flugfréttir

Nýtt app með spurningaleik úr flugslysagagnagrunni NTSB

- Hægt að læra um osök flugslya með flugöryggisspurningaleik

6. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 10:02

Ný útgáfa er komin út af flugöryggissmáforritinu Fight Chain App

Ný útgáfa er komin út af flugöryggissmáforritinu Fight Chain App sem kemur með spurningaleik þar sem notendur geta meðal annars spreytt sig á því að geta sér til um orsök flugslysa sem byggir á flugslysagagnagrunni frá NTSB.

Appið hefur það forvarnargildi að flugmenn geta meðal annars fræðst um mismunandi orsök slysa með því að spreyta sig á spurningum úr rannsóknarskýrslum en smáforritið kemur einnig með öðrum fróðleik tengdum flugslysum og atvikum.

Skjáskot af smáforritinu Flight Chain App

Spurningahlutinn, sem kallast „The Safety Quiz“, nær yfir alla þá helstu þætti sem hafa orsakað flugslys í gegnum tíðina og þá þætti sem ber að varast.

Orsök flugslysa má skipta niður í mismunandi hluta en sumar orsakir eru algengari en aðrar og í flestum tilvikum er um mistök flugmanna að ræða þar sem flugslys eiga sér stað sem hefði mátt koma í veg fyrir.

Smáforritið nær yfir þætti og orsakir á borð við aðstæður þar sem óvart er flogið úr sjónflugsaðstæðum inn í blindflugsskilyrði, atvik þar sem flugmenn missa stjórn á vélinni og ofris við mismunandi aðstæður.

Þá eru einnig spurningar þar sem svörin við orsök flugslysa má rekja til árekstra tveggja flugvéla í flugi, flugslys í lendingu, mistök við útreikninga á þyngd, eldsneytisskort og „ómögulegu beygjuna“ þegar flugmenn reyna að framkvæma 180° beygju til að lenda aftur á braut eftir að hafa misst mótor í flugtaki.

Finna má allar rannsóknarskýrslur frá NTSB í appinu frá árinu 1982 en appið má nálgast á vefsíðunni flightchainapp.com fyrir 4.99 bandaríkjadali en kaupa þarf vissa hluta af appinu eftir það í gegnum appið með áskrift.  fréttir af handahófi

Banki í Kína mun fjármagna 27 Airbus-þotur fyrir Norwegian

24. október 2019

|

Norwegian hefur gert samning við kínverska bankann China Construction Bank Leasing um samstarf vegna fjármögnunar á 27 Airbus A320neo þotum sem félagið á að fá afhentar frá og með næsta ári.

Adria Airways er gjaldþrota

30. september 2019

|

Slóvneska flugfélagið Adria Airways er gjaldþrota en félagið gaf í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið hafi formlega óskað eftir að verða tekið til gjaldþrotaskipta og hætt flugreks

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

Fjórir ölvaðir flugmenn teknir hjá SpiceJet á 5 dögum

6. desember 2019

|

Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

Qantas flýgur síðasta júmbó-þotuflugið til Bandaríkjanna

6. desember 2019

|

Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.

Flugmenn hjá IndiGo varaðir við að nota fullt afl í flugtaki

5. desember 2019

|

Indverska flugfélagið IndiGo hefur gefið út viðvörun til flugmanna sinna þar sem þeir eru varaðir við því að setja hámarks afl á hreyflana á nýju Airbus A320neo þotum félagsins í flugtaki og í klifri

Þota frá Emirates kyrrsett í Nígeríu vegna skaðabótamáls

5. desember 2019

|

Dómstóll í Nígeríu hefur kyrrsett eina af Boeing 777 þotum Emirates vegna skuldar upp á 2.7 milljón króna sem rekja má til máls sem varðar skaðabótagreiðslu til farþega sem var meinað að fara um borð