flugfréttir

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

- Tvær orrustuþotur voru ræstar út og var þotunni snúið við til Stansted

18. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:19

Jet2 segist vona að með þessu geti félagið sent þau skilaboð að svona hegðun er eitthvað sem verður ekki láta viðgangast

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess að snúa við til London í kjölfarið.

Nokkrir dagar eru síðan að kóreskum flugdólgi var gert að greiða Hawaiian Airlines um 20 milljónir króna í sekt fyrir dólgslæti um borð og ákvað flugfélagið að senda þeim farþega reikning fyrir öllum þeim kosnaði sem hlýst af því að þurfa að snúa flugvél við auk kostnaðar við gistingu fyrir farþega.

Að þessu sinni var um að ræða 25 ára breska stúlku sem flaug með flugfélaginu Jet2 frá London Stansted til Dalaman í Tyrklandi þann 22. júní sl. en konan hegðaði sér mjög illa um borð, sýndi af sér árásargirni, hótaði farþegum, barði á dyrnar á stjórnklefanum auk þess sem hún reyndi að opna neyðarútgang um borð.

Atvikið var það alvarlegt að breski flugherinn ræsti út tvær Eurofighter Typhoon orrustuþotur sem flugu til móts við flugvélina en að sögn Steve Heapy, framkvæmdarstjóra Jet2, var um að ræða eitt versta flugdólgsatvik sem hann hefur heyrt um.

Chloe Haines á von á reikning frá flugfélaginu Jet2 upp á 13 milljónir króna

„Við ætlum að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fá þennan skaða bættan eins og við gerum alltaf þegar hegðun farþega verður til þess að það þarf að snúa við eða lenda á öðrum flugvelli“, segir Heapy.

Jet2 hefur sett konuna á ævilangan bannlista auk þess sem flugfélagið hefur sent henni reikning upp á 85.000 Sterlingspund sem jafngildir 13,2 milljónum króna.

„Sem fjölskylduvænt flugfélag þá höfum við akkurat enga þolinmæði gagnvart svona hegðun og vonumst við til að þessi refsing sendi skýr skilaboð til þeirra sem halda að þeir geti komist upp með að haga sér svona“, segir Heapy.  fréttir af handahófi

Framleiðsla á Boeing 737-800 líður undir lok

19. desember 2019

|

Boeing afhenti í gær síðasta eintakið sem smíðað hefur verið af Boeing 737-800 og hefur framleiðslan því runnið sitt skeið en síðasta Boeing 737-800 þotan var afhent í flota hollenska flugfélagsins KL

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri

CFM eykur samstarfið við Airbus vegna óvissu með 737 MAX

6. janúar 2020

|

Hreyflaframleiðandinn General Electric og fyrirtækið Safran munu á næstunni auka samstarfið við Airbus til muna þar sem Boeing mun í þessum mánuði hætta framleiðslu tímabundið á Boeing 737 MAX þotunu

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00