flugfréttir

Fyrsta bandaríska félagið fellir niður flugleið vegna 737 MAX

- American Airlines mun hætta að fljúga á milli Dallas og Oakland

4. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:29

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur í flota American Airlines

American Airlines er fyrsta bandaríska flugfélagið til að leggja niður flugleið í leiðarkerfinu vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

American Airlines hefur tilkynnt að félagið muni hætta að fljúga frá Dallas til Oakland en félagið er það eina sem flýgur á milli þessara tveggja borga.

Næstkomandi laugardag mun félagið fljúga síðasta flugið milli Dallas og Oakland og verður það flug flogið með þotu af gerðinni Boeing 737-800.

Talsmaður félagsins bendir á að farþegum stendur til boða að fljúga í staðinn frá San Francisco eða San Diego, eða með millilendingu í Phoenix, en að öðru leyti geta þeir fengið flugið endurgreitt.

American Airlines hefur þurft að fella niður 115 flugferðum á dag frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett um miðjan marsmánuð á þessu ári og hefur félagið þess í stað hagrætt flugáætlun sinni en þetta er í fyrsta sinn sem bandarískt flugfélag ákveður að leggja niður flugleið milli tveggja borga vegna vandamálsins með Boeing 737 MAX þoturnar.

American Airlines hefur 24 Boeing 737 MAX þotur sem eru kyrrsettar en félagið gerir ekki ráð fyrir að geta nota þær til farþegaflugs fyrr en í fyrsta lagi í september en miklar líkur eru á því að það eigi eftir að seinka enn frekar og þessvegna er nær dregur jólum.

Þess má geta að Icelandair tilkynnti í júní að félagið myndi hætta að fljúga til Tampa í Flórída en ástæða þess er einnig vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX.  fréttir af handahófi

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Uzbekistan setur á sölu sex Boeing 767 og 757 þotur

3. september 2019

|

Uzbekistan Airways hefur auglýst til sölu nokkrar Boeing-þotur auk þess sem félagið freistar þess að selja einnig farþegaflugvélar af gerðinni Ilyushin Il-114.

Fjórða jafnþrýstingsatvikið í Kanada með Q400 vélarnar

2. ágúst 2019

|

Fjórða atvikið hefur komið upp í Kanada á 12 mánuðum þar sem þrýstingur hefur skyndilega fallið niður í farþegarými á flugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Frakthurð á Boeing 737 opnaðist við harkalega lendingu

16. október 2019

|

Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00