flugfréttir

FAA telur að Boeing 737 MAX fljúgi á ný í desember

12. júní 2019

|

Frétt skrifuð kl. 23:55

Boeing 737 MAX þotur fyrir framan verksmiðjur Boeing í Renton

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið í skyn að Boeing 737 MAX þoturnar eiga sennilega ekki eftir að fljúga á ný fyrr en í desember.

Ef svo er þá þýðir það að Boeing 737 MAX mun verða kyrrsett í heila 9 mánuði en upphaflega höfðu mörg flugfélög gert sér vonir um að hún muni snúa aftur í loftið í sumar.

Ali Bahrami, einn af yfirmönnum innan FAA, sagði í dag á blaðamannafundi á öryggisráðstefnu í Köln í Þýskalandi á vegum FAA og EASA, að MAX-vélarnar ættu að vera komnar aftur með leyfi til þess að fljúga á ný í desember.

„Bandarísk flugmálayfirvöld eru undir mikilli pressu og MAX-vélarnar verða komnar aftur í loftið þegar við teljum það vera orðið fullkomnlega öruggt“, segir Bahrami.

Ali Bahrami, einn af yfirmönnum hjá FAA

Þetta kemur heim og saman við það sem Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, sagði á dögunum er hann taldi að Boeing 737 MAX myndi snúa aftur rétt fyrir lok ársins.

EASA á eftir að taka sína eigin ákvörðun

American Airines breytti flugáætlun sinni á dögunum og gerir félagið eins og er ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX þotur félagsins munu fljúga fyrr en í ágúst og bendir því allt til þess að félagið muni breyta þeirri dagsetningu.

Þá eiga flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) eftir að taka ákvörðun varðandi MAX-vélarnar er kemur að evrópskum flugfélögum en stofnunin er að fara yfir þær uppfærslur sem Boeing hefur gert á þotunum og gæti það ferli staðið yfir út júlí.

EASA er að ákveða hvort nauðsynlegt sé að fara fram á viðbótarþjálfun flugmanna í flughermi og hvort farið verði fram á að Boeing gerir enn frekari breytingar á uppfærslunni.

Yfir 380 Boeing 737 MAX þotur eru kyrrsettar núna um allan heim í flota yfir 40 flugfélaga en þoturnar hafa verið kyrrsettar núna í 12 vikur.  fréttir af handahófi

Vængendahvirflar talin möguleg orsök flugslyss í Dubai

28. maí 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi telja að orsök flugslyss, er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Diamond DA62 sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Dubai þann 16. maí sl., megi sennilega

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Icelandair tekur á leigu tvær Boeing 767 breiðþotur

1. apríl 2019

|

Icelandair hefur ákveðið að taka á leigu tvær Boeing 767 breiðþotur til að fyrirbyggja mögulega röskun á leiðarkerfi félagsins vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX vélunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00