flugfréttir

Tókst á loft rétt eftir að flugbrautin var á enda

- Talið að flugmennirnir hafi slegið inn rangar upplýsingar um flugtaksþyngd

10. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:55

Atvikið átti sér stað á Demededovo-flugvellinum í Moskvu þann 5. ágúst sl.

Farþegaþota fór út af braut í flugtaki í Moskvu í Rússlandi í vikunni eftir að brautin var á enda í flugbrautarbruninu en þotan náði að hafa sig á loft þrátt fyrir það.

Um var að ræða Boeing 737-800 þotu frá rússneska flugfélaginu S7 sem var að fara í loftið frá Demededovo-flugvellinum á leið til borgarinnar Simferopol þann 5 ágúst sl.

Vélin hóf flugtakið á braut 32L en náði ekki að hefja sig á loft fyrr en hún var komin út af brautarendanum en atvikið náðist á öryggismyndavél flugvallarins.

Starfsmenn flugvallarins framkvæmdu skoðun á flugbrautinni og kom í ljós brak og glerbrot við brautarendann auk þess sem aðflugsljósabúnaður skemmdist og þá komu í ljós skemmdir á hjólabúnaði vélarinnar við skoðun eftir lendingu í Simferopol.

Talið er að upplýsingar um þyngd vélarinnar, sem færðar voru inn í flugtölvu vélarinnar fyrir flugtak, gáfu upp 15 tonnum minni flugtaksþyngd en raunverulega þyngd vélarinnar var. Þar af leiðandi hófu flugmennirnir flugtaksbrunið með því að aka inn á flugbrautina með 1.000 metra ónýtta til flugtaks fyrir aftan þá sem gaf þeim 2.500 metra fyrir flugtaksbrun.

Annar heimildarmaður, sem starfar fyrir rússnesk flugmálayfirvöld, segir að flugmennirnir hafi óvart sett inn þyngdartölur m.a.v. þyngd vélarinnar án eldsneytis („zero fuel weight“) í stað þess að slá inn þyngdina með eldsneyti („take off weight“).

Myndband:  fréttir af handahófi

Lækka verð á notaðri Boeing 757 þotu um helming

14. nóvember 2019

|

Nepal Airlines hefur ákveðið að slá af verðinu um helming á seinni Boeing 757 þotunni sem félagið reynir nú að selja en tvisvar frá því í sumar hefur félagið reynt að selja vélina en án árangurs.

Delta kaupir fimmtungs hlut í stærsta flugfélagi S-Ameríku

27. september 2019

|

Delta Air Lines mun eignast 20 prósenta hlut í flugfélaginu LATAM sem er eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku.

Framtíð júmbó-þotunnar í óvissu

21. nóvember 2019

|

Svo gæti farið að Boeing neyðist til þess að hætta að framleiða júmbó-þotuna þar sem óvissa ríkir um framhald á framleiðslu á stórum einingum fyrir skrokk vélarinnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

11 mánuði tók að rífa fyrstu A380 risaþotuna

21. nóvember 2019

|

Búið er að rífa fyrstu Airbus A380 risaþotuna sem farið hefur í brotajárn en 11 mánuðir eru síðan að byrjað var að taka fyrstu varahlutina úr þotunni.

GPU aflstöð varð fyrir mótor í gangi á Q400 flugvél

21. nóvember 2019

|

Flugvél af gerðinni de Havilland DHC-8-400, skemmdist er loftskrúfa á öðrum hreyfli vélarinnar varð fyrir aflstöð (GPU) á meðan mótorinn var í gangi.

AirBaltic selur fimm A220 þotur og leigir til baka

21. nóvember 2019

|

Flugfélagið airBaltic hefur ákveðið að selja fimm Airbus A220-300 þotur (CSeries CS300) og leigja vélarnar til baka.

Hefur 15 sinnum farið í flug og þóst vera flugstjóri hjá Lufthansa

20. nóvember 2019

|

Indverskur karlmaður var gómaður á Indira Gandhi flugvellinum í Delí á Indlandi sl. mánudag eftir að í ljós kom að hann hafði villt á sér heimildir þar sem hann þóttist vera flugmaður.

Vilja að reglur um hvíldartíma gildi einnig fyrir fraktflugið

20. nóvember 2019

|

Flugmenn í Bandaríkjunum og samtök flugmanna vestanhafs krefjast þess að sömu reglur um hvíldartímar verði látnar gilda fyrir þá flugmenn sem fljúga fraktflug og er farið fram á að þeir heyri undir s

Nýr framkvæmdarstjóri mun taka við stjórn Norwegian

20. nóvember 2019

|

Nýr framkvæmdarstjóri hefur verið skipaður í stjórn Norwegian sem mun taka við stöðu Björn Kjos sem steig til hliðar í júlí í sumar.

Air Astana pantar þrjátíu Boeing 737 MAX þotur

19. nóvember 2019

|

Air Astana, ríkisflugfélag Kazakhstan, hefur undirritað samkomulag við Boeing um pöntun á allt að 30 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flota nýs lágfargjaldaflugfélags sem stofnað var

SunExpress pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

18. nóvember 2019

|

Tyrkneska flugfélagið SunExpress hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10 Boeing 737 MAX þotum til viðbótar og undirritaði félagið samning varðandi fleiri þotur í dag á Dubai Airshow flugsýningunni.

Panta 120 þotur frá Airbus

18. nóvember 2019

|

Lágfargjaldafélagið Air Arabia hefur lagt inn pöntun til Airbus í 120 þotur úr A320neo fjölskyldunni.

Fyrirmæli frá FAA ná til yfir 4.000 Bonanza-flugvéla

18. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið út fyrirmæli um skoðun á 36 mismunandi tegundum af Bonanza-flugvélum sem nær því til alls 4.100 flugvéla í Bandaríkjunum af Bonanza-gerð.