flugfréttir

Nýtt app með spurningaleik úr flugslysagagnagrunni NTSB

- Hægt að læra um osök flugslya með flugöryggisspurningaleik

6. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:02

Ný útgáfa er komin út af flugöryggissmáforritinu Fight Chain App

Ný útgáfa er komin út af flugöryggissmáforritinu Fight Chain App sem kemur með spurningaleik þar sem notendur geta meðal annars spreytt sig á því að geta sér til um orsök flugslysa sem byggir á flugslysagagnagrunni frá NTSB.

Appið hefur það forvarnargildi að flugmenn geta meðal annars fræðst um mismunandi orsök slysa með því að spreyta sig á spurningum úr rannsóknarskýrslum en smáforritið kemur einnig með öðrum fróðleik tengdum flugslysum og atvikum.

Skjáskot af smáforritinu Flight Chain App

Spurningahlutinn, sem kallast „The Safety Quiz“, nær yfir alla þá helstu þætti sem hafa orsakað flugslys í gegnum tíðina og þá þætti sem ber að varast.

Orsök flugslysa má skipta niður í mismunandi hluta en sumar orsakir eru algengari en aðrar og í flestum tilvikum er um mistök flugmanna að ræða þar sem flugslys eiga sér stað sem hefði mátt koma í veg fyrir.

Smáforritið nær yfir þætti og orsakir á borð við aðstæður þar sem óvart er flogið úr sjónflugsaðstæðum inn í blindflugsskilyrði, atvik þar sem flugmenn missa stjórn á vélinni og ofris við mismunandi aðstæður.

Þá eru einnig spurningar þar sem svörin við orsök flugslysa má rekja til árekstra tveggja flugvéla í flugi, flugslys í lendingu, mistök við útreikninga á þyngd, eldsneytisskort og „ómögulegu beygjuna“ þegar flugmenn reyna að framkvæma 180° beygju til að lenda aftur á braut eftir að hafa misst mótor í flugtaki.

Finna má allar rannsóknarskýrslur frá NTSB í appinu frá árinu 1982 en appið má nálgast á vefsíðunni flightchainapp.com fyrir 4.99 bandaríkjadali en kaupa þarf vissa hluta af appinu eftir það í gegnum appið með áskrift.  fréttir af handahófi

Orrustuþota brotlenti í Star Wars gljúfrinu

1. ágúst 2019

|

Leit stendur yfir af herflugmanni eftir að orrustuþota af gerðinni F/A-18 Super Hornet brotlenti í „Star Wars“ gljúfrinu í Dauðadalnum í Kaliforníu í gær.

Disney stefnir á stofnun flugfélags

21. júlí 2019

|

Orðrómur er í gangi um að Walt Disney fyrirtækið ætli að stofna sitt eigið flugfélag en samkvæmt vefsíðunni Justdisney.com þá segir að Disney ætli að festa kaup á nokkrum litlum farþegaflugvélum á n

Júmbó-fraktþota Cargolux lent í Keflavík með mjaldrana

19. júní 2019

|

Boeing 747-400ERF vöruflutningaflugvél frá Cargolux lenti á Keflavíkurflugvelli núna klukkan 13:40 eftir langt næturflug frá Shanghai í Kína en um borð eru mjaldrarnir tveir, Little Grey og Little W

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í