flugfréttir

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:41

Air France segir að með sköttunum eigi félagið eftir að lenda í erfiðleikum með að fjárfesta í umverfisvænum flugvélum

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air France erfitt fyrir við að fjárfesta í hagkvæmara og umhverfisvænni flugvélum.

„Þessir nýju skattar eiga eftir að skaða afkomu Air France og skerða samkeppnishæfni flugfélagsins“, segir í yfirlýsingu frá Air France-KLM en móðurfélagið telur að skattarnir eigi eftir að kosta Air France um 8.4 milljarða króna á ári sem félagið þarf að punga út.

Það var Elisabeth Borne, samgönguráðherra Frakklands, sem kynnti nýja skattinn til sögunnar sem er ætlað að færa franska þjóðarbúinu um 25 milljarða króna í tekjur á ári en alls munu heilar 18 evrur leggjast á hvern flugmiða í millilandaflugi utan Evrópska efnahagssvæðisins með tilkomu skattsins sem samsvarar 2.500 krónum en í flugi innan Evrópu mun 1.200 króna skattur leggjast á hvern flugmiða.

Tekjurnar af skattinum eiga að renna til fjármögnunar á framkvæmdum á öðrum samgöngumátum í Frakklandi og þar á meðal til þess að viðhalda og efla lestarsamgöngur í þeim tilgangi að berjast við loftslagsbreytingar.

Upphaflega ætlaði franska ríkisstjórnin að leggja skatta á bensín og díselolíu en hætt var við þau áform af ótta við að mótmæli myndu brjótast út á götum franskra borga og var því ákveðið að skattleggja aðrar tegundir af samgöngumátum á borð við öll flugfélög sem fljúga um franska flugvelli.  fréttir af handahófi

Widerøe og Rolls-Royce í samstarf um rafmagnsflug

30. ágúst 2019

|

Norska flugfélagið Widerøe og Rolls-Royce hreyflaframleiðandinn hafa hafið samstarf um rannsókn á möguleikum á framleiðslu á hreyflum knúnum áfram eingöngu með rafmagni.

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Gjaldþrotið hefur áhrif á flota Thomas Cook Skandinavia

3. október 2019

|

Gjaldþrot Thomas Cook hefur haft aðeins meiri áhrif á rekstur Thomas Cook Skandinavia en talið var í fyrstu en hið síðarnefnda félag er sjálfstætt flugfélag sem flogið hefur áfram undir merkjum Thoma

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Frakthurð á Boeing 737 opnaðist við harkalega lendingu

16. október 2019

|

Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00