flugfréttir
Boeing stefnir á að 737 MAX fljúgi á ný í haust
- Hafa framkvæmt yfir 500 prófanir á hugbúnaðaruppfærslum

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í 5 mánuði í dag
Boeing hefur framkvæmt tæplega 500 prófanir á uppfærslum á hugbúnaði á Boeing 737 MAX þotunni sem í dag hefur verið kyrrsett í tæpa 5 mánuði en Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, sagði í gærkvöldi að vonast er til þess að hún muni hefja sig á flug að nýju á fjórða ársfjórðungi þessa árs.
Muilenburg tók það fram í gær á Global Business Travel Association ráðstefnunni í Chicago að hann hafi meðal annars flogið sjálfur um borð í tveimur tilraunaflugferðum
og segir hann að starfsmenn Boeing ætla að stefna á að gera það sama.
„Við vitum að traust okkar hefur hlotið skaða sl. mánuði og erum við að vinna hörðum höndum að því að vinna til baka það traust
sem almenningur hafði á okkur“, sagði Muilenburg í gær.

Dennis Muilenburg kom fram á Global Business Travel Association ráðstefnunni í Chicago í gær þar sem hann svaraði spurningum um Boeing 737 MAX
Boeing segir að verið sé að einblína á allar helstu uppfærslur í þeim tilgangi að gera Boeing 737 MAX þotuna eins örugga
og mögulegt er.
Muilenburg segir að Boeing stefni á að ljúka öllum prófunum á Boeing 737 MAX fyrir september og séu tilraunir með hugbúnaðaruppfærslu
núna á lokastigi.
„Við höfum smíðað flugvélar í heila öld og allt sem hefur áhrif á það traust sem við höfum unnið okkur inn á þeim tíma særir
okkur mikið sem fyrirtæki og erum við því staðráðnir í því að endurheimta traust almennings og farþega. Við munum ekki hætta
fyrr en því markmiði er náð“, segir Muilenburg.
„Við erum á áætlun með að afhenda vottunarpakkann formlega til bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) í september og vonumst við
til að Boeing 737 MAX fái aftur leyfi til þess að hefja sig á loft á fjórða ársfjórðungi og verður hún vonandi ein öruggsta farþegaþota
eftir alla þessa vinnu“, sagði Muilenberg.


12. september 2019
|
Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, segist eiga von á því að flugfélög vestanhafs muni geta farið að fljúga Boeing 737 MAX þotunum á ný í nóvember.

21. nóvember 2019
|
Búið er að rífa fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem farið hefur í brotajárn en 11 mánuðir eru síðan að byrjað var að taka fyrstu varahlutina úr þotunni.

27. september 2019
|
Svo gæti verið að í náinni framtíð muni koma á markað fraktflugvélar sem búa yfir þeirri tækni að aðeins verður þörf á einum flugmanni í stjórnklefanum í sambærilegum flokki og flugvélar sem í dag kr

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

6. desember 2019
|
Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.