flugfréttir

Mesta tap í 103 ára sögu Boeing

- Tap upp á 413 milljarða króna en 328 milljarða króna hagnaður í fyrra

24. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:19

Nýjar Boeing 737 MAX þotur á bílastæði starfsmanna í Renton sem bíða þess að verða afhentar

Boeing hefur skilað inn mesta tapi í 103 ára sögu flugvélarisans en afkoma fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var neikvæð um 3.4 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 413 milljörðum króna.

Boeing tilkynnti í dag um afkomu flugvélarisans eftir annan ársfjórðung þessa árs og hefur afkoman aldrei verið eins slæm sem rekja má til kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar í rúma 4 mánuði.

Talið er að Boeing hafi nú þegar tekið á sig yfir 800 milljarða króna skell vegna vandamálsins með Boeing 737 MAX og er talið að sú tala eigi eftir að hækka enn frekar þar sem framleiðandinn á enn eftir að greiða út bætur til þeirra flugfélaga sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum.

Tap Boeing í júnímánuði einum var 352 milljarðar króna en í júní 2018 hagnaðist Boeing um 267 milljarða sem endurspeglar þann vanda sem Boeing er komið í þessa daganna.

Nýjar Boeing 737 MAX vélar Icelandair eru meðal þeirrar sem bíða afhendingar

Rekstrartekjur Boeing á öðrum ársfjórðungi námu 1.921 milljarði en á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar um 2.942 milljarðar króna.

Sölur á nýjum farþegaþotum hafa dregist saman um 35% þar sem Boeing afhenti aðeins 90 þotur á öðrum ársfjórðungi á meðan allar afheningar á 737 MAX hafa setið á hakanum.

„Þetta eru krefjandi tímar fyrir Boeing og við erum einbeittir á að viðhalda því öryggi, gæðum og þeim heiðarleika sem einkennir okkur á sama tíma og við vinnum að því að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið“, sagði Dennis Muilenburg, framkvæmdarstjóri Boeing, í tilkynningu í dag.

Ekki er enn vitað hvenær Boeing 737 MAX mun fljúga aftur

Áhrif kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX nær langt út fyrir veggi Boeing þar sem tugi flugfélaga um allan heim hafa tapað gríðarlegum fjárhæðum á því að hafa ekki geta flogið þotunum eins og þau gerðu ráð fyrir og hafa flugfélög aflýst þúsundir flugferða og sum hætt flugi til einhverja áfangastaða.

Boeing hefur haldið áfram að framleiða Boeing 737 MAX þoturnar en samt eru færri eintök smíðuð mánuði og á framleiðandinn eftir að afhenda nýjar þotur að andvirði 3 þúsund og 600 milljarða króna.  fréttir af handahófi

Fly Jamaica sækir um gjaldþrotavernd

19. desember 2019

|

Flugfélagið Fly Jamaica Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd á meðan félagið reynir að endurskipuleggja reksturinn en félagið hefur ekki flogið neitt áætlunarflug frá því í mars á þessu ári.

Isavia höfðar mál vegna niðurstöðu í máli Air Lease

25. október 2019

|

Isavia ohf. mun á næstu dögum stefna ALC og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness frá 17. júlí 2019 í

Icelandair tekur á leigu Boeing 737-800 þotur

17. desember 2019

|

Icelandair hefur tekið á leigu tvær farþegaþotur af gerðinni Boeing 737-800 fyrir næsta sumar og er unnið að því að ganga frá leigu á þriðju þotu sömu gerðar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Lægri skattar í innanlandsflugi til umræðu til þess að bjarga Flybe

14. janúar 2020

|

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að lækka farþegaskatta af öllu innanlandsflugi í Bretlandi í þeim tilgangi að létta undir rekstur Flybe sem heyjar nú lífróður en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því

EasyJet og Etihad í samstarf

14. janúar 2020

|

Etihad Airways og easyJet hafa undirritað samning um viðamikið samstarf sem mun taka í gildi þegar í stað er kemur að því að samnýta bókunarmöguleika.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00