flugfréttir

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

- Tvær orrustuþotur voru ræstar út og var þotunni snúið við til Stansted

18. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:19

Jet2 segist vona að með þessu geti félagið sent þau skilaboð að svona hegðun er eitthvað sem verður ekki láta viðgangast

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess að snúa við til London í kjölfarið.

Nokkrir dagar eru síðan að kóreskum flugdólgi var gert að greiða Hawaiian Airlines um 20 milljónir króna í sekt fyrir dólgslæti um borð og ákvað flugfélagið að senda þeim farþega reikning fyrir öllum þeim kosnaði sem hlýst af því að þurfa að snúa flugvél við auk kostnaðar við gistingu fyrir farþega.

Að þessu sinni var um að ræða 25 ára breska stúlku sem flaug með flugfélaginu Jet2 frá London Stansted til Dalaman í Tyrklandi þann 22. júní sl. en konan hegðaði sér mjög illa um borð, sýndi af sér árásargirni, hótaði farþegum, barði á dyrnar á stjórnklefanum auk þess sem hún reyndi að opna neyðarútgang um borð.

Atvikið var það alvarlegt að breski flugherinn ræsti út tvær Eurofighter Typhoon orrustuþotur sem flugu til móts við flugvélina en að sögn Steve Heapy, framkvæmdarstjóra Jet2, var um að ræða eitt versta flugdólgsatvik sem hann hefur heyrt um.

Chloe Haines á von á reikning frá flugfélaginu Jet2 upp á 13 milljónir króna

„Við ætlum að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fá þennan skaða bættan eins og við gerum alltaf þegar hegðun farþega verður til þess að það þarf að snúa við eða lenda á öðrum flugvelli“, segir Heapy.

Jet2 hefur sett konuna á ævilangan bannlista auk þess sem flugfélagið hefur sent henni reikning upp á 85.000 Sterlingspund sem jafngildir 13,2 milljónum króna.

„Sem fjölskylduvænt flugfélag þá höfum við akkurat enga þolinmæði gagnvart svona hegðun og vonumst við til að þessi refsing sendi skýr skilaboð til þeirra sem halda að þeir geti komist upp með að haga sér svona“, segir Heapy.  fréttir af handahófi

Ryanair vill panta enn fleiri Boeing 737 MAX þotur

24. maí 2019

|

Ryanair segist vera tilbúið að leggja inn pöntun í enn fleiri Boeing 737 MAX þotur en Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri lágfargjaldafélagsins írska, segir að hann hafi fulla trú á Boeing 737 MAX þr

Delta segir formlega skilið við Boeing eftir 50 ára viðskipti

10. júlí 2019

|

Eftir að hafa verið viðskiptavinur Boeing í 50 ár og fengið reglulega nýjar flugvélar frá framleiðandanum frá sjöunda áratug síðustu aldar þá mun Delta Air Lines ekki fá fleiri þotur eftir að síðasta

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í