flugfréttir

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:11

Airbus A330 breiðþota Qantas í flugtaki á flugvellinum í Sydney

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Atvikið átti sér stað með þeim hætti að flugumferðarstjóri hafði gefið breiðþotu af gerðinni Airbus A330 leyfi til þess að taka sér brautarstöðu fyrir flugtak til Melbourne en á sama tíma var Boeing 737-800 þota á lokastefnu á leið til lendingar á sömu braut eftir flug frá Brisbane.

Airbus A330 þotan fékk leyfi til þess að fara í tafarlaust flugtak en fljótllega kom í ljós að aðskilnaðurinn frá flugvélinni sem var að lenda var of lítill og bað flugumferðarstjóri flugmenn þeirrar vélar að hætta við lendingu og fara í fráhvarfsflug úr lítilli hæð og beygja svo fljótlega frá til austurs.

Stefnan til austurs í fráhvarfsfluginu skarst hinsvegar við staðlaðan brottflugsferil Airbus A330 þotunnar sem og kom upp TCAS árekstrarviðvörun um borð í stjórnklefa þeirrar vélar sem náði að klifra fyrir ofan Boeing 737-800 þotuna.

Boeing 737 þotan lenti skömmu síðar eftir 10 mínútur á meðan Airbus A330 þotan hélt flugi sínu áfram til Melbourne.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu flokkar atvikið sem alvarlegt atvik og hefur rannsókn hafist á því en ekki kemur fram hversu mikill aðskilnaður var á milli flugvélanna tveggja.

Fram kemur að flugturninn á Kingsford Smith flugvellinum í Sydney hefur átt við manneklu að stríða að undanförnu og sé búið að vera mikið álag á flugumferðarstjórum sem margir hverjir hafa kvartað yfir strangri yfirvinnu og hafa komið upp tilvik þar sem sumir hafa hringt sig inn veika til þess að fá meiri hvíld.

Atvikið átti sér stað þann 5. ágúst sl. og kemur fram að flugmennirnir á Airbus A330 þotunni hafi verið með hina þotuna í augsýn allan tímann í brottfluginu og var því ekki nein hætta á ferðum.  fréttir af handahófi

Vinna að lausn á nýja gallanum á Boeing 737 MAX

4. júlí 2019

|

Boeing hefur komið með yfirlýsingu varðandi nýja gallann á Boeing 737 MAX sem starfsmenn hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) komu auga á þegar verið var að gera prófanir á nýrri uppfærslu á MCAS

Kínverjar kaupa fjórðungshlut í Thomas Cook

28. ágúst 2019

|

Kínverska fyrirtækið Fosun Tourism Group mun eignast fjórðungshlut í flugfélaginu Thomas Cook.

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

  Nýjustu flugfréttirnar

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

Japan Airlines sektað um 37 milljónir vegna tveggja seinkana

16. september 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Japan Airlines um 37 milljónir króna vegna tveggja seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða í meira en fjórar klukkustundir inni í flugvélum félagsins áðu

Síðasta flug Travolta með 707 til Ástralíu tefst vegna viðhalds

16. september 2019

|

Allt bendir til þess að ekki verði hægt að ferjufljúga Boeing 707 þotu John Travolta sem hugðist fljúga þotunni frá Bandaríkjunm til Ástralíu í nóvember og það í síðasta sinn.

Turkmenistan Airlines pantar Boeing 777-200LR

15. september 2019

|

Turkmenistan Airlines hefur fest kaup á einni Boeing 777-200LR þotu sem félagið á von á að fá árið 2021.

Fékk kvíðakast í aðflugi og yfirgaf stjórnklefann

15. september 2019

|

Flugmaður hjá easyJet yfirgaf flugstjórnarklefa á farþegaþotu eftir að hann fékk kvíðakast þegar vélin var að nálgast lokastefnu inn til lendingar á flugvellinum í Glasgow.

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

12. september 2019

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óv

FAA íhugar að fyrirskipa skoðun á hreyflum á A220

12. september 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) íhuga nú að fara fram á að ítarleg skoðun verði framkvæmd á hreyflum á Airbus A220 (CSeries) þotunum í kjölfar þriggja atvika sem hafa komið upp þar sem slökkva þurf

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00