flugfréttir

FAA telur að Boeing 737 MAX fljúgi á ný í desember

12. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 23:55

Boeing 737 MAX þotur fyrir framan verksmiðjur Boeing í Renton

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið í skyn að Boeing 737 MAX þoturnar eiga sennilega ekki eftir að fljúga á ný fyrr en í desember.

Ef svo er þá þýðir það að Boeing 737 MAX mun verða kyrrsett í heila 9 mánuði en upphaflega höfðu mörg flugfélög gert sér vonir um að hún muni snúa aftur í loftið í sumar.

Ali Bahrami, einn af yfirmönnum innan FAA, sagði í dag á blaðamannafundi á öryggisráðstefnu í Köln í Þýskalandi á vegum FAA og EASA, að MAX-vélarnar ættu að vera komnar aftur með leyfi til þess að fljúga á ný í desember.

„Bandarísk flugmálayfirvöld eru undir mikilli pressu og MAX-vélarnar verða komnar aftur í loftið þegar við teljum það vera orðið fullkomnlega öruggt“, segir Bahrami.

Ali Bahrami, einn af yfirmönnum hjá FAA

Þetta kemur heim og saman við það sem Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, sagði á dögunum er hann taldi að Boeing 737 MAX myndi snúa aftur rétt fyrir lok ársins.

EASA á eftir að taka sína eigin ákvörðun

American Airines breytti flugáætlun sinni á dögunum og gerir félagið eins og er ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX þotur félagsins munu fljúga fyrr en í ágúst og bendir því allt til þess að félagið muni breyta þeirri dagsetningu.

Þá eiga flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) eftir að taka ákvörðun varðandi MAX-vélarnar er kemur að evrópskum flugfélögum en stofnunin er að fara yfir þær uppfærslur sem Boeing hefur gert á þotunum og gæti það ferli staðið yfir út júlí.

EASA er að ákveða hvort nauðsynlegt sé að fara fram á viðbótarþjálfun flugmanna í flughermi og hvort farið verði fram á að Boeing gerir enn frekari breytingar á uppfærslunni.

Yfir 380 Boeing 737 MAX þotur eru kyrrsettar núna um allan heim í flota yfir 40 flugfélaga en þoturnar hafa verið kyrrsettar núna í 12 vikur.  fréttir af handahófi

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Einn þekktasti listflugmaður Litháa lést í flugslysi

11. maí 2020

|

Einn reyndasti og þekktasti listflugmaður Litháa, Donaldas Bleifertas, lést sl. laugardag í flugslysi er flugvél af gerðinni Piper PA-38 Tomahawk, sem hann flaug, brotlenti skammt frá bænum Kena í L

Uppsagnir mögulegar hjá Icelandair vegna veirunnar

10. mars 2020

|

Svo gæti farið að Icelandair verði að grípa til uppsagna til þess að hagræða rekstri félagsins vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem farin er að hafa áhrif á rekstur hjá flestum flugfélögum í heiminum

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00