flugfréttir

Mælir með skynjurum sem greina laumufarþega í hjólarými

- Mögulegt að laumufarþeginn hafi verið flugvallarstarfsmaður

3. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:41

Frá Jomo Kenyatta flugvellinum í Nairobi

Umræða hefur sprottið upp meðal sérfræðinga í flugöryggi í kjölfar atviks er laumufarþegi féll til jarðar úr Boeing 787 þotu hjá Kenaya Airways sem var í aðflugi að Heathrow-flugvellinum í London, um fyrirbyggjandi aðgerðir gagnvart atvikum sem þessum.

Meðal þess sem rætt er um er hvort möguleiki sé að koma fyrir búnaði með skynjurum sem greina hreyfingar í hjólarými á farþegaþotum en í flestum tilvikum, þegar laumufarþegi ákveður að freista þess að komast til annars lands með flugvélum, hafa þeir klifrað upp hjólastellið og reynt að koma sér fyrir í rýminu þar sem hjólin dragast upp eftir flugtak.

Philip Baum, öryggisráðgjafi í flugmálum, leggur til að hitaskynjurum verði komið fyrir í hjólarýmum sem myndu greina líkamshita ef laumufarþegi hefur komið sér þar fyrir en Baum segir að flestir laumufarþegar nota tækifærið þegar flugvél er að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak en færri koma sér fyrir þegar flugvélin er við brottfararhlið.

Flestir laumufarþegar hafa farið upp við hjólabúnaðinn og falið sig í hjólarýminu

Þá hefur komið fram að mögulegt sé að laumufarþeginn hafi verið flugvallarstarfsmaður á flugvellinum í Nairobi en enn er verið að vinna í því að bera kennsl á líkið sem hafnaði í garði í suðurhluta London við hliðina á manni sem lá í sólbaði.

Gilbert Kibe, yfirmaður flugmála í Kenýa, segir að mögulegt sé að laumufarþeginn hafi haft fullan aðgang að Jomo Kenyatta flugvellinum í Nairobi þar sem líklegt þykir að hann hafi verið starfsmaður á vellinum.  fréttir af handahófi

Von á niðurstöðum á úttekt á vottunarferli FAA í haust

25. júlí 2019

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur tilkynnt að í haust verða birtar niðurstöður ásamt athugasemdum varðandi vottunarferli meðal bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sem hefur verið til ra

Boeing frestar fyrsta flugi 777X fram til 2020

24. júlí 2019

|

Boeing hefur tilkynnt að fyrsta flug nýju Boeing 777X þotunnar mun ekki eiga sér stað á þessu ári vegna vandamála sem hafa komið upp hjá hreyflaframleiðandanum General Electric með GE9X hreyfilinn.

Eitt elsta flugfélag Frakklands óskar eftir gjaldþrotaskiptum

4. september 2019

|

Aigle Azur, eitt elsta flugfélag Frakklands, hefur óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta vegna slæms fjárhags félagsins auk deilna milli hluthafa.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Frakthurð á Boeing 737 opnaðist við harkalega lendingu

16. október 2019

|

Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00