flugfréttir

Manston-flugvöllur mun opna aftur í stað 3.700 nýrra íbúða

- Kaupa landið af fyrirtæki sem fékk ekki leyfi fyrir íbúðabyggð

8. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:17

London Manston-flugvellinum í Kent var lokað árið 2014

London mun að öllum líkindum aftur verða „sjö flugvalla borg“ þar sem til stendur að taka aftur í notkun Manston-flugvöllinn sem lokaði árið 2014.

Núna hefur fjárfestingafyrirtæki eitt náð að kaupa flugvöllinn frá fyrrverandi eigendum sem keyptu flugvallarlandið árið 2014 til að reisa nýjar íbúðir á svæðinu.

Síðasta áætlunarflugið yfirgaf Manston-flugvöllinn þann 9. apríl árið 2014 sem var flug KLM til Amsterdam og mánuði síðar var flugvellinum lokað eftir að fyrirtækið Stone Hill Park keypti landið til að byggja um 3.700 íbúðir á svæðinu.

Farþegar ganga um borð í þotu KLM Cityhopper á Manston-flugvellinum

Sögu Manston Airport flugvallarins má rekja aftur til ársins 1916 þegar aðeins 13 ár voru liðin frá fyrsta flugi Wright-bræðra í Ameríku en flugvöllurinn var notaður í orrustunni um Bretland í seinni heimstyrjöldinni er Bretar börðust við Luftwaffe-flugherdeild Þjóðverja.

Áform Stone Hill Park gengu hinsvegar ekki eftir þar sem að ekki fékkst leyfi til að byggja íbúðir á flugvallarlandinu og var tillögu hópsins hafnað í janúar í fyrra.

Save Manston Airport hópurinn hefur barist fyrir því að bjarga
flugvellinum í 5 ár og hefur það loksins borið árangur

Á sama tíma og fyrirtækið reyndi að fá leyfi til að reisa 3.700 til 4.000 nýjar íbúðir á landsvæðinu þá vann fyrirtækið RiverOak Investment Corporation hörðum höndum að því að fá leyfi frá samgönguráðuneyti Bretlands til að þvinga Stone Hill Park til að selja flugvöllinn aftur svo að þeir gætu opnað Manston-flugvöllinn aftur á þeim forsendum að þar leynast mörg tækifæri fyrir farþegaflug og fraktflug.

Ganga frá kaupunum í næstu viku og hefja endurbygginu vallarins

RiverOak Investment Corporation eignaðist flugvöllinn núna í vikunni og hefur fyrirtækið staðfest að gengið verði frá kaupunum frá Stone Hill Park á morgun og verði kaupin formlega gengin í gegn þann 11. júlí næstkomandi.

„Við keyptum landið til að koma flugvallarstarfseminni aftur í gang. Eins og staðan er núna þá mun hann opna að nýju árið 2022 fyrir áætlunarflug á styttri flugleiðum og einnig mun hann opna fyrir fraktflugi“, segir Tony Freudmann, yfirmaður RiverOak Investments.

Alls voru 144 manns sem misstu vinnuna sína er flugvellinum var lokað fyrir 5 árum síðan og íbúar á svæðinu mótmæltu lokuninni og sölunni á flugvellinum og söfnuðust alls 26.000 undirskriftir.

Tölvugerð teikning af íbúðum sem Stone Hill Park vildi reisa á flugvallarlandinu

RiverOak gerir ráð fyrir að um 860.000 farþegar geti farið um flugvöllinn árið 2024, tveimur árum eftir að hann opnar aftur, en Ryanair hefur lýst yfir miklum áhuga fyrir flugi um London Manston flugvöll þar sem lágfargjaldafélagið írska flýgur ekki til neinna flugvalla sunnan Thames-árinnar í London fyrir utan nokkur flug til London Gatwick.

London hefur í dag sex flugvelli; Heathrow, Gatwick, Luton, London City, Stansted og Southend en Ryanair flýgur um fjóra af þessum flugvöllum.

Að ofan: DC-6 flugvél Greenlandair á Manston-flugvellinum árið 1979 og flugvöllurinn eins og hann leit út rétt fyrir lokun hans árið 2014

Þá gæti British Airways nýtt sér Manston-flugvöllinn til þess að létta af álaginu um þá flugvelli sem félagið notar í dag í kringum Lundúni en félagið hafði notað Manston-flugvöll fyrir þjálfanir áhafna.

Samgönguráðuneyti Bretlands tilkynnti í fyrra að ef þriðju flugbrautinni verður ekki bætt við á Heathrow að þá verða flugvellirnir fimm á Lundúnarsvæðinu orðnir fyrirfullir fyrir árið 2034.

Boeing 767 einkaþota Rolling Stones á London Manston flugvellinum í mars árið 2014

„Það er mikil gleði að heyra að RiverOak hefur gert samning um kaup og yfirtöku á Manston-flugvellinum. Þetta hefur verið þrotlaus barátta í fimm ár og mikil vinna að baki og markmiðið okkar er orðið að veruleika og það er það sem við höfum barist fyrir allan þennan tíma“, segir Dan Light, stofnandi samtakanna „Save Manston Airport“.

RiverOak Investment ætlar sér að koma flugvellinum aftur í gang á þremur árum







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga