flugfréttir

FAA telur að Boeing 737 MAX fljúgi á ný í desember

12. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 23:55

Boeing 737 MAX þotur fyrir framan verksmiðjur Boeing í Renton

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið í skyn að Boeing 737 MAX þoturnar eiga sennilega ekki eftir að fljúga á ný fyrr en í desember.

Ef svo er þá þýðir það að Boeing 737 MAX mun verða kyrrsett í heila 9 mánuði en upphaflega höfðu mörg flugfélög gert sér vonir um að hún muni snúa aftur í loftið í sumar.

Ali Bahrami, einn af yfirmönnum innan FAA, sagði í dag á blaðamannafundi á öryggisráðstefnu í Köln í Þýskalandi á vegum FAA og EASA, að MAX-vélarnar ættu að vera komnar aftur með leyfi til þess að fljúga á ný í desember.

„Bandarísk flugmálayfirvöld eru undir mikilli pressu og MAX-vélarnar verða komnar aftur í loftið þegar við teljum það vera orðið fullkomnlega öruggt“, segir Bahrami.

Ali Bahrami, einn af yfirmönnum hjá FAA

Þetta kemur heim og saman við það sem Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, sagði á dögunum er hann taldi að Boeing 737 MAX myndi snúa aftur rétt fyrir lok ársins.

EASA á eftir að taka sína eigin ákvörðun

American Airines breytti flugáætlun sinni á dögunum og gerir félagið eins og er ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX þotur félagsins munu fljúga fyrr en í ágúst og bendir því allt til þess að félagið muni breyta þeirri dagsetningu.

Þá eiga flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) eftir að taka ákvörðun varðandi MAX-vélarnar er kemur að evrópskum flugfélögum en stofnunin er að fara yfir þær uppfærslur sem Boeing hefur gert á þotunum og gæti það ferli staðið yfir út júlí.

EASA er að ákveða hvort nauðsynlegt sé að fara fram á viðbótarþjálfun flugmanna í flughermi og hvort farið verði fram á að Boeing gerir enn frekari breytingar á uppfærslunni.

Yfir 380 Boeing 737 MAX þotur eru kyrrsettar núna um allan heim í flota yfir 40 flugfélaga en þoturnar hafa verið kyrrsettar núna í 12 vikur.  fréttir af handahófi

Malta Air nýtt dótturfélag Ryanair á Möltu

10. júní 2019

|

Ryanair hefur áform um að stofna nýtt dótturfélag á eyjunni Möltu sem mun koma til með að heita Malta Air.

Telja að Boeing 737 MAX fljúgi ekki aftur fyrr en árið 2020

15. júlí 2019

|

Margt bendir til þess að Boeing 737 MAX þoturnar eigi eftir að verða kyrrsettar út þetta ár og fram yfir áramót sem þýðir að vélarnar eiga ekki eftir að hefja sig á loft aftur með farþega fyrr en ári

Fjórða jafnþrýstingsatvikið í Kanada með Q400 vélarnar

2. ágúst 2019

|

Fjórða atvikið hefur komið upp í Kanada á 12 mánuðum þar sem þrýstingur hefur skyndilega fallið niður í farþegarými á flugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í