flugfréttir

Telja að Boeing 737 MAX fljúgi ekki aftur fyrr en árið 2020

- Skiptar skoðanir hvort að kyrrsetningunni verði aflétt fyrir áramót

15. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:51

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hafa hrúgast upp á bílastæði starfsmanna við verksmiðjur Boeing í Renton

Margt bendir til þess að Boeing 737 MAX þoturnar eigi eftir að verða kyrrsettar út þetta ár og fram yfir áramót sem þýðir að vélarnar eiga ekki eftir að hefja sig á loft aftur með farþega fyrr en árið 2020.

Þetta kemur fram í frétt The Wall Street Journal og er þetta haft eftir aðilum innan bandarískra flugmálayfirvalda auk flugmanna, sem eru meðlimir í félag bandarískra atvinnuflugmanna, en fram kemur að ástæðan sé sá tími sem það tekur að laga þau atriði sem krefjast lagfæringa auk þess tíma sem fer í prófanir í kjölfar þess.

Boeing 737 MAX var kyrrsett um miðjan mars og voru þá vonir uppi um að vélin myndi hefja sig á loft að nýju með vorinu og í síðasta lagi í maí en síðan eru liðnir meira en tveir mánuðir og fjórir mánuðir frá kyrrsetningunni. Væntingar um endurkomu MAX-vélanna í október, þegar tveir mánuðir eru eftir af árinu, eru nú orðnar litlar og hafa flugfélög uppfært flugáætlun sína er varðar vélarnar fram í nóvember.

Samt sem áður þá eru nokkrir yfirmenn hjá Boeing auk yfirmanna hjá FAA sem segjast vera nokkuð bjartsýnir um að Boeing 737 MAX eigi eftir að fljúga á ný með farþega í haust en aðrir telja að janúar 2020 væri mögulega hægt að aflétta kyrrsetningu þotnanna í fyrsta lagi.

Verkfræðingar hjá Boeing, aðilar frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) auk aðila frá yfirvöldum í öðrum löndum, vinna nú að því að fara yfir lista af göllum og atriðum sem þarf að lagfæra og hafa flugfélög frestað áætlunum sínum nokkrum sinnum um notkun á Boeing 737 MAX í leiðarkerfi sínu.

Boeing 737 MAX vélarnar hafa í dag verið kyrrsettar í fjóra mánuði

Nokkur bandarísk flugfélög hafa tilkynnt að þau gera ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX fyrr en í nóvember en American Airlines frestaði áætlunum sínum með þotuna í gær í fimmta sinn.

Fram kemur að þrátt fyrir að búið verða að laga og finna lausn á vandamálunum er varðar Boeing 737 MAX þá eiga flugfélög eftir að láta flugvirkja framkvæma uppfærslur á sínum Boeing 737 MAX þotum og undirbúa þær fyrir rekstur að nýju sem felst einnig í að koma þeim úr geymslu og gera þær klára fyrir farþegaflug að nýju sem gæti tekið nokkrar vikur.

Hvorki Boeing né FAA hafa gefið út neina dagsetningu varðandi endurkomu Boeing 737 MAX og er ekki unnið eftir neinum tímaramma en þess í stað er unnið allan sólarhringinn að því að aflétta kyrrsetningunni.  fréttir af handahófi

Flaug 11 tíma „fýluferð“ yfir hafið vegna eldgoss í Mexíkó

29. nóvember 2019

|

Júmbó-þota frá KLM Royal Dutch Airlines þurfti í gær að snúa við til Amsterdam og fljúga alla leið til baka yfir Atlantshafið þegar hún var nýkomin yfir Norður-Ameríku vegna eldgoss í Mexíkó.

AirBaltic selur fimm A220 þotur og leigir til baka

21. nóvember 2019

|

Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að selja fimm Airbus A220-300 þotur (CSeries CS300) og leigja vélarnar til baka.

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00