félagið hefur 75 slíkar vélar í flotanum sem hafa verið notaðar í flugi innan Ástralíu, til Nýja-Sjálands og til annarra svæða í Eyjaálfu.

Fólk var einnig smeykt að fljúga með A380 eftir atvik árið 2010

Qantas þarf að fara að gera upp hug sinn fyrir lok ársins og segir Joyce að Boeing 737 MAX komi vel til greina en félagið er sagt einnig vera að skoða Airbus A320neo en Qantas hefur eingöngu Airbus-breiðþotur í flota sínum.

Joyce bendir á að fólk hafi verið hrætt í fyrstu að fljúga með risaþotunni Airbus A380 eftir atvik sem átti sér stað er sprenging varð í einum hreyfli á risaþotunni vegna bilunar í diski í túrbínu í miðju flugi frá Singapore til Sydney árið 2010.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa bráðum verið kyrrsettar í 3 mánuði

„Þegar við settum þá risaþotu aftur í umferð þá var fólk smeykt og sumir sögðu að þeir myndu ekki vilja fljúga lengur með Airbus A380. En þotan náði að vinna sér fljótt inn aftur þann orðstýr sem hún hafði“, segir Joyce sem var sjálfur um borð í fyrsta fluginu er sú tiltekna risaþota byrjaði að fljúga aftur árið 2012 og þar að auki var sama áhöfnin um borð og í fluginu árið 2010.

„Boeing og flugmálayfirvöld verða að útskýra mjög vel hvers vegna þau hafa traust á Boeing 737 MAX og hvernig þau eru viss um að þær lagfæringar sem gerðar hafa verið, sé örugg lausn ef þau vilja ná aftur trausti farþega“, segir Joyce.

Christopher Luxon, forstjóri Air New Zealand, tekur í sama streng og segir að skaðinn á orðstýr Boeing 737 MAX sé ekki eins slæmur og margir vilja meina.

Carste Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, telur einnig að Boeing 737 MAX muni ná sér á strik en segir að það valdi ruglingi þegar flugmálayfirvöld í einu landi ætla að gefa vélinni grænt ljós á að fljúga á ný en ekki önnur lönd á sama tíma.

„Það er erfitt fyrir flugfélög að útskýra fyrir farþegum að tiltekin flugvél sé örugg í þessu landi en ekki í þessu landi“, segir Spohr en þess má geta að Lufthansa er sagt vera að íhuga að leggja inn pöntun til Boeing í allt að 100 Boeing 737 MAX þotur.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga