flugfréttir

Isavia gerir samning um kolefnisjöfnun

- Samningur undirritaður í samvinnu við Kolvið og Votlendissjóð

12. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:49

Frá undirritun samningsins sem fram fór í dag í Flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli

Isavia hefur gert samning um kolefnisjöfnuð í samvinnu við Kolvið og Votlendissjóð til þriggja ára en samningur þess efnis var undirritaður í dag í Flugstjórnarmiðstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.

Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia, Reynir Kristinsson, stjórnarformaður kolefnissjóðsins Kolviðs, og Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs, undirrituðu í dag samninga um kolefnisjöfnun allrar eldsneytisnotkunar Isavia. Samningarinn gildir næstu þrjú árin.

Eldsneytisnotkun vegur þyngst í kolefnisspori Isavia en stærsta hluta þessarar notkunar má rekja til þjónustu og viðhalds á flugbrautum og athafnasvæðum flugvalla og er sú þjónusta  að miklu leyti háð veðri.

Á síðasta ári var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna eldsneytis í starfsemi Isavia 2.694 t CO2e .  Um er að ræða beina losun í starfsemi Isavia og er sá þáttur þar sem félagið hefur mest tækifæri til úrbóta. 

„Isavia hefur á síðustu árum lagt áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfseminni,“ segir Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia. „Árið 2015 var sett markmið um að lækka losun gróðurhúsalofttegunda um 29% á hvern farþega fyrir árið 2030. Í dag hefur Isavia þegar minnkað losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri sínum um tæp 40 prósent á farþega. Markmiðið verður því endurskoðað.“

„Við  hjá Kolviði hlökkum mikið til samstarfsins við Isavia um kolefnisjöfnun á starfsemi þeirra,“ segir Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðs. „Þetta sýnir einnig samfélagslega ábyrgð og gott framlag til að draga úr og kolefnisjafna losun sem tengist flugstarfsemi.“

Reynir Kristinsson, stjórnarformaður kolefnissjóðsins Kolviðs, Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia, og Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs.

„Isavia gengur fram fyrir skjöldu af fyrirtækjum í eigu ríkisins með þessum samningum,“ segir Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „Við hjá Votlendissjóði erum þakklát fyrir stuðninginn. Sjóðurinn verður búinn að kolefnisjafna allt magnið sem keypt er strax á þessu ári. Ávinningurinn er mikill. Til viðbótar við stöðvun á losun gróðurhúsalofttegunda. Þá eru votlendisvistkerfin endurheimt og þannig stuðlað að líffræðilegum fjölbreytileika dýra, fiska og fugla í íslenskri náttúru.“

Hafa lokið skrefi númer 2 af 4 í kolefnisvottun á vegum Alþjóðasamtaka flugvalla

Við undirritun samninganna var einnig greint frá því að Isavia hefði lokið við annað skref í innleiðingu á kolefnisvottun ACA (Airport Carbon Accreditation) fyrir Keflavíkurflugvöll. Vottunarkerfi er í fjórum skrefum. Það var hannað af ACI, Alþjóðasamtökum flugvalla, sem Isavia er meðlimur að. Kerfið er sérstaklega sniðið að rekstri og starfsemi flugvalla.

Skrefin fjögur eru:   • Kortlagning kolefnisspors • Markmiðasetning og minnkun kolefnislosunar • Minnkun kolefnislosunar í samstarfi við aðra rekstraraðila á flugvellinum • Kolefnisjöfnun flugvallarins

Skref tvö felur því í sér að félagið hefur kortlagt losun gróðurhúsalofttegunda í starfseminni og vaktar og stýrir þeim þáttum þar sem losunin er mest. Til að ná öðru skrefi hefur einnig verið sýnt fram á að dregið hafi verið úr losun gróðurhúsalofttegunda á hvern farþega yfir þriggja ára tímabil.

María Kjartansdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Isavia, Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Isavia, og Valur Klemensson, deildarstjóri umhverfisdeildar á Keflavíkurflugvelli.

Isavia hefur sett sér aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftslagsmálum. Meðal aðgerða í áætluninni er að meirihluti ökutækja sem keypt eru skuli vera vistvænn í þeim flokkum sem slíkt býðst. Dregið hefur verið úr notkun jarðefnaeldsneytis með kaupum á rafbílum og starfsmenn með meirapróf fara á vistakstursnámskeið.

„Isavia er meðvitað um þá ábyrgð sem hvílir á fyrirtækinu varðandi loftslagsmál,“ segir Sveinbjörn Indriðason starfandi forstjóri. „Við vinnum með virkum og skipulögðum hætti að aðgerðum til að þess að minnka kolefnisspor félagsins.“







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga