flugfréttir

Loka starfsstöðvum vegna seinkana á nýjum MAX-þotum

- Fá sennilega helmingi færri 737 MAX þotur afhentar fyrir sumarið 2020

16. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:39

Boeing 737-800 þotur Ryanair

Ryanair hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að til komi að skera niður starfsemi félagsins með því að loka nokkrum starfsstöðvum í haust sem má rekja til kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Ryanair segir að þar sem kyrrsetningin eigi eftir að hafa áhrif á afhendingar þá geri félagið ekki ráð fyrir að vera komið með eins margar MAX þotur í flotann fyrir sumarið 2020 eins og gert var ráð fyrir í upphafi.

Félagið átti von á að vera komið með 58 Boeing 737 MAX þotur fyrir sumarið á næsta ári en ef félagið fær þá fyrstu afhenta í janúar eða febrúar eftir áramót, og fær um sex til átta þotur í hverjum mánuði eftir það, verður félagið aðeins komið með um 30 þotur í mesta lagi sem er helmingi færri þotur en áætlun félagsins gerir ráð fyrir.

„Þessar tölur gætu verið enn minni sem fer eftir því hvenær Boeing 737 MAX mun snúa aftur“, segir í tilkynningu frá félaginu sem vonast til þess að kyrrsetningunni verði aflétt fyrir lok ársins.

Nýjar Boeing 737 MAX þotur Ryanair munu samt ekki geta byrjað að fljúga strax þar sem þær eiga eftir að fara í gegnum sérstakt vottunarferli þar sem þær þotur sem félagið fær er sérstök lágfargjaldaútgáfa sem taka um 200 farþega.

Ef félagið er aðeins komið með 30 þotur í flotann í stað 58 þá samsvarar það að félagið þarf að gera ráð fyrir allt að 7% samdrætti í núverandi flugáætlun fyrir sumarið sem þýðir að loka þarf einhverjum starfsstöðvum þar sem farþegar verða þá allt að 5 milljónum færri.

Ryanair á nú í viðræðum við nokkra flugvelli vegna fyrirhugaðra niðurskurðaaðgerða vegna þessa en félagið myndi sjá annars fram á töluvert tap ef það myndi halda óbreyttum starfsmannafjölda á bækistöðvunum með helmingi færri 737 MAX þotur í notkun.  fréttir af handahófi

IndiGo sagt vera að undirbúa pöntun í 300 þotur frá Airbus

29. október 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo er sagt vera að undirbúa risapöntun í 300 farþegaþotur úr A320neo fjölskyldunni frá Airbus.

Rannsaka starfsemi Silverstone Air í kjölfar fjölda atvika

29. október 2019

|

Flugmálayfirvöld í Kenýa hafa hafið rannsókn á starfsemi flugfélagsins Silverstone Air Service í kjölfar fjölda atvika sem hafa átt sér stað hjá félaginu í þessum mánuði.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00