flugfréttir

London City flugvöllurinn kynnir stækkunaráform til ársins 2035

- Flugvöllurinn undirstaðan að uppbyggingu á Royal Docks-svæðinu

2. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:10

Flugumferð um London City flugvöllinn hefur aukist um 42% á aðeins 5 árum og hlutfall ferðamanna er núna um 50% á móti viðskiptafarþegum

London City flugvöllurinn hefur birt uppfærða áætlun varðandi stækkun vallarins sem staðsettur er í miðborg Lundúna en um svokallað „masterplan“ er að ræða og voru fyrstu drög að áætluninni gerð árið 2006.

London City Airport segir að til standi að koma til móts við aukna eftirspurn eftir flugi til London en sífellt fleiri kjósa að fljúga beint til miðborgarinnar til þess að stytta ferðatímann sem annars færi í að koma sér frá Heathrow, Gatwick, Luton eða Stansted til borgarinnar.

42% aukning hefur orðið á flugi til London City á sl. 5 árum sem eru mun hærri tölur en flugvöllurinn gerði ráð fyrir í upphafi, bæði er kemur að áætlunarflugi og flugi einkaflugvéla, en ein ástæða þess er mikil uppbygging í austurhluta Lundúna og á Docklands-svæðinu á undanförnum árum.

Tölvugerð mynd af nýju flugstöðinni sem verður tilbúin árið 2021

Stærri og öflugri London City-flugvöllur mun skapa um 2.500 ný störf auk þess sem aukin umsvif eiga eftir að skila inn tekjum upp á 316 milljarða króna á ári til ársins 2035 en í dag skilar flugvöllurinn 118 milljörðum inn í breska hagkerfið ár ári.

Nú þegar hafa framkvæmdir hafist við stærri flugstöð sem á að verða tilbúin árið 2021 og þá stendur til að leggja nýja akbraut til að ná fram auknum afköstum með brautinni og þá er gert fyrir flugvallarstæðum fyrir sjö flugvélar til viðbótar.

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, sem tók við embætti borgarstjóra árið 2016, ruddi leiðina að stækkun London City flugvallarins er hann afturkallaði stefnu Boris Johnason, fyrrverandi borgastjóra, sem vildi koma í veg fyrir að flugvöllurinn gæti fest kaup á flugvallarlandinu frá Greater London Authority sem var forsenda þess að geta hafið framkvæmdirnar.

„Þessi master-áætlun er drög að langtímastefnu fyrir London City flugvöllinn sem sýna í smáatriðum hvernig hægt verður að koma til móts við aukna eftirspurn, skapa ný störf og fleiri tækifæri fyrir austurluta Lundúna og styrkja borgina enn frekar sem höfuðborg ferðamanna og viðskipta“, segir Robert Sinclair, framkvæmdarstjóri London City flugvallarins.

4.8 milljónir farþega fóru um London City flugvöll í fyrra

Jafnt hlutfall ferðamanna og þeirra sem ferðast vegna viðskipta

4.8 milljónir farþega fóru um London City flugvöllinn árið 2018 og í fyrra átti það sér stað í fyrsta sinn að skipting þeirra farþega, sem ferðast vegna viðskipta og sér til skemmtunar, var jöfn.

Upphafleg master-áætlun gerði ráð fyrir að 8 milljónir farþegar færu um völlinn árlega árið 2030 en nú er séð fram á að 5 milljónir farþega fari um völlinn á þessu ári og er aukning farþega því mun meiri en gert var ráð fyrir árið 2006 og stefnir í að 11 milljónir munu fara um völlinn árið 2030.

Þegar Elísabet II, Englandsdrottning, opnaði London City flugvöllinn árið 1987, þá voru yfir 80% þeirra farþega sem notuðu London City flugvöllinn að ferðast í viðskiptaerindum en í dag er um 50% farþega ferðamenn að heimsækja Bretland eða Bretar að ferðast til Evrópu eða Bandaríkjanna sér til skemmtunar.

Flugvöllurinn undirstaðan að stöðugri uppbyggingu á svæðinu

London City flugvöllur vinnur í nánu samstarfi við borgarstjórn Lundúna og hverfisstjórn Newham-hverfisins en borgarstjóri Lundúna lýsti yfir stuðningi við London City flugvöllinn í desember árið 2017 þar sem hann greindi frá nauðsyn þess að efla flugsamgöngur um miðborgarflugvöllinn til að koma til móts við þarfir farþega og greiða fyrir flutninga á frakt auk þess sem aukin umsvif skapar fleiri störf tengd flugvellinum.

Tíu flugfélög fljúga til og frá London City til 45 áfangastaða

London City flugvöllurinn hefur fjárfest í mörgum mismunandi verkefnum og styrkt fjölda málefna og þar á meðal er kemur að eflingu á svæðinu í atvinnumálum, nýsköpun og viðskiptum.

London City flugvöllurinn er hluti að Royal Docks og Beckton Riverside Opportunity-verkefninu sem miðar af uppbyggingu í þessum hluta miðborgarinnar og er tilvera London City flugvallarins talin ein stærsta undirstaðan fyrir enn frekari framkvæmdum að litríku hverfi með fjölskrúðugu viðskipta- og menningarlífi sem mun einnig hýsa verslunar- og íbúðarbyggð á svæðinu.

Stækkun London City flugvallarins mun skapa 2.500 ný störf

Hverfisstjórnin í Newham segir að flugvöllurinn mun skipa áfram stórt hlutverk í uppbyggingunni og þá meðal annars með greiðum flugsamgöngum vegna viðskiptalífsins en fjölmargir fjárfestar fljúga til London City flugvallarins til að stunda viðskipti sem eflir uppbygginguna á Docklands-svæðinu.

Stefna að því að nýta einu flugbrautina eins vel og hægt er

Master-áætlunin gengur út á að stækkunin verði sjálfbær og innihaldi hvatningu fyrir flugfélög til þess að hraða fjárfestingum í umhverfisvænni flugvélum sem eru í það minnsta 17% sparneytnari en þær flugvélar sem þeir flugrekendur notast við í dag.

London City ætlar að stefna á að nýta eins vel þá einu flugbraut sem völlurinn hefur og er ekki stefnt á að bæta annarri flugbraut við

Fram kemur að London City mun áfram viðhalda 8 klukkustunda næturlokun og ekki verði gefið leyfi fyrir háværari flugvélum en þær sem nú þegar fljúga til vallarins. Þá er stefnan að halda sig áfram við aðeins eina flugbraut og ná eins mikilli nýtni úr brautinni og hægt er.

Talið er að mest verði fjölgun í flugferðum með flugvélum af gerðinni Airbus A220, Embraer E2 auk annarra tegunda en flug til og frá flugvellinum miðast við stærð flugvéla og getu þeirra til þess að uppfylla kröfur um brattara aðflug en tíðkast á öðrum flugvöllum.

British Airways og Flybe eru umsvifamestu flugfélögin á London City flugvellinum

Tíu áætlunarflugfélög fljúga um London City flugvöllinn en þau eru Lufthansa, TAP Air Portugal, SWISS International Air Lines, LOT Polish Airlines, Alitalia, KLM, British Airways, Luxair, Flybe og Aer Lingus.

Frá London City er flogið til 45 áfangastaða í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Bandaríkjunum og þá flýgur British Airways til að mynda til Íslands frá London City.

Master-áætlunin verður á næstunni borin undir íbúa tólf hverfa í nágrenninu og hafa íbúasamtök og aðrir hagsmunaaðilar frest fram til 20. september til að koma með athugasemdir en lokaáætlun að stækkuninni verður tilbúin fyrir lok ársins.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga